LEIÐINLEGUR GÖNGUTRÚR

Ég vakti athygli á veggjakroti í bloggi í gær. Viðbrögðin voru góð og greinilegt að margir eru orðnir þreyttir á þessum ósóma. Reyndar er það svo að ég fæ á tilfinninguna að flestir séu löngu hættir að taka eftir þessu og í dofa þess sem er sama um allt, hætta skilningarvitin að virka og vandinn er þar af leiðandi ekki til.

Ástæðan fyrir því að ég tek eftir þessu, er að ég bý í Gautaborg og þar er þetta ekki vandamál. Lesið athugasemdir Gunnars Hjálmarssonar við bloggið mitt frá í gær. París er ekki einu sinni svona.

Í leiðnni út í Nóatún áðan þar sem ég var að kaupa í morgunkaffið, tók ég með mér myndavélina og ákvað að taka myndir af öllu veggjakroti sem yrði á vegi minum. Þetta er stutt gönguferð. Innan við 10 mínútur hvora leið.

Þetta er leiðin sem ég gekk. Reglurnar voru einfaldar. Ég tók bara myndir af veggjakroti við göturnar sem ég gekk. Bannað var að kíkja yfir í næstu götu til að mynda veggjakrot.

Hérna er ég fyrir utan húsið sem ég dvel í. Veggjakrot í litlum göngum út í garð. Rafmagnskassi útbíaður í kroti. Einhver sem kallar sig By! er búin að merkja sér Holtsgötuna. Rafmagnskassar eru vinsæll efniviður veggjakrassara. Á Framnesveginum má sjá einu tilraunina til þess að gera einhverja mynd úr krassinu. Virkilega lélegt graffíti sem ber höfundunum vondan vitnisburð.

Framnesvegur.

Vinnuskúr er krotaður sem og merki sem kveða á um að hér sé strætóstoppistöð!.

Horn Framnesvegar og Hringbrautar. Þarna má sjá veggjakrot á steinuðu húsi. Viðgerð er útilokuð því ekki er unnt að þrífa svona múráferð. Verðmætaeyðileggingin er gríðarleg. Takið eftir að taggararnir merkja sér ótrúlegustu svæði. Ruslafötur, baklhluti skilta, þakrennur osfr.

Strætóskýli útbíað í taggi. Póstkassi líka. Meir að segja auglýsing sem limd er í glugga lyfjaverslunar sem er þarna.

Þarna var ég komin inn í Nóatún og innan í búðinni var búið að krota!! Á leiðinni heim tók ég myndir af krotinu sem mér yfirsást. Þetta er alveg sérstök tegundu hugsturlunnar þessi veggjakrotsárátta.

Þarna má sjá afleiðingarnar þegar einhver spreyjar bílalakki á steinað hús. Útilokað er að þrífa þetta af. Múrhúðin er það viðkvæm og losnar af við háþrýstiþvott og sýrubað.

Ruslatunnur eru vinsæll efniviður veggjakrotara.

Allt er útbíað.

Þessi stutti göngutúr um vesturbæ Reykjavíkur ætti að færa fólki sanninn um stærð þessa vandamáls eða ófögnuðar. -Þetta er út um ALLT!!

Ég hvet Reykvíkinga til að taka á þessu máli og færa skemmdarvarganna fyrir dómstóla. Þetta er ófögnuður sem vel er hægt að úthýsa úr borginni okkar.

Site Footer