Lax – Skötuselur og Aborri


Ég flakaði 250 kíló af laxi í dag. það tók slatta tíma og ég er aumur í þumalputta hægri handar eftir hnífslagið. Ég er orðin all-fær og var hrósað fyrir snör handtök. Eftir það þá flakaði ég 20 skötuseli fyrir nokkur veitingahús í borginni.

Skötuselur er ferlega skemmtilegur fiskur að flaka. Hann er ekki með beinagarð á hliðunum. Hann er þvi skorin eftir endilöngum hryggnum sitthvoru megin og snyrtur. Mér þykir pínulítið vænt um þennan ljóta fisk. Áferði skötusel er furðuleg. Hann er gríðarlega feitur fiskur, minnsta fitan er í ketinu sjálfu því að margslungnar fitu-himnur þekja fiskinn frá haus að sporði. Skötuselir geta orðið ferlega stórir. Ekki er óalgengt að sjá skötusel sem er meterslangur. Svíar eru vitlausir í skötusel og hann er dýr. Þykir lúxusmatur og aldrei keyptur af heimilum, bara krám og veitingastöðum.

1 comments On Lax – Skötuselur og Aborri

  • Það liggur við að maður öfundi þig. Af þeim störfum sem ég hef unnið í gegnum tíðina var handflökun klárlega það skemmtilegasta (ef undan er skilið það sem ég vinn við núna). Handflökun er list.
    Jón Yngvi

Comments are closed.

Site Footer