LAUSN Á LÁGUM LAUNUM KENNARA

Kennarar eru alltaf óánægðir með launin sín.  Forustufólki kennara hefur ekki tekist að lyfta stéttinni upp og halda henni þar.  Eftir hverja samninga sem eru undirritaðir fer að halla á og sama ástandi kemur upp aftur og aftur.

Það væri heillaráð ef kennarar hættu að tala um krónur og aura. Launaflokka hækkanir, fatapeninga og allar þær  undursamlegu gulrætur sem faldar eru inn í moðreyk nútíma stéttabaráttu.

Kennarar ættu einfaldlega að krefjast að launin þeirra séu ákveðið hlutfall af launum alþingismanna. Segjum 80% af þingfararkaupi.

Ef það þetta næst og þetta heldur . . .

 

. . Eru launaleiðindi kennara úr sögunni.

Site Footer