Ólafur F – In Memoriam


Loksins loksins er Ólafur F hættur sem borgarstjóri. Lélegri borgarstjórna hafa Reykvíkingar aldrei haft. Óvinsældir hans má rekja til augljósrar valdagræðgi en hann plottaði sjálfan sig í borgarstjórastólinn með vafasömum hætti. Skyndilega var maður með 6000 atkvæði á bak við sig orðin borgarstjóri. Allar tilraunir Ólafs til að breyta almenningsálitinu voru máttlausar. Framkoma hans í fjölmiðlum var grátlega léleg og einkendist af árásum á fjölmiðlanna. Það var eins og það væri verið að taka viðtal við hreysikött í vondu skapi þegar hann birtist á skjánum.

En nú er þetta sem betur fer búið. Ég hef enga sérstaklega spádómsgáfu en ég fullyrði að eftir næstu kosningar eru dagar Ólafs F í stjórmálum taldir. Það verður spélegt að fylgjast með Ólafi F í minnihluta að gagnrýna spillinguna.

Sögusagnir um að Ólafur hefði verið tilbúin að endurreisa Tjarnarkvartettinn þegar ljóst var að Sjálfstæðismenn ætluðu að snúast gegn honum eru ótrúlegar. Svikarinn ætlaði að svíkja aftur.

-Þetta er eins og að halda fram hjá viðhaldinu með eiginkonunni.

Í þessum meintu tvísvikum felst afhjúpun á stjórmálalegu inntaki Ólafs F. Skyndilega voru Sjálfstæðismenn orðnir vondir og ástæða til þess að skipta aftur yfir. Bara vegna þess að hann sjálfur var í pólistíku uppnámi! -Hvar voru hagsmunir borgarbúa sem Ólafur klifaði stöðugt á að hann væri talsmaður fyrir?

Site Footer