LÆRDÓMUR FORTÍÐAR

Það er athyglisvert að bera saman líðandi stund og Evrópu þegar fasismi var að mótast og myndast.  Sumt er beinlínis hrollvekjandi eins og t.d að Hitler var kosin í lýðræðislegum kosningum.  Annað var að fasismi á sér ekki frumrót í Þýskalandi heldur í löndunum í kringum Þýskaland. Ungverjalandi, Rúmeníu og þar um slóðir.

Þessa tvo punkta má leggja ofna á lykilpunkta líðandi stundar og fá út samsvörun.  Donald Trump vann í lýðræðislegum kosningum og að upphaf útlendingahaturs eftir stríð, má greinilega rekja til sömu landa og fóstruðu fasisma í upphafi aldarinnar.

Það eru sömu stefin uppi nema að í stað kynþáttahyggju – sem var bindiefnið, er komin menningarleg yfirburðahyggja.

Nýfasistar eru alltaf að tala um að vernda menninguna.  Vernda sérkenni þjóðanna og sögu.  Takið eftir þessu. Það er alltaf verið að vísa í „gömlu góðu gildin“ og í Bandaríkjunum er þetta augsjáanlegt.

Þráhyggja til hinnar gömlu gilda var m.a grundvöllur að sigri Nei-sinna í Brexit kosningunum.

Hérna er punkturinn sem mig langar að skilja eftir.

Það eru sömu kraftar að verki í Evrópu og Bandaríkjunum. Sömu stefnumál og sömu réttlætingar.

Kraftar sem miða allir að því að gera okkur hrædd og ala á andúð gagnvart öðru fólki. Kraftar sem miða að því að gera okkur heimsk og dofin gagnvart þjáningum fólks. Kraftar sem leysa okkur frá ábyrgð frá samlíðan og hluttekningu.

Við þessu er bara eitt svar.

Þessu verður bara svarað með meiri ást.  Meiri  fræðslu og samlíðan með þjáningum fólks.  Meiri samlíðan og meiri hluttekningu.

Site Footer