KYSSIKONAN ÓGURLEGA

Gísli Marteinn Baldursson fetar fyrirséða leið í bloggi sem hann birti í dag. Þar skammast hann út í nýju stjórnina og finnur hennin flest til foráttu. Þetta er ekkert undarlegt og alveg í stíl við kórinn sem nú hefur upp harmakvein. Svo skammast hann út í Ólaf Ragnar og svoleiðis.

Gremja Sjálfstæðismanna vegna stjórnarslitanna er ofsaleg. Allt liðið er sett af stað og rógsmaskína íhaldsins er byrjuð að malla. Taugaveiklun er komin í liðið. Gísli og fleiri flokksdindlar standa skyndilega frammi fyrir því að forréttindini sem Flokkurinn hefur skaffað, eru í uppnámi. Það er t.d ekkert víst að Gísli fái ofurlaunastarf hjá Reykjavíkurborg þegar hann lýkur námi. Vel mögulegt er að prófskírteini verði rétthærra en flokksskírteini þegar Gísli kemur heim. -Það er komð nýtt Ísland.

Mér finnst reyndar alveg ótrúlegt að Gísli og félagar hans í maskínunni, skuli nenna þessu væli. Hversvegna talar Gísli ekki um uppskeru 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins? Því talar Gísli ekki um Davíðshrunið? Því talar hann ekki um hraklega frammistöðu Sjálfstæðisflokksins sem varð þess valdandi að hann hrökklaðist frá völdum?

Gísli hefur nefnilega ekki tekið eftir þvi að það varð bylting í landinu sem kom til vegna inngróinnar spillingar og vankunnáttu Sjálfstæðisflokksins. Gísli mun ekki fara út í þessa sálma ágætu lesendur.

-Stefna Flokksins var nefnilega rétt að mati Gísla og maskínunnar. Sjálfstæðisflokknum var ekki bolað frá. Hann var svikinn af kyssukonunni ógurlegu.

Site Footer