Kvoðumaður fékk miljarð


Freddy Ljundberg fékk krónur 945.277.000 fyrir að hætta hjá West Ham. Þessi leikmaður þótti dýr á fóðrum og kaupið hans ekki í samræmi við getu. Freddy er næst vinsælasti knattspyrnumaður í Svíþjóð á eftir Slatan sem spilar með Juventus. Annar hver krakki er í bol sem merktur er Ljundberg. Freddy þessi er víða í auglýsingum og er t.d utan á Pepsi Max flöskum með káfboj-hatt og í þokkafullri stellingu. Ég fæ alltaf á tilfinninguna að Freddy sé afar upptekin af eigin kynþokka. Svoleiðis menn voru kallaðir í mínu ungdæmi „kvoðumenn“. Kvoðumenn nota allskyns andlitskvoður til að viðhalda eða auka fegurð sína. Næturkrem og 10 tegundir af húðkremum sem eru sérhannaðar fyrir sérstaka líkamshluta. Pung-krem mun vera nýjasta stöffið í vopnabúri kvoðumanna.

Freddy ætti ekki að vera í vandræðum með að eyða miljarðinum.

Site Footer