Kvikmyndahátíð á Patreksfirði. -Skjaldborg 09

Um Hvítasunnuhelgina verður haldin í þrjiðja sinnið heimilda-kvikmyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði. Ég ferð kynnir á þessari hátið eins og alltaf, og er því á leiðinni heim til Íslands. Ég hlakka mikið til að koma heim og hitta hana Auði dóttur mína sem ég hef ekki séð síðan í desember.

-Það er stundum erfitt að vera helgarpabbi í útlöndum.

Skjaldborgarhátíðin er kvikmyndahátið sem bara eru frumsýndar íslenskar heimildamyndir. Gróskan í þessum geira kvikmyndalistarinnar á Íslandi er með ólíkindum. Um það bil 30 heimildamyndir eru sýndar í hvert skipti! Margar heimildamyndir koma ekki á Skjaldborg þannig að óhætt er að segja að milli 40 og 50 heimildamyndir séu framleiddar á hverju ári.

Þetta þykir mér frábært. Hátíðin er ekki bara bíó því að gestir geta notið alls þess sem Patreksfirðingar hafa upp á að bjóða. Sjóstöng, Ferðir á Rauðasand, Hænuvík og fleiri náttúruperla. Svo er náttúrulega standandi partí allann tímann sem klæmaxar á gríðarlegu lokaballi í samkomuhúsinu.

Ég hvet alla til að tékka á dagskránni og mæta

2 comments On Kvikmyndahátíð á Patreksfirði. -Skjaldborg 09

Comments are closed.

Site Footer