Í krummafót


Sonur minn var að bjástra við að fara í sandalana sína. Það tóks illa og var honum ekki til vegsauka. Ég klæddi því drenginn í skóna, en viti menn: Ég setti hann í krummafót!. Þetta er mér að sjálfsögðu til minnkunar og álitshnekkis.

Í kjölfarið fór ég að hugsa um hve rosalega langt er síðan ég fór síðast í krummafót. ég hef verið svona 4 – 5 ára. Það er því rúmur þriðjungur úr öld síðan síðast. Síðast þegar ég sá fullorna manneskju i krummafót var það á mánaðarlegum hittingi Vantrúarfólks í vetur.

Það er afar sérkennilegt að sjá fullorðin í krumma.

Site Footer