Kristjaníubúar kunna sitt hvað.

Danir eru afar sérstakir. Þeir slátra sem dæmi yfir 25 miljón svínum á ári. þeir eru mikil hjóleiðaþjóð enda landið slétt og afar hentugt fyrir reiðhjól. Flottustu hjólin í Danmörku eru ekki Mongoose, Trek eða Specialized. Flottustu hjólin í Danmörku heita Pedersen og eru byggð á yfir 100 ára teikningu. Það var árið 1978 sem Jesper Sölling jársmiður í hippanýlendunni Kristíaníu uppgötvaði teikningu af reiðhjóli sem framleitt var síðast árið 1855. Hann heillaðist af hjólinu og núna 6000 hjólum síðar er Pedersenhjólið þekkt út um alla Evrópu. Pedersen hjólin eru stór og ökumaðurinn situr hátt. Engin hefðbundinn hnakkur er á hjólinu heldur er setið á einskonar leiðuról. Það er mjög þægilegt að hjóla á Pedersenhjóli. Það er líkt og maður svífur um á leðurskýi. Pedersenhjólin eru dýr og ódýrasta gerðin kostar 140.000. og sú dýrasta kostar 260.000.-.

Steini vinur minn á Pedersen. -Ég öfunda hann

Site Footer