Kristinn H. Gunnarsson er ekki fasisti.

Ég var ekki fyrr búin að senda Bjarna Harðarsyni trékallinn (ásamt afmælisgjöf handa dóttur minni) þegar ég kom heim og tékkaði á Vantru.is. Nú sýnist mér að ég þurfu að tálga út annan kall. Því miður. Ég er í engu stuði að fara að tálga út kall en ég sé ekki hvernig ég kemst hjá því.

Á vantru.is er vitnað í orð Kristins H. Gunnarsonar i umræðum á Alþingi um stöðu ríkiskirkjunnar. Orðrétt segir Kristinn:

„Trúfrelsi er eitt og það ber að virða, en að setja alla við sama borð án tillits til stöðu þeirra í þjóðfélaginu er fráleitt“

Nú er það svo að Kristinn H. Gunnarson hefur verið í nánast öllum flokkum á Íslandi (Alþýðubandalaginu, Framsóknarflokknum og Frjalslyndum) og ætti að því að kannast við slatta úr hugmyndasögu vesturlanda. Grunnhugmyndum lýðræðisins, helstu kenningum um mannréttindi, verk J.S Mills, J.Benthams, Voltaires, A.Smiths svo einhverjir séu nefndir. Því miður virðist K.H. Gunnarson ekki kannst við þessa andans menn og heldur þess í stað fram tómri þvælu hvers grunnur er ómerkilegur popúlismi af verstu sort.

Ég tiltók í síðasta bloggi að það er ekkert gaman að kalla lygara lygara. Það er ekkert gaman en stundum er bara ekkert annað hægt. Þjófur er jú þjófur hvernig sem litið er á málið. Í anda þessarar kristalskýru siðvendni hef ég ákveðið að tálga spýtukall og senda viðkomandi í hvert skipti sem ég ber fram þennan óþægilega sannleika. Sannleikurinn er stundum engin leikur og ekkert gaman að góma pervert við það að stela nærbuxum.

Ummæli Kristinns H. Gunnarsonar eru fasísk! Það er engin leið að komast hjá þeirri skoðun. Þau eru fasísk. Svo einfalt er það. Þegar ég las þessi umæli þá datt mér fyrst í hug að skýra þessa bloggfærslu „Krisinn H. Gunnarsson er fasisti“, en hætti við það (þótt það væri sannarlega við hæfi) því þetta eru jú alvarleg ásökun. En hvað kallar maður mann sem viðhefur fasísk ummæli? Er orði fasisti ekki algerlega við hæfi?

Mitt svar er nei. Ekki í tilfelli Kristins. Hann er sennilega ekki fasisti þótt hann viðhefur fasísk ummæli, hann er bara svona vitlaus. Hann er bara svona mikill kjáni. Hann er greinilega ólesin, eða illa menntaður tækifærissinni. Það væri óskandi að það styttist í annan endan á þingmannsferli hans því við Íslendingar eigum að velja alemennilegt fólk til þingmennsku en ekki tækifærissinnaða kjána sem viðhafa fasísk ummæli úr hinu háa Alþingi. Reyndar er það svo að Kristinn virðist á leið út úr Frjálslyndaflokknum og fer sennilega næst í Sjálfstæðisflokkinn. Þó e það mér til efs að þeir kæri sig um kauða. Ég þori að veðja fremsta hluta löngutangar vinstri handar að Kristinn fái einhvern feita bitling þegar hann hrökklast úr Frjálslyndaflokknum. Þess ber að geta að gamni að Kristinn hefur presenterað sig sem „Mann fólksins – Mann Vestfjarða“ eða þvíumlíkt.

(Nú breytist tungumálið í þessu bloggi.) I hate to brake it to you mr. Kristinn. Þú átt ekkert skylt með þessu fólki, hvorki lífskjör né verueika..

Ég sendi þessa spítukalla í einhverju blandi af gamni og alvöru. Mér þykir ekkert gaman að segja Kristni að hann viðhafi fasísk ummæli en einhver verður að gera það. -Andskotinn hafi það!

Site Footer