KPMG rannsakar KPMG 2.

Svo virðist sem vera að Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnir (sem er var dæmdur sekur árið 2003 fyrir svívirðilegt brot í starfi af FME) standi við þá ákvörðun að KPMG eigi að rannsaka fall Glitnis. En eins og allir vita skrifaði KPMG upp á reikninga fyrir mörg þeirrra vafasömu fyrirtækja sem voru á vegum Glitnir.

Ekki er líklegt að KPMG finni nokkuð athugavert við störf sín fyrir FL-Group og fleiri skúffufyrirtæki á vegum Glitnis og tendgra aðlila.

Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar sér ekkert að þessu háttalagi. Viðskiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson er tvísaga í málnu, segist ekki hafa vitað að KPMG ætti að taka að sér verkið, en segir að hann vissi um aðkomum KPMG en ekki vitað af hagsmunatengslum málsaðila.

Þegar farið var af stað í það verkefni að rannaska bankahrunið var alltaf sagt að öllum steinum yrði velt við og allt málið skoðað. Þetta er því miður ósatt. Greinilegt er að yfirhylming er hafin. Skýrsla frá KPMG er ónýt fyrirfram. Tilboð KPMG að annar endurskoðandi verði fenginn til að endurskoða endurskoðunina er í besta falli brosleg. Auðséð er að sú endurskoðun yrið afar takmörkuð enda er verið að rannsaka gögn sem hinn „grunaði“ leggur fram.

Gögnin sem hinn „grunaði“ leggur EKKI fram eru auðvitað þau gögn sem ætti að rannsaka. Þar liggur hundurinn grafinn. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að loksins þegar skýrsla KPMG kemur í dagsljósið verður hún alltaf tortryggð. En svoleiðis hvítbþottur dugar ekki í þessu tilfelli. Algert traust verður að ríkja um skýrslur um ástæður bankahrunsins.

Ég endurtek! Algert traust verður að ríkja um ástæður bankahrunsins.

Site Footer