KOSTUR ER STAÐURINN

Ég hafði heyrt orðróm þess efnis að verslunin Kostur væri allt í senn, ein og stök í verslunarflóru Reykjavíkur. Frændi minn mærði Kost í hvívetna og sagði mér að Sullenberger sjálfur væri alltaf þarna með allskonar kynningar á nýjustu vörunum. Sagði ennfremur að hann hefði séð „Sulla“ bera eitthvað frábært krem á gesti búðarinnar.

Ég stóðst náttúrulega ekki mátið og dreif mig í Kost. Því miður sá ég ekki „Sulla“, en búðin hans var flott. Kostur notar Facebook á frábæran hátt. Segir bara eins og er: „Gámurinn frá Amríku kom í gær. Í honum eru allskonar fínerí og það verður til sölu á mánudaginn. Komið og gerið góð kaup“.Frábært þegar hlutirnir eru bara orðaðir eins og þeir eru. Facebook síðan hjá Kosti er greinilega sprell-lifandi og er að svínvirka. -Bravó!Auður dóttir mín kom með mér og við gerðum góð kaup. Keyptum meðal annars Trix,sem ég er svo hrifin af og hef bloggað um áður. Reynar var ekki hægt að kaupa Trix í pakka, heldur var þetta combó af Kókópuffsi, Lukkí Tjarms og Trix-i.

Samt frábært. Ég mun kaupa fleiri pakka af þessu og smygla til Sve. Ég tók auðvitað myndavélina með í för og myndaði í tómu leyfisleysi þarna. Ég vona að mér verði fyrirgefið.

Flott búð.

Allskonar er til í Kosti sem færst hvergi í Evrópu nema þar. Súkkulaði Seríjós þakka ykkur fyrir. Ég væri alveg til í að prufa þetta.

Kanel Seríjós…..

Uppáhalds sinnepið mitt French’s. Gult og amrískt eins og fröken Parton. Geðveikislega gott og rándýrt og illfáanlegt í Gautaborg. Þar kostar smápakkning af þessu yndi, morð-fjár. Þetta er billegt hjá Bergernum.

Furðuleg þvottaefni og alveg örugglega brjálæðislega góð. Fimmþúsundkall fyrir brúsann er slatti.

Í kosti er hægt að kaupa „Smores kit“. Smores er geðbilaðasti matarréttur veraldarinnar. Kex – sykurpúðar og súkkulaði í einni geðveikis-bendu. Konan mín hefur smakkað Smores og fær fjarrænan en jafnframt djúpúðgan glampa í augun þegar Smores ber á góma.

Keypti auðvitað Bíffdjerkí. Drullugott og hollt.

Auður var ánægð með Trix-ið en fannst bíffdjerkí slappt.

Verðmiðinn var ekkert til að fussa yfir. Mér fannst þetta nú bara ódýrt. Sama dót í Svíþjóð myndi fara vel yfir tíuþúsundkallinn.

Site Footer