KOMIÐ OG SJÁIÐ !

Komið og sjáið Borgarahreyfinguna svíka hvert einasta málefni sem þau samt voru kosinn á þing fyrir.

Komið og sjáið!

Komið og sjáið þessa ömurðarþingmenn kvarta undan því að ekkert sé matarhléið, þess á milli sem þetta lið leysir SODUKU-þrautir.

Komið og sjáið!

Komið og sjáið þessa Birgittu hreyta út úr sér að forseti Alþingis sé ekki forsetinn hennar. Greininlega hund fúl að fá ekki að þæfa Icesave málið út í hið óendanlega.

Komið og sjáið!

Komið og sjáið hvernig þessi Hreyfing starfar. Þau voru kosin á þing vegna þess að fólk trúði þeim í raun og veru að standa við stóru orðin um að ekki skyldi ástundað plott og pólitísk hrossakaup. Svo kemur í ljós að þessi Hreyfing er innvinkluð í samsæri gegn þingræðinu með hinum spillta Sjálftæðisflokki!

Komið og sjáið!

Komið og sjáið hvernig samsæri málþófsins er skipulagt út í þaula. Hvernig kyrkingartakið á þingræðinu er skipulagt mínútu fyrir mínútu.

Komið og sjáið!

Komið og heyrið afsökunina þegar þessi Hreyfing var að afsaka samsærið með Sjálfstæðisflokknum. „það er svo góð samvinna“ sagði Margrét Tryggvadóttir þingmaður. Sú hin sama sem kvartaði yrir þvi að vera svöng úr ræðustól Alþingis!

Hvenær lýkur þessari geðveiki?

Ég hugsa oft hvernig ég gæti gert gagn fyrir þjóðina mína. Hvað eina atriði væri það sem kæmi þjóðinni minni best? Ég held að ég gerði þjóðinni minni mest og best gagn með því að benda á sviksemi, hræsni og óþverrahátt þessarar Hreyfingar. Ef ég gerði ekkert annað en að blogga um glæpi þessarar Hreyfingar og ömurðarframmistöðu þingmanna téðrar Hreyfingar, er ég viss um að ég gerði þjóð minni óskaplegt gagn.

Ég fæ mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á þetta blogg mitt og ég get örugglega komið einhverjum lesendum í skiling um sviksemi þessarar ógeðfeldu Hreyfingar.

-Þannig geri ég þjóð minni mest gagn.

23 comments On KOMIÐ OG SJÁIÐ !

 • Gleymdu bara ekki Sjálfstæðisflokknum hann er upphaf og endir alls sem miður hefur farið hjá þjóðinni. Þriðjungur kjósenda virðast heiladauðir og vilja greinilega hafa óheiðarleikann, lýgina,svikin og hrokann frekar en norrænt velferðarkerfi sem flest lönd í heiminum öfunda norræna frændur vora af.

 • Nei ég gleymi ekkert Sjálfstæðisflokknum. Hann ætti í raun að skipta um nafn og heita Bófaflokkurinn. Hinvegar gætir ákveðins heiðarleika hjá Sjálfsætðisflokknum. Hann er ekkert það þykjast vera óspilltur og góður. Innrætið er öllum ljóst.

  Öðru máli gegnir um þessa Hreyfingu. þau þykjast vera voða góð og óspillt á meðan þau taka þátt myrkraverkunum.

  Manstu ekki að þau áttu að vera "ferski andvarinn inn í íslensk stjórnmál" Óspillt og hrein og bein. Aldrei að taka þátt í plotti eða hrossakaupum.

  það var og….

 • Tek undir með þér og "arra" vil einnig benda á blogg Jónasar "kjósendur eru gullfiskar"

 • Þetta brotna og sorglega fólk heillar, svona eins og að stara í glerbrot á götunni eða á blóði drifið bílslys, en vá við þurfum að drífa okkur upp úr volæðinu.

  Það hættulega við svona lága samnefnara eins og tætlurnar úr Hreyfingunni er að þeir búa til aðgerðablindu. Þetta eru villiljós.

  Hvað viljum við gera? Hvað þurfum við að gera? Hvað get ég gert?

 • Steingrímur J. hefur oft mært samstillingu stjórnarandstöðu – þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. Að finna slíkri samstillingu nú allt til foráttu er … HRÆSNI.

 • Þú þarna Nafnlaus 08:56.

  Í orðum þínum kristallast vandi íslenskrar stjórnmálaumræðu. Þú ert s.s handviss að ég beiti einhverskonar selektívum rökum. Að málþófs-gagnrýni mín beinist bara að núverandi þæfurum en ekki öðrum.

  Þarna hefur þú einfaldlega rangt fyrir þér. Ég hef alveg sömu skömm á málþófi fyrri stjórnarandstöðum.

  Já! Trúðu þessu bara!

  Það er enginn hræsni fólgin í þessari gagnrýni minni. -Ekki nokkur!

  Trúðu þessu bara og reyndu eftir bestu getu að sveifla þér yfir hinn klassíska dúalisma sem einkennt hefur stórnmál á Íslandi undanfarin 50 ár!

 • Hin lævísa morðtilraun Margrétar Tryggva á mannorði þráins Bertelssonar hefur fengið litla athygli. Hver þorir að vera í sama herbergi og þessi hungraða norn.

 • Þú þarna Teitur. Af hverju heldurðu að Hreyfingin sé í samsæri með Sjálfstæðisflokknum? Reyndu sjálfur að sveifla þér.

 • Teitur:

  Þessi meintu svik Borgarahreyfingarinanr eru nú bara smámunir miðað við svik þinna manna í ríkisstjórn Íslands, svo að maður tali nú ekki um þau tilræði gegn þjóðinni sem stjórnarflokkarnir standa fyrir.

  Þú ert kannsi svo ánægður sem þessi svik og tilræði við þjóðna sem þínir menn standa fyrir, að þú sleppir því alveg að minnast á það.

  Eða er syndaregistur stjórnarflokkanna svo stór að þú treystir þér ekki til að rifja það upp?

 • Mér finnst ástæða til að benda á ágætan punkt í Fréttablaðinu í dag þar sem vitnað er til þess að hin þvottekta Birgitta Jónsdóttir er með böggum hildar eftir að stundaskránni hennar var lekið. Þetta taldi hún hina mestu ósvinnu. Ekki þar fyrir að stuttu áður hafði hún fagna sérstaklega komu Wikileaks til landsins …

 • Hvað nákvæmlega er glæpsamlegt við þessa stundaskrá?

 • Teitur, þú hefur fullan rétt á að gagnrýna á þessum nótum. Þú ert örugglega ekki sá eini sem varð fyrir vonbrigðum með þróun mála hjá Borgarahreyfingunni.

  Hafandi verið atkvæðamikill við stofnun BH langar mig hins vegar að benda á að það þarf töluverðan kjark og mikið þrek til að koma svona framboði á koppinn. Fölmargir voru kallaðir en fáir gáfu kost á sér. Það er nefnilega svo aumt hér hjá okkar hræddu þjóð að fræðimenn og sérfræðingar þora sjaldnast að ögra valdinu enda eru sögurnar margar sem sýna að það borgar sig ekki. Þess vegna er ekki alltaf hæfasta fólkið sem býður sig fram í pólitík.

  Í tilfelli BH var mjög stuttur tími til stefnu og peningar af skornum skammti. Mestur tími fór eðlilega í að móta stefnuskrá og koma saman framboðslistum. Lítið svigrúm gafst til að skipuleggja innra starf á markvissan hátt, samskiptaleiðir og leysa úr álitaefnum.

  BH var m.a. stefnt gegn flokksræði en kaldhæðnin er sú að þingmennirnir tóku það MJÖG bókstaflega og kærðu sig ekki um gagnrýni eða afskipti frá öðrum meðlimum og síst af öllu stjórn félagsins. Díllinn var sá að þau áttu að fylgja tiltölulega einfaldri og skýrri stefnuskrá en gætu haft ólíkar stefnur og skoðanir í öðrum málum. Eins og flestir vita gengu þrjú þeirra gegn loforði um stuðning við ESB aðildarviðræður án þess að hafa fyrir því að kynna þá stefnubreytingu fyrir nokkrum einasta manni innan BH. Eftir það var traustið brostið og þess vegna eiga þessir þingmenn nánast því engan stuðning meðal kjósenda sbr. nýja skoðanakönnun.

  Borgarahreyfingin er síður en svo búin að syngja sitt síðasta. Þingmannalaus fær hún vonandi nýjan tilgang sem andspyrnuhreyfing en tíminn verður að leiða í ljós hvort boðið verði fram í næstu kosningum. Það byggist ekki síst á því að hæft fólk gefi kost á sér, rífi sig upp frá tölvunni og gerist beinir þátttakendur fremur en álitsgjafar.

  Við erum nýbúin að taka í gagnið rúmgott húsnæði við Höfðatún 12 sem á að vera opið öllum þeim einstaklingum og félögum sem vilja láta til sín taka að breyta stjórnkerfinu og bæta þjóðfélagið. Á morgun, laugardag milli 13 og 17 er öllum boðið að koma og þiggja vöfflur og kaffi/kakó og stinga saman nefjum. Það er nefnilega þannig að það hefur ósköp lítið gerst á heilu ári síðan allt hrundi.

 • Mér finnst meira gagn í hugmyndum þínum til sóknar. Eru þær ekki fleiri en þrjár?

  Það að snúa örfáu áhangendum Hreyfingarinnar gerir heilli þjóð ekkert ofboðslegt gagn.

  En svosem ekkert ógagn heldur.

 • Það var stolið veski af manni sem ég þekki í gær. Viðkomandi hafði áður lýst yfir ánægju með Wikileaks. Vildi bara benda ykkur á þennan athyglisverða vinkil.

 • Komið og sjáið! Teit setja upp rauðu samfylkingargleraugun!

 • Heyr heyr, þessi Borgarahreyfing/Hreyfing er eitthvað mesta grín í íslenskri stjórnmálasögu.

  Þú gleymdir í upptalningu þinni á helstu afrekum Borgarahreyfingarinnar/Hreyfingarinnar að minnasta á stóra neftóbaksmálið og málið um klæðnað þingmanna.

  Hvar værum við án Borgarahreyfingarinnar/Hreyfingarinnar. Allir karlarnir a Alþingi væru ennþá að taka í nefið, þingmenn væru allir með bindi, matarhlé þingmanna væru óregluleg og stjórnarandstaðan óskipulögð í málþófi sínu.

  Borgarahreyfingin/Hreyfingin lengi lifi, húrra, húrra, húrra!!!!!

 • Merkilegt hvað margir nafnleysingjar halda að Teitur sé Samfylkingarmaður. þeir hafa greinilega ekki lesið Bloggið hans þar sem hann drullar yfir þann flokk eins og aðra. Þessi liðs-hugsun (sumra) Íslendinga er óþolandi og ber vott um fábjánaskap sem erfitt er að þola. Svo smá skilaboð til nafnlausra hálfvita: Samfylkingin er kúkaflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn er glæpasamtök (á þessu er smá munur). Baugsveldið er ill, en það er náhirðin líka. Maður þarf ekki að vera í Baugs-Samfylkingarliði þó maður komi auga á ómennsku FLokksins og Doddsonar. Djöfull fer þetta lið fokkings í taugarnar á mér. GARG!

 • Ég verð nú að segja að ekki er ég hrifin af þessum Framsóknarlit á blogginu þínu, en svona er það.

  Ég er gjörsamlega ósammála þér og tel þú vera kasta gagnrýninni á gjörsamlega rangan veg, Ég persónulega tel að IceSlave samningurinn sé hrikalegur samningur og ef alltaf á að fara eftir hinni frægu jafnræðisreglu þá er lágmark að Íslenski innistæðutryggingarsjóðurinn fái sömu vexti og innistæðusjóðurinn í bretlandi, algjört lágmark. Það eitt og sér er næg ástæða til að tefja þennan samning þangað til að Stjórnin sér að sér.

  Svo þessi feluleikur, það á að hengja þjóðina fyrir gjörðir örfárra manna og samt er hluta af samningnum haldið leyndum fyrir þeim sem eiga að selja börnin sín í ánauð, það er algjörlega óhugsandi að hleypa þessum samning í gegn fyrr en þjóðin fær að sjá hann.

  Hvað varðar þessa færslu og Hreyfinguna er þetta ómaklegt, því syndirnar eru mun stærri hjá öllum hinum flokkunum og ég veit ekki betur heldur en að Hreyfingin hafi meira og minna fylgt sinni sannfæringu, ekki með flokksahagsmuni að leiðarljósi heldur persónulegum gildum og siðferði. Stundum passar það við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn stundum Samfylkingu og VG og stundum enga, það er ekki svo að þeir séu að krulla sig saman með Sjálfstæðisflokknum í von um að skora einhver prik fyrir næstu kosningar.

  Það er eitthvað sem þingmenn allra flokka ættu að gera, hlusta á sína eigin skynsemi og siðferði kjósa eftir henni, ég þoli ekki að þurfa að kjósa flokk þar sem sjálfstæðar hugsanir og gitt siðferði þarf að víkja fyrir flokkshagsmunum. því það er deginum ljósara að allir þessir fjórflokkar eru gjörspilltir inn að beini.

  Þú ert góður bloggari og ég les mjög reglulega bloggið þitt en þetta er einhver arfavitlausasta færsla sem ég hef séð hjá þér.

  (Og Sigurður Hr Sigurðsson er það þín hugmynm með nýstárlega stjórnunarhætti að henda því fólki út úr flokknum hjá þér sem ekki hentar?…. hljómar frekar svona stjórnunarhættir og tíðkuðust á miðöldum?)

 • BadBank, ég kannast ekki við að neinum hafi verið hent úr Borgarahreyfingunni. Sjálfur skoraði ég á þingmennina að segja af sér eftir að þeir gengu á bak orða sinna og hleypa varamönnum sínum að en þeir voru greinilega orðnir ómissandi (að eigin áliti) og völdu sjálfir að segja skilið við BH.

  Ég er ekki mjög fróður um stjórnunarhætti á miðöldum (sem eflaust voru margbreytilegir) en tel ólíklegt að þeir hafi víða verið verri en það sem við þurfum að horfa upp á þessa dagana.

 • Í guðanna bænum Teitur ekki hefta þessa "loosera" við Borgarahreyfinguna. Við reyndum að koma vitinu fyrir þau, en það virðist vera eitthvað í loftinu þarna inni á alþingi sem gerir fólk veruleikafirrt. Borgarahreyfingin á sem betur fer ekker í Birgittu "forsetalausu" Margréti " SuDoku" né Þór "sem hugsar ekki með réttu líffæri eftir að hann hitti Birgittu". Borgarahreyfingin er enn að berjast, og guði sé lof án þessarar þrenningar.

 • Miðað við að þarna koma inn einstaklingar sem fyrirfram maður skyldi ætla að væri svona nýtt afl með ferska sýn á mál, þá reynsit svo ekki vera. Þór gæti alveg verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Birgitta Framsóknarflokksins og Margrét 50/50.

  Það versta er samt að hópurinn virðist alls ekki vera hæfur til að vera á þingi. Skorta allan bakgrunn og þekkingu á málum og allt virkar þetta frekar kjánalega. Umrætt fólk fer alveg öugglega ekki inná þing aftur.

  En varðandi svokallaða Hreifingu og vangavelur um hvar þeir eru eiginlega staðsettir á hægri vinstri ásnum, þá eru þau víst Mið-hægrifólk (Centre-Right)

  The Movement Þór Saari Centre- Right Liberalism 5,59% 3

  Og ekki lýgur wiki
  http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_political_parties_in_Iceland

 • Komið og sjáið Samfylkinguna svíkja föðurlandið sitt með Ice-Slave

  Komið og sjáið þingmann Samfylkingarinnar slaga blindfullan í ræðustól. Suddoku-þrautir HVAÐ?

  Komið og sjáið Steingrím J. Samþykkja Umsókn um Esb, samstarf við AGS og samþykkja ICE-SLAVE. Komið og sjáið mannin sem hefur svikið allt sem hann sagði fyrir kosningar.

  Komið og sjáið Guðföður útrásarinnar. Forseta Samfylkingarinnar samþukkja gjaldþrot þjóðarinnar

  Komið og sjáið Forseta Alþingis sem heldur að hennar hlutverk sé að banna stjórnarandstöðunni að tala

  Komið og sjáið föðurlandssvikarana í ríkisstjórninni sem vilja samþykkja skuld sem við eigum ekki að borga og bara VEXTIRNIR ERU 100 MILLJÓNIR Á DAG. Húrra húrra húrra

 • Mikið er ég sammála þér. Þegar ESB málið stóð sem hæst fór Birgitta í ræðustól og sagði að hún hefði misskilið hvernig það gegni fyrir sig að sækja um aðild og þess vegna væri hún í vafa. Málið er að hún hefur alla tíð verið á móti ESB, en óheiðarleikinn var svo mikill í þessari hreyfingu fyrir kosningar til að ná í atkvæði, en fyrir kosningar hélt þessi sama kona því fram að hún vildi að almenningur fengi að kjósa um inngöngu í ESB eða ekki þegar samningur lægi fyrir. Stjórnmálamenn ættu ekki að vera skipta sér af því. En hún iðaðai í skinninu eftir að finna einhverja leið til að geta svkið loforðið sem hún hafði gefið kjósendum stuttu áður. Hún var búin að þykjast hafa misskilið umsóknina um aðild og núna sá hún sér leik á borði og notaði Icesave. Í mínum huga er svona fólk lítið annað en hyski. Það er svo mikill óheiðarleiki í þessu að maður gæti ælt.

  Borgarahreyfingin eins og hún hét, ætlaði að setja fólk á þing sem myndi alltaf kjósa eftir því hvað almenningur vildi. Sem dæmi þá átti þetta fólk að kjósa með því að sótt væri um apðild að ESB því þannig gæti almenningur fengið málið á sitt borð. En nei það var nú aldeilis ekki þannig, nú var allt í einu farið að tala um að kjósa eftir eigin sannfæringu en ekki eftir því sem lofað hafði verið. Þvílíkt ógeð.

  Kveðja
  Valsól

Comments are closed.

Site Footer