Komið aftur með járntjaldið ! ! !

Ljóst er að Eurovison keppnin snýst ekki um að besta lagið vinni. Eurovisionkeppnin snýst um nágrannakærleika. Allar þjóðir (að Íslandi meðtöldu) gefa nágrönnum sínum flest stig. Það liggur því í hlutarins eðli að hentugt er að eiga sem flesta nágranna. Þannig er sigurinn tryggður. Rússland sem vann í keppninni í gær á landamæri að 14 löndum. 11 þessara landa taka þátt í Eurovisionkeppninni. Löndin eru: Azerbædjan, Hvítarússland, Eistland, Finland, Georgía, Kazakhstan, Lettland, Litháen, Noregur, Polland og Úkraína. Þess utan eiga Rússar afar sterk menningarleg tengsl við lönd fyrrverandi Júgóslavíu. En þau eru 5. Slóvenía, Króatía Bosnía-Herzegovína. Serbía og Svartfjallaland. Það er því ljóst að með svona marga granna og velunnara þá er sigur allt að því gulltryggður. Íslendingar eiga enga granna nema Atlandshafið og það er oft napurt á stigatöflunni í Eurovision kosningunni. Langflestir Evrópubúar vita ekkert hvar Ísland er á kortinu og dettur ekki í hug að litla eyjan austan við Grænland heiti Ísland. Rússneska lagið var afar lélegt en það skiptir ekki máli í Eurovision. Íslenska lagið var besta lag keppninnar og átti sannarlega skilið að vinna. Því miður þá trúa margir Íslendingar á að þetta sé keppni í besta laginu og hafa orðið uppvísir af barnalegum kjánaskap. Þórhallur Gunnarson dagskrárstjóri RÚV hafði m.a pantað heilt flugskýli til þess að halda keppnina árið 2009. Íslendingar ættu að slíta stjórmálasambandi við allar þær þjóðir sem gáfu okkur ekki stig og fara fram á það á vetvangi NATO að setja aftur upp járntjaldið. Það veitti okkur skjól fyrir svikum, óheiðarleika og þrælslunduðum hundingshætti hinna nýfrjálsu þjóða sem er að finna í Austur Evrópu.

Site Footer