KOMANDI KOSNINGAR

Í rauninni er mér alveg sama hvernig þessar kosningar fara svo fremi að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki í stjórn.

-Það er það mikilvægasta.


Landhreinsun verður af hruni Framsóknarflokksins og Frjálslyndra. Ég á ekki von á því að grínframboð L-listans nái árangri.

Ég spái stórsigri Borgarahreyfingarinnar. Fólk sér í gegnum fjórflokkinn. Hann hefur reynst okkur afar illa. Ekkert nema spilling og sérhagsmunapot. Ef að gömlu flokkarnir ná góðum árangri er þjóðin mín geðbiluð.

Það er geðbilun að reyna aftur og aftur og fá alltaf sömu misheppnuðu niðurstöðuna. Það er fullreynt með fjórflokkinn.

Nú sjáum við gömlu frasana fara í loftið. Sömu loforða-rulluna. Sömu andlitin. Sama innihaldslausa þvættinginn umorðan á nýjan hátt eftir leiðsögn færustu ímyndarsérfræðinga. Nú er lag að kjósa burt gamla og feyskna flokksræðið. Ástunda álvöru lýðræði og alvöru þingræði.

En umfram allt. -Burt með Sjálfstæðisflokkinn.

4 comments On KOMANDI KOSNINGAR

  • Ég veit ekki með Borgarahr. þarna innanborðs eru að ég held aðilar sem eru langt í frá að vera einhverjir hugsjónamenn, eða menn fólksins. Þarna eru m.a. gamlir Re-max fasteignasalar sem ég treysti sjálfur engan vegin. Átti í viðskiptum við einn þeirra og hef alls ekki góða reynslu af þeirri viðkynningu. Lygar og prettir voru hryggsúlan í orðum þessa ágæta aðila.

  • Hvaða mann ertu að tala um? Meðan þú segir ekki um hvern er rætt eru orð þín máttlaus. Hérna eru frambjóendurnir.

    http://www.borgarahreyfingin.is/frambjodendur/

    Mér sýnist þetta vera hið mætasta fólk þótt sjálfsagt séu einhverjir lukkuriddarar inn á milli. Gegnumsneytt þykir mér einmitt þetta vera fólk sem er einfaldlega orðið þreytt á fjórflokknum og vill gera eitthvað í því til að siðvæða stjórnmálin og búa til betra Ísland.

  • öhh… án þess að ég vilji vera með nein leiðindi…

    Hvernig getur Borgarahreyfingin staðið fyrir „alvöru þingræði“ – þegar hún er eina stjórnmálaaflið á Íslandi sem vill afnema þingræðið, með því að tefla fram hugmyndum Vilmundar Gylfasonar?

  • Alltaf þarft þú að eyðileggja allt Stefán Pálsson. 🙂

Comments are closed.

Site Footer