KÖGUN: YFIRVARP OG ENDALOK

Þegar hér er komið sögu er Gunnlaugur í hrikalegri stöðu.  Mogginn fjallaði ýtarlega um Kögunarmálið þann 10. maí í svakalegri grein sem alveg má flokka sem tímamótagrein í íslenskri blaðamennsku.  Þann 12. maí kemur svo Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og nýbakaður utanríkisráðherra Gunnlaugi til aðstoðar í frétt í Mogganum.  Inntak varnarinnar var að Gunnlaugur hafi ekkert gert rangt enda er ekki kveðið á um hömlur á eignarhaldi, í Kögun, heldur aðeins að tilkynnt sé um ef einhver eignist meira en 5% í Kögun.  Furðuleg regla, sér í lagi þar sem enginn viðurlög og engar aðgerðir fylgja með ef að einhver eignast meira en 5%.  Nokkuð sem embættismenn Utanríkismálaráðuneytisins eru greinilega að vandræðast yfir.

Smásmugulegar og lagatæknilegar útskýringar eru ekki nýjar á nálinni ef einhver vissi það ekki.

Upplýsingar sem komu 3 dögum seinna áttu heldur en ekki betur eftir að breyta þessari þröngu túlkun Halldórs Ásgrímssonar.  Stjórn þróunarfélagsins birti sendi inn tilkynningu í Morgunblaðið þann 15. maí sem sprengdi málið upp.  Þar kom fram að Gunnlaugur M. Sigmundsson hafi blekkt stjórnina með því að leyna upplýsingum um samning við utanríkismálaráðuneytið sem kvað á um hvernig skyldi staðið að sölu á hlutabréfum Þróunarfélagsins í Kögun.  Sá samningur var ekki virtur, enda ekkert skrýtið. Nýju stjórninni var ekkert kunnugt um þennan samning eins og Mogginn greinir frá baksíðu.


Stór upplausn hér.

Stjórnin treysti Gunnlaugi M. Sigmundssyni og lét hann ákveða verð á hlut í Kögun eftir að hafa hlusta á frekar dökka framtíðarspá fyrir Kögun.  Verðið var ákveðið að vera skyldi 4 á hlut.  -Þremur og hálfu ári síðar hafði hlutabréfaverð í Kögun 56 faldast.

Salan var frágengin og hlutur Þróunarfélagsins í Kögun var keyptur af Kögun og til að fara eftir reglum um að fyrirtæki meigi ekki eiga í sjálfu sér, var hluturinn settur inn í „eftirlaunasjóð starfsmanna Kögunar“.  Þannig varð til 30% hlutur sem var „passívur“ og varð þess valdandi að næst stærsti eigandinn (sem var Gunnlaugur M. Sigmundsson) réð því sem hann vildi ráð um framtíð, stjórn og stefnu fyrirtækisins.  Þetta „módel“ var vel þekkt en sama aðferð var notuð tið að stýra Eimskipafélaginu um áratuga skeið.

Samhliða þessari yfirlýsingu stjórnar Þróunarfélagsins, kom svo önnur bomba því fréttmenn Morgunblaðsins höfðu komist yfir minnisblað frá Varnarmálaskrifstofu til þáverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar.  Í minnisblaðinu var greint frá því að Gunnlaugur og fjölskylda hans áttu þá orðið 10% í Kögun.  Eftirtalin skyldmenni Gunnlaugs M. Sigmundssonar voru talin upp í minnisblaðinu.  Eiginkona, faðir, tengdafaðir og tvö börn.  Eftir því sem ég kemst næst er hér um að ræða tvo syni Gunnlaugs M. Sigmundssonar.  Þar með talinn formaður Framsóknarflokksins.  -Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Þetta var efni bloggsins í gær. 

Ég taldi rétt að impra á aðalatriðum málsins áður en lengra er haldið.  Samhliða þessum svakalegu fréttum, voru Framsóknarmenn strax farnir að verja „sinn mann“ sem sést ágætlega á því að Halldór Ásgrímsson ver Gunnlaug nokkrum dögum eftir grein Agnesar og núna fara hlutirnir að gerast hratt.  Höfum í huga að tímalína í þessu samhengi er svolítið erfið því að dagblað kemur jú aðeins út á 24 tíma fresti.  Í þessu máli fór stjórnkerfið á haus og háværar raddir voru um að rifta samningum Gunnlaugs á kaupum Kögunar á hlut Þróunarfélagsins í Kögun.  Það hefði þýtt mikinn álitshnekki fyrir Framsóknaflokkinn og náttúrulega Gunnlaug sjálfan. Það hefði líka stefnt í hættu öllum frekari einkavæðingaráformum ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar (sem nefnd er „einkavæðingarstjórnin“ á Wikipediu)

Strax eftir grein Agnesar fóru því af stað þreifingar innan Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að leysa málið einhvernvegin án þess að setja allt í uppnám.  Æru annars stjórnarflokksins og æðsta markmið
Sjálfstæðisflokksins, að selja ríkisfyrirtæki var í húfi.

Eitthvað hefur gerst sem var þess valdandi að haft var samband við stjórnina og henni sagt nóg væri komið nóg og það sé búið að leysa málið. 

Það eru bara tveir menn sem koma til greina sem úrlausnarmenn þessa máls.  Halldór Ásgrímsson utanríkismálaráðherra og Davíð Oddson forsætisráðherra.  Ég tel einsýnt að samkomulag Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi innifalið að kaupunum yrði ekki rift og Gunnlaugur og fjölskylda héldi sínu með því skilyrði að Gunnlaugur hætti á þingi.

Þann 12. maí (2 dögum eftir grein Agnesar) kemur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Gunnlaugi til varnar og í frétt þar sem Morgunblaðið er genslast fyrir um hversvegna kaupum Gunnlaugs var ekki rift gerist það að Þorgeir Eyjólfsson formaður stjórnar Þróunarfélagsins ver kaup Gunnlaugs á einhvern makalausasta hátt sem ég hef séð.

Sérkennilegt.  Því 3 dögum síðar birtist yfirlýsingin frá Stjórn Þróunarfélagsins þar sem sagt er frá starfslokum Gunnlaugs í Þróunarfélaginu.  Ljóst er að allt hefur verið á suðupunkti þessa daga í maí.

Afsökun Þorgeirs Eyjólfssonar formanns stjórnar Þróunarfélagsins, um hversvegna kaupum Gunnlaugs og viðskiptafléttum var ekki rift var svo hjóðandi:

Hérna er svo greinin.  Ég merki með rauðu undir aðalatriðin og þau sem ollu því að mér beinlínis sundlaði.


Stór upplausn hér.

Þarna er Þorgeir Eyjólfsson að halda því fram að vafasömum viðskiptum Gunnlaugs á hlutabréfum í Kögun, sé ekki hægt að rifta vegna þess að konan hans „hefur með höndum hagsmunagæslu“ fyrir nokkrar fjölskyldur í Kaliforníu.  Nú erum við að tala um umsýslu sem eru mér er framandi.

Búandi erlendis sjálfur veit ég að stundum þarf að sýsla við Ísland.  Það er satt best að segja ekkert vesin og leysist alltaf með nokkrum símtölum.  Stundum sendi ég foreldra mína eitthvað með eitthvað þessi aðstoð þeirra „stefnir afkomu minni ekkert í voða“ eins og Þorgeir telur að gerist, ef að eiginkona Gunnlaugs hætti hjá Kögun.

Takið eftir röksemdafærslunni sem þessi ákvörðun hvílir á.  -Vafasömum miljónasamningi má ekki rifta vegna þess að þá mun framkvæmdastjórinn hætta og örugglega konan hans líka, sem sér um einhverskonar umsýslu fyrir nokkrar fjölskyldur í Kalíforníu!

„Give me að brake“ sagði amríski maðurinn og sló sér á kné.  -Það geri ég líka.  Hér er um að ræða það sem heitir heitir „yfirhylming“ á íslensku og „coverup“ á máli þess amríska.

Þetta makalausa útskýring á því hversvegna kaupunum var ekki rift kallaði fram viðbrögð hjá fyrrverandi starfsmanni Kögunar.  Daginn eftir sendi Baldur Pálsson fyrrverandi starfsmaður Kögunar inn grein í Morgunblaðið.


Stór upplausn hér.

Í bréfi Baldurs Pálssonar kom fram að þessi meinta umsýsla Sigríðar eiginkonu Gunnlaugs, var nánast enginn.  Baldur benti einnig á að allir starfsmenn Kögunar í Kalíforníu væru fullorðið fólk sem kynni alveg að bjarga sér á eigin spýtur.

Prýðileg grein Baldurs er í gráglettnum stíl en endirinn er frekar dapurlegur.

Í sama blaði var frétt um eftirlaunasjóðinn sem var þegar hér er komið sögu, stærsti hluthafinn í Kögun.  Baldur Pálsson sem skrifaði greinina hér að ofan er viðmælandi blaðamanns Morgunblaðsins og skýrir frá þessum eftirlaunasjóði sem á sér fá fordæmi í íslenskri launapólitík.  Þar segir Baldur að eftirlaunasjóðurinn sé geymslustaður fyrir hlutafé sem Kögun á í sjálfu sér.


Stór upplausn hér.

Þarna stoppaði málið…….

Ekkert gerðist markvert í Kögunarmálinu.  Málið fjaraði út.  Síðasti hlutinn í fléttunni birtist í Mogganum þann 31. janúar 1999.  Lokaliður samnings Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var uppfylltur

Þremur mánuðum seinna kemur þessi frétt í Mogganum.

-o-o-

Þessi upprifjun mín er viðbragð við meiðyrðakæru Gunnlaugs M. Sigmundssonar á hendur mér vegna skrifa um Kögunarmálið.

Samantekt:
1. greinin. —   2 greinin. — 3 greinin. — Þetta er 4. greinin. —  5 greinin —   6 greinin.

 

Site Footer