Í Kína er allt stórt

Jan Hermann Egilsson skrifar fínan pistil um Kína. Ég ætla samt að bæta aðeins við eins og almennlegum kverúlant er lagið. Í kjölfar iðnvæðingar Kína á síðustu 10 – 20 árum hafa átt sér stað mestu þjóðflutningar mannkynssögunar. Aldrei fyrr hafa jafn margir flutt sig um set á jafn skömmum tíma. „Þjóðflutningarir miklu“ eru sem hljóm eitt í samanburði við þá ofsalegu breytingar sem hafa átt sér stað í Kína nútímans.

Konan sem býr við hliðina á mér er frá Kína og er líka í fæðingarorlofi eins og ég. Ég hef mikla ánægju af því að rabba við hana um Kína og kínverska menningu. Hún er prófessor við Gautaborgarháskóla og er helvíti klár satt best að segja.

Við komust að þeirri niðurstöðu um daginn að ólíkari menningu en þá kínversku og þá íslensku er vandfundinn. Þegar Ísland var numið hafði menning blómstrað í Kína í 4 – 5000 ár. Kínamúrinn var orðin 500 ára við landnám Íslands.! Það er sérkennlegt að bera saman íslenska menningu og þá kínversku. Kína er risa stórt, Ísland er pínulítið. Í Kína búa 1,330,000,00 manneskjur en á Íslandi búa um 300.000 manns.

Snertifletir eru þó margir og sumir hverjir óvæntir.

Site Footer