Klám-frítt umhverfi!

Ég hef aldrei fattað hugtakið „öfgafullur trúleysingi“ þótt það sé notað yfir mig sem meðlim í Vantrú. Er maður ekki annað hvort trúlaus eða ekki? Eru einhverjir öfgar í þessu dæmi? Ég held samt að öfgastimpilinn sé að finna í kröfu trúleysinga um að þeir séu látnir í friði fyrir trúaráróðri á opinberum vetvangi. -það eru öfgarnir lesendur góðir.

Þrátt fyrir öfgastimpilinn sem Vantrúaðir hafa á sér ástundum við ekki van-trúboð meðal smábarna eins og ríkjó.

Ég man eftir átaki í Danmörku þegar ég bjó þar árið 1995. Þetta var kallað átak um „porn free miljö“ eða þvíumlíkt. Þá var nokkrum borgurum ofboðið klámefni í búðum og sjoppum. Enginn vildi banna klámið en kaupmenn voru hvattir til að hafa þetta ekki í frammi við eða a.m.k þar sem krakkar væri ekki. Sama má segja um baráttumál Vantrúar. Við viljum fá að vera í friði fyrir trúaráróðri á opinberum vetvangi.

Þeir ríkiskristnu eiga fullt af flottu húsnæði til þess að halda úti stífri trúardagskrá fyrir þá sem það vilja. Vel menntað og vel meinandi starfsfólk sem getur hæglega ástundað kristnina sína án þess að troða nokkurri sálu um tær! Ég hef oftsinnis furðað mig á því að ríkistrúaðir skuli ekki poppa aðeins upp starfsemina sína! Vera með öflugt hjálpræðisstarf og skjóta skjólhúsi yfir þá sem eru ofsóttir af yfirvöldum. Ríkiskirkjupresturinn Baldur Kristjánson bendir reyndar á þennan puntk í ágætu bloggi.

Site Footer