kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

KLIPPING Í KOLAPORTINU

Í Gautaborg eru nokkuð margir markaðir. Sá þekktasti er rétt hjá mér og heitir Kvibergsmarknaden. Markaðurinn er í risastóru hesthúsi sem herinn hafði eitt sinn til afnota. Húsnæðið samanstendur af þremur samsíða húsum með þokkalegu plássi í milli. Sölubásar eru út um allt og jafnvel á milli húsanna eins og sjá má.

Kvibergsmarkaðurinn kemur stundum í fréttirnar. Yfirleitt vegna þess að það eru margir sem vilja loka honum. Það stendur til að gera eitthvað senter fyrir hverfið þarna í staðinn fyrir hesthúsin enda markaðurinn á besta stað. Einhvernvegin hefur markaðurinn alltaf lifa af ásókn verktakanna og stjórnmálamannana. Nokkuð sem sætir hálfgerðri furðu. Nú er búið að gefa Kvibergsmarkaðnum líf fram í febrúar.

Ég fer stundum á Kvibergsmakaðinn til að láta klippa mig. Þarna er ódýrasta klippingin í Gautaborg. Klippistofan er ævintýraleg og alltaf nóg að gera. Maður bara fær sér sæti og bíður þar til röðin er komin að manni. það er alltaf sami sem klippir mig og við erum orðnir málkunnugir. Ég fékk leyfi til að taka myndir í miðri „aðgerð“. Mér fannst það einhvernvegin við hæfi enda umhverfið alveg frábærlega fótógenískt. Klippararnir eru geysiflinkir og snöggir að þessu. Þarna var ég vitni af rakstri með einskonar tannþræði. Hann fer þannig fram að klipparinn vefur þræði um fingur sér og fléttar hann þannig að hann myndar einskonar skæri. Svo er þræðinum brugðið á kinnar viskiptavinanna og byrjað. Munurinn á þessari aðferð (geri ég ráð fyrir) og hinni hefðbundu, er að þarna er skeggið rifið upp frá rótum. Þetta virðist vera sársaukafullt.

Klippistofan er í Kvibergsmarkaðinum. 70 kall klippingin fyrir herra.

Þarna er ég og klipparinn. Takið eftir umhverfinu.

Nýklipptur og fínn.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer