„KLASSA NÁUNGI“

Guðmundur Franklín Jónsson er kynlegur kvistur og einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem talar áður en hann hugsar, og notar síðan tímann sem eftir kemur í að réttlæta fallin orð frekar en að  beitaeinhverju sem getur kallast „skynsemi“ eða þvíumlíkt.  Gúndi, eins og hann er kallaður skildi eftir þessa sérkennilegu athugasemd á Fésbókinni sinni.

Ég skil reyndar ekki sneyðina, en hef haft samband við færustu sérfræðinga og handritadeild Háskóla Íslands til að reyna að fá botn í þessa furðulegu sögu um Jóhönnu Sigðurðar, Össur Skarp og Sigmund Erni.

Hvað sem svo segja má um tyrfna textasmíð Gúnda, þá er ljóst að hann kann sig meðal siðaðra og er „klassa náungi“.

Site Footer