KJARNINN Í VANSKÖPUN UMRÆÐUNNAR

Ég hef oft pirrað mig á umræðu-hefðinni hvort sem er meðal bloggara eins og mér, eða „álitsgjafa“ hverskonar eða fólks sem er þeirri stöðu að láta raunverulega gott af sér leiða.  Eins og t.d stjórnmálafólk.

Bubbi Mortens er einn svona „álitsgjafi“ eða þvíumlíkt.  Hann hefur tekið sér íslenskustu stöðu í þjóðmálaumræðunni sem hugsast getur og „heldur með“ Jóhannesi í bónus og vinum hans.  Á hinum endanum er svo HHGiss með hundslega dýrkun sína á Davíð Oddsyni og handbendum hans.

Hin íslenska umræðu-staða er að geta ekki (eða vilja ekki) sjá skóginn fyrir tránum og geta ekki (eða vilja ekki) upplýsa um eitthvað sem gæti
heildarmynd eða álíka.

Þessi afstaða einkennist af hagsmunapoti og þess háttar.  Þetta er mjög auðvirðileg afstaða og til skammar fyrir þann sem heldur henni við og svo ruglar hún almenning í rýminu, því hin heimskari meirihluti þjóðarinnar telur að svona eigi þetta að vera. Telur að svona eigi umræða um landsins gagn og nauðsynjar eigi að vera svona.

Fólk telur að heilbrigð og eðlileg umræða sé að taka afstöðu með eða á móti einhverri valdablokk (sem svo launar manni með bitlinigi)

Þessi heimskulega umræðuhefð má sjá afar skýrt í nýlegu bloggi eftir Bubba Morthens. Þar skammar hann tónlistargagnrýnandann Jónas Sen fyrir dóm um nýjustu plötu Kristjáns Jóhannsonar.  Tilefni skammarinnar er að Jónas leyfir sér þá ósvinnu að gagnrýna diskinn. Bubbi telur nefnilega að það eigi að skoða allan ferli Kristjáns Jóhannsonar þegar rýnt sé í nýjasta disk Kristjáns.

Þarna er komin upp alveg ofboðslega íslensk staða.  Persónan Kristján Jóhannson er að þvælast fyrir disknum sem téður Kristján Jóhannson er nýbúin að gefa út.

Svo slær Bubbi alveg rammíslenskan tón í lokin þar sem hann vegur að persónu tónlistargagnrýnandans Jónasar Sen og segir hann hafa staðið í skugganum af Björk!!!  („segir hver“, gæti einhver sagt og hrækt út um vinstra munnvikið)

Ég hvet ykkur lesendur góðir til að skoða þessar skammir hans Bubba, því í þeim má finna kjarnan í vansköpun íslenskrar umræðuhefðar.

Site Footer