KISS OF DEATH – ÓSANNGJARN RITDÓMUR

Ég var að lesa gagnrýnin Extrablaðsins á tónleikunum með KISS í gær. Ég er eiginlega sammála þessum dómi. í dómnum segir m.a.

„Þegar maður nálgast sextugsaldurinn, er náttúrulega gott fyrir hverja hljómsveit að vera með makeup, en þrátt fyrir stríðsmálninguna, plattformskóna og hárkollur geta gamalmennin í KISS ekki farði á ról, þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að vera rokk og ról”
Ennfremur segir í dómnum að síðast þegar KISS kom til Kaupmannahafnar árið 1997 hafi annað verið uppi á teningnum því þrátt fyrir að þeir tónleikar hefðu farið fram í þrumuveðri, þá voru þeir ógleymanlegir. ”God of Thunder” hljómaði einhvernvegin alveg rétt þetta kvöld fyrir 11 árum. Dómurinn er vægðarlaus:

”Stemningin í salnum var jafn dauð og förðuðu líkin á sviðinu.. Paul Stanley hinn áður fjörugi frontmaður KISS gerði sig að athlægi milli laganna þegar hann kom með speki sem átti frekar heima í leikskóla í Hollywood en í tónleikum í FORUM.”

Þetta get ég tekið heilshugar undir. Paul Stanley hljómaði eins og persona úr Simpsons fjölskyldunni milli laga. ”How do You feel tonight Copenhagen? Are You ready to Rock?“ og gullmolinn: “If you use alcohol, Don’t drive intoxicadet. We love You so much. We want to see you next year” Það fór bjanahrollur um alla 9000 áhorfendurnar.Ég reyndar fílaði KISS í botn þarna, enda cultfyrirbæri í gerjun, en þeir ættu að fara að hugsa sinn gang varðandi framahldið.

 

  • Update
    Þessi dómur um KISS var skrifaður í uppnámi vegna annara mála og endurspeglar ekki skoðanir höfundar í dag. Sumt af þessu er tóm vitleysa og ég sé eftir þessum skelfingarskrifum.

Teitur Atlason

Site Footer