KIRKJA OG SKÓLI

Nú er allt að verða vitlaust út af því að það á að fara að úthýsa trúfélögum út skólum í Reykjavík.  Nú er vælt og allskonar furðulegheit koma upp á yfirborðið.  Mest ber á „meirihlutagoðsögninni“ svokölluðu, en hún gengur út á að flestir séu í kristnu trúfélagi, þannig að presta-heimsóknir eða trúboð séu í góðu lagi.Við þessu er alltaf sama svarið.

Flestir eru það sem kallað er „hefðarkristnir“ og spekúlera ekkert sérstaklega mikið í trúmálum.  Gifta sig og skíra börnin sín vegna ömmunnar.  En stóra málið er það að þótt að 90% væru yfirþyrmandi kristinn, berjandi sig með biblíunni og talandi tungum, væri það samt rangt.Þetta hélt ég að maður eins og Bjarni Karlsson vissi. Hann kemur mér fyrir sjónir sem vænn maður og velviljaður.  Hann hefur t.d tekið upp mál samkynhneigðra og haft sig mjög í frammi á þeim vettvangi.  Þar á bæ er líka verið að kjást við svokallaðan „meirihluta“.

Þó að flestir séu ekki gay, þýðir það ekki að þessi hópur sé eitthvað réttminni.  Sama ætti að gilda um þá sem trúa ekki að guðinn hans Bjarna Karlssonar.

Bjarni og vinir hans segja meir að segja,  gegn betri vitund, að nú eigi að úthýsa jólunum.  Þeir segja líka að þjóðsöngurinn sé orðin ónýtur (sem hann reyndar er, en af öðrum ástæðum en guðfræðilegum)

Svo er auðvitað stóra málið sem æpir á mann í nekt sinni.  Það er rangt að telja börnum og óvitum trú um það að til sé ósýnileg vera á himninum sem fylgist stöðugt með manni.

Það er bara andstyggilegt.

Ég er samt ekkert sérstaklega bjartsýnn á að þessar fínu tillögur Reykjavíkur gangi í gegn. Stjórnmálamenn halda í alvöru að trúaða fólkið sé með eitthvað „púll“ í samfélaginu og geti tryggt því endurkjör í næstu kosningum.  Og þar sem stjórnmálamenn eru huglausastir allra mannvera, er ólíklegt að þetta gangi í gegn.

Site Footer