Kindarlegt baul

Það er heldur kindarlegt að hlusta á baulið í Sjálfstæðismönnum þessa stundina. Það er líka svolítið tragískt og mannlegt. Þórlindur Kjartansson hreykir Sjálfstæðisflokknum fyrir því að hafa leyft bjór á Íslandi fyrir 20 árum síðan. Þetta er gott og gilt. það voru ólög sem bönnuðu bjórsölu á Íslandi.

-Alltaf gott að rifja upp 20 ára gamla sigra.

En hví horfir Þórlindur ekki fram á vegin á þessum örlagatímum Íslandssögunnar? Hví er hann að glápa ofan í gamlan medalíupoka og dást af afnámi bjórbannsins? Er það kannksi vegna þess að Þórlindur vill bara gleyma hruniu? Að það sé of sárt að velta því fyrir sér.

Hversvegna veltir Þórlindur ekki því fyrir sér hvað klikkaði í stefnu flokksins sl. 18 ár sem birtast þjóðinni í efnahagshruni, fjöldaatvinnuleysi, yfirgengilegum skuldum og fólksflótta? Hví talar Þórlyndur ekki um það frekar en að mæra 20 ára gamla lagabreytingu?

Ég bíð spenntur eftir uppgjörinu við Davíðstímann meðal Sjálfstæðismanna. Meðan það uppgjör hefur ekki farið fram skyggir fjarvera þess á allt sem frá flokknum kemur, forrystufólki hans og félagsmönnum.

Segðu okkur nú ágæti Þórlindur í fáum orðum, hvað klikkaði í stað þess að spegla þig í 20 ára gömlum medaíum.

4 comments On Kindarlegt baul

 • Ertu að tala um Þórlind Kjartansson, manninn sem ásamt Erlu Ósk Ásgeirsdóttur stóð fyrir markaðssetningu Icesave í Landsbankanum?

 • Rosalega hlýtur að vera leiðinlegt að vera fiskverkamaður í Svíþjóð. Sést aldrei til sólar þarna í Gautaborgar?

  Hvernig væri að taka einu sinni þátt í uppbyggingu í staðin fyrir endalausri neikvæðni og niðurrifi.

  Hvað kemur markaðssetning Icesve við umræða um bjór. Það er auðvitað alveg fyrir utan að þau sáu alls ekki um markaðssetningu á Icesave enda var það í höndunum á Bretum.

 • TomasHa. Þetta kallast „ad hominem“ rök sem þú notar þarna. Þú beinir s.s athyglinni að persónu minni og starfi, jafnvel verðurfari í Gautaborg í stað þess að svara efnislega.

  Þú biður mig um að taka þátt í uppbyggingu í stað endalausrar neikvæðni og niðurrifi. Fólk á s.s að vera „hresst“ og fá sér Svala með röri eftir Davíðshrunið.

  -Ekki leita sökudólga og allt það.

  Nú ætla ég að gefa þér heilræði TómasHa. Vert þú bara hress og sötraðu Svala í gegnum rör. Vert þú bara í góðu skapi og hugsaðu um hve Sjálfstæðisflokkurinn er frábær og vinur þinn Þórlindur. Reynd þú að hugsa ekki um Davíðshrunið og beina sjónum þínum af einhverju uppbyggilegu.

  -En ekki segja fólki hvernig því á að líða eftir og í kjölfar Davíðshrunsins.

 • Hugmyndafræðilegt endurmat Sjálfstæðisflokksins er langt undan. Nú stendur yfir tími sakbendinga bakvið luktar dyr, hjaðningavíga og innri baráttu. Nú munu þau „feika“ sig í gegnum kosningabaráttu með peningum, slagorðum og hönnun. Byggja á hefðum, venjum og ótta Íslendinga, – kjósenda sinna. Nú munu þau rifja upp gamla sigra, gamlar sögur, gamla áfanga og flesta frá því áður en 18 ára tímabilið hófst, áður en Jón Baldvin reri með Davíð út í Viðey og færði honum völdin.

Comments are closed.

Site Footer