Í sænsku sjónvarpsfréttunum fyrir nokkrum dögum var fréttaskýring af fjármálakreppunni sem hrjáir flest vestræn lönd. Svíjar tala mikið um „finans-krisen“ og vita, ekki frekar en Íslendingar, hvernig kreppan mun haga sér. Í lok fréttarinnar var fréttamaðurinn með hugleiðingu um hvort einhverjir bankar færu á hausinn. Fréttamaðurinn nefndi enginn nöfn en undir fréttinni var ítarleg innskot af Kaupþings bankanum í Stokkhólmi og Gautaborg. Enginn annar banki var notaður sem myndefni fyrir fréttina. Hughrifin sem þessi frétt vakti voru þau að Kaupþing stæði afar tæpt..
Meðfylgjandi er ljósmynd af skrifstofu Kaupings í Gautaborg, en bankinn er með skrifstofur á langbesta stað í borginni.. -Algerlega í miðjunni.
Þetta er mynd af Brunnsparkenstöðinni í miðborg Gautaborgar. þar er Kaupþing með skrifstofu sem var notuð sem myndefni fyrir frétt um möguleg gjaldþrot banka í Svíþjóð.
1 comments On KAUPÞING AÐ FARA Á HAUSINN?
Sæll félagi. Takk fyrir bókina, hún vakti mikla lukku í vinnunni.
rokk og ról
b
Comments are closed.