Katrín Jakobsdóttir og dýraníðingshátturinn

það er eitt svolítið sérkenniegt við svar Katrínar Jakobsdóttur við spuringum Illuga Jökulsonar frá því í desember á síðasta ári. Það er fullyrðing Katrínar um dýraníðingshátt sem ástundaður er í ESB. Katrín nefnir belgíska kálfa og franskar gæsir náli sínu til stuðnings.

Gott og vel. það er öruggleg rétt að sumar fóðrunar og slátrunaraðferðir í ESB eru ógeðslegar. En þær eru samt ekki bannaðar! Það sem Katrín virðist halda að þessar ógeðslegu slátrunar -og fóðrunaraðferðir séu eðlilegt norm og viðmið í slátrun og fóðrun! Án þess að ég viti neitt um það þá grunar mig að þessar ógeðslegu aðferðir séu menningarleg sérkenni ákveðinna hópa en ekkert endilega sérkennandi fyrir Belga, Frakka eða alla sem búa í Evrópusambandinu.

Þetta er einmitt prýðilegt dæmi um umburðarlyndi ESB frekar en dýraníðingshátt.

En það er nú oft þannig að sumir skilja ekki fleiri en eina „vídd“ í einu.

Dæmi:

Í einu ríki í ESB er korni troðið ofan í gæsir til þess að stækka lifrina í henni. Gæsalifrin er síðan seld dýrum dómum.

Ályktun Katrinar Jakobsdóttur: Í ESB er ástundaður níðingsháttur gagnvart dýrum og siðlaust að eiga samneyti við þetta hyski.

það sem Katrín fattar ekki er að samhliða þessari ógeðslegu fóðrunartækni, er reglugerða-bákn sem sérstaklega kveður á um mannúðlega meðferð á dýrum og fóðrum þeirra. Ég fullyrði að ástand dýra-mála í heiminum er best í ríkum ESB af öllum ríkjum heimsins. -Mikið betra en á gamla góða Íslandi.

Hvað er það eiginlega við okkur Íslendinga að setja okkur á háan hest hvað aðrar þjóðir varðar, dæma þá sem níðinga og þorpara, og vilja ekki samneiti við þá af þeim sökum?

Ef þetta er rétt hjá Katrínu, þá ættum við helst ekki að hafa samneyti við neinar þjóðir því að ef að meint dýraníð er ástæða til að dissa heila heimsálfu er skít-einfalt að finna betri ástæður fyrir að dissa restina af heiminum.

7 comments On Katrín Jakobsdóttir og dýraníðingshátturinn

 • Gleymum ekki okkar eigin: „We have to kill something“

  mbk
  Sigurður Ásbjörnsson

 • Það er ótrúlega ódýrt að halda hlutunum fram án þess að þurfa staðfesta viðkomandi fullyrðingu með gögnum og staðreyndum. Þessi fullyrðing Katrínar fellur í þann flokkin án nokkurs vafa.

  ESB er með sértækar reglur um meðhöndlun dýra og hvernig það eigi að slátra þeim. Það er hægt að lesa allt um það á vefsíðu ESB hérna.

  http://ec.europa.eu/food/animal/welfare/index_en.htm

  Fullyrðing Katrínar í VG um ESB og meðferðina á dýrum ekkert annað en lygi og rangfærslur.

  Íslendingar hafa ekki tekið upp þessi lög, enda falla þau fyrir utan EES samninginn, þar sem þetta er hluti af landbúnaðarstefnu ESB.

 • Göngum í ESB og tökum um gommu af æðislega flottum og húmanískum og dýravænum reglum sem skilgreina hverja stund lífs okkar! Við þurfum stífan ramma til að lifa af!

 • Nú, veit ég að þú hefur bæði háskólagráðu og hefur tekið heimspekikúrsa en þú virðist hvorki hafa tekið rökfræði né virðist þú kunna þá list sem kallað er í heimspeki að vera velviljaður lesandi.
  Þú snýrð út og býr til litlar ómerkilegar röksemdafærslur úr mun flóknari röksemdafærslu Katrrínar þar sem hún kemur meðal annars fram með dæmi, vísbendingar sem styðja mál hennar en eru ekki beinar forsendur sem eiga að leiða til ályktunar.
  Ég er ágætlega spenntur fyrir ESB, með fyrivörum þó, en svona málflutningur eins og kemur fram hjá þér er með því hallærislegasta sem fullorðinn maður getur látið frá sér fara.
  Reyndu að takast á við aðalmálin í málflutningi hennar – nema auðvitað þú kunnir ekki að greina kjarna frá hismi.
  G.S.
  P.S. Ég treysti henni betur en flestum öðrum um að okkur í sambandið enda veit hún meira um það en flestir aðrir íslenskir stjórnmálamenn.

 • Ég held að hinn almenni íslendingur sé mjög fáfróður um málefni ESB.

  Greina má á svörum almennings í sjónvarpi að góður og gamaldags hræðsluáróður hefur mótað skoðanir þess.

  ESB er engin paradís, hins vegar hefur mín vegferð leitt til þess að ég tel kostina mun fleiri en gallana.

  Hins vegar mun ég endanlega taka afstöðu eftir aðildaviðræður.

  Það er kannski út af fólki eins og Katrínu að Samfylkingin óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu.

 • Já, las þetta á sínum tíma en var alveg búin að gleyma þessu. Mér finst Katrín stundum hafa talað með nokkrum velvilja gagnvart esb viðræðum (allaveg meiri vvilja en td. SJS og Atli svo dæmi sé tekið)

  En með atriðin sem hún færir fram þá, td. með dýrin, þá vantarheimildir viðvíkjandi hvað nákvæmlega hún er að fara. Jú jú vissulega er slæm og einkennileg meðferð á dýrum víða í heiminum en ég efa að esb hafi það sérstaklega á stefnuskrá sinni að fara illa með dýr. Frekar hið gagnstæða.

  Skil ekki VG stundum. Umhverfisvernd er mikilvæg í esb. tefna esb er samhljóma VG í mörgum tilfellum. Enda hugmyndafræði VG erlend að uppruna, komin hingað fyrst og fremst frá evrópu.

 • Ágæti Nafnlaus frá því klukkan 11:16

  Ég vísa bara í orð Katrínar sjálfrar. Hérna getur þú lesið um þau. http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/12/9/annad-svar-fra-katrinu-jakobsdottur/

  Ég hef reyndar tekið rökfræði en veit ekkert hvað „velviljaður lesandi“ er.

  Annars væri gaman að rök-greina þessi svör Katrínar. Svona til að salta í sárin. 🙂

Comments are closed.

Site Footer