Katrín Jakobsdóttir og brottkast sjávarafla.

Katrín Jakobsdóttir hélt því fram á blogginu hans Illuga Jökulssonar að brottkast (undirmálsfisks) væri stefna eða skylda í sjavarútvegsstefnu ESB. Orðrétt segir Katrín:

Sjálfbæra þróun nefndi ég í tengslum við umhverfismál, landbúnaðarstefnu og sjávarútvegsstefnu. Sjávarútvegsstefna ESB þar sem brottkast er skylda hefur því miður ekki gefist vel og umhverfissjónarmið hafa ekki ráðið þar nægilega för.

Nú væri gaman að sjá rökstuðing Katrínar við þessum rosa-fullyrðingum. Nú bý ég í landi sem er í ESB og hér er önnur hver frétt um umhverfismál. Nýjasta er að þorskstofninn í Eystrasalti er víst á góðri uppleið og allt lítur betur út en fyrr var talið. Það er eins og náttúran sjálf sé að lækna sjálfa sig.

Fullyrðing Katrínar er á sannarlega erindi í sænska fjölmiðla. Það væri gaman að sjá hvaða ályktun þeir draga af þessum mótrökum gegn ESB.

TÝPAN

Ellert B. Schram

Táknræn ljósmynd

15 comments On Katrín Jakobsdóttir og brottkast sjávarafla.

 • Þetta getur ekki verið rétt hjá Katrínu.

  Brottkast afla er reyndar nánast viðskiptaleg skylda á Íslandi, þar sem aflaverðmætið á smærri fiskinum er langt undir leiguverðinu á kvótanum.

 • Umræða um íslenska stjórnmálaflokka er umræða um dauðann.

  Sá sem er í flokki fer niður með flokki.

  Sá sem horfir víðar gæti lifað af.

  – Einar alheimsins.

 • Þetta er reyndar nánast rétt hjá Katrínu, brottkast hefur verið reglan fremur en hitt. Nýlega skrifuðu Norðmenn hins vegar undir samning við Evrópusambandið um að brottkast yrði bannað og það horfir því vonandi til betri vegar. Það ætti því að vera lítið mál fyrir Íslendinga að setja það í aðildarsamninginn enda munu aðrir ekki veiða í okkar lögsögu (ef samningamenn Ísland telja að þannig sé hagsmunum Íslands best borgið).
  Hins vegar eins og Theódór kemur inn á þá ættu íslenskir ráðamenn mögulega að líta sér nær áður en hið ,,hræðilega ESB“ er gagnrýnt.

 • Hvar er hægt að sjá að brottkast sé viðtekin venja eða regla meðal ríkja í ESB?

  Hvaða heimildir hefur Katrín sem enginn annar hefur?

 • Teitur, hefur þú eitthvað leitað? Hefurðu t.d. prófað að googla „fiskveiðistefna esb“?

  LÍU (já, ég veit) vísa t.d. á endurskoðunarskýrslu ESB um fiskveiðistefnuna þar sem m.a. er fjallað um brottkast.

  Við hljótum samt að vera sammála um að fiskveiðistefna ESB skiptir íslendinga gríðarlegu máli varðandi aðildarviðræður, ekki satt?

 • Þú ert ekkert sérstaklega skarpur ef þú telur Katrínu Jakobsdóttir hafa verið að meina að það væri skrifað ákvæði einhversstaðar í fiskveiðistefnu ESB sem skyldaði sjómenn til að kasta dauðum fiski í sjóinn. Brottkastið er ólöglegt.

  Það eru hinsvegar mjög sterkir hvatar í kerfinu til brottkasts. Jafnvel júrókratarnir í Brussel fallast á það.

  Ef þú vilt byrja að skilja eitthvað í því sem þú tjáir þig hér um af algerri vanþekkingu þá getur þú kynnt þér grænbók framkvæmdastjórnarinnar um umbætur á sameiginlegu fiskveiðistefnunni hérna: http://ec.europa.eu/fisheries/reform/index_en.htm#

  Kannski er gott að byrja á pistli úr Economist um fyrrnefnda grænbók: http://www.economist.com/world/europe/displaystory.cfm?story_id=13526726

 • Teitur, þú tekur þorskstofninn í eystrasalti sem dæmi um fiskveiðistjórnun ESB. Eigum við ekki að láta það fylgja að sá stofn hrundi algjörlega áður en Norðurlöndin gengu í ESB og að því er ég best veit hefur verið algjört veiðibann úr þeim stofni síðan. Þetta getur verið vitleysa hjá mér, en kannski gætir þú grafið upp hve mikið hefur verið veitt úr stofninum síðan Norðurlöndin (utan Noregs) gengu í ESB?

  jens

  p.s. í sambandi við athugasemd mína við aðra færslu hjá þér fyr í dag:
  http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/04/28/ny_esb_riki_segja_litid_a_sig_hlustad/

 • Fyrirgefðu þetta heimildarleysi, ég læt tvær nægja sem hvorki koma frá Heimssýn né LÍÚ!

  Það skal fyrst tekið fram að ég er mikill Evrópusinni en þá að heimildum:

  Fyrst skal nefna skýrslu Evrópunefndar frá árinu 2007 sjá bls 101 um brottkast.

  http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/SkyrslaEvropunefndar-.pdf

  Hér er fínasta glærushow frá Aðalsteini Leifssyni lektor við HR almennt um sjávarútvegsstefnuna. Sjá um brottkast á bls 17.

  http://www.bsrb.is/files/adalsteinn_2118522775.pdf

 • Jens! Ég átti ekki við að það væri ESB að þakka að þorskstofninn væri að taka við sér. Ég átti við að það er fylgst náið með öllum fiskistofnum í Eystrasalti og Svíar líta á þetta sem mikið tilfinningamál.

  Ég fullyrði að ef upp kæmist um brottkast í Eystrasalti færi viðkomandi áhöfn í fangelsi.

  Þetta átti ég við og var ekki nógu skýr. -afsakið.

  -o-o-o-o-o-
  Nafnlaus frá 17;05 segir að ég sé ekki skarpur að álykta að brottkast sé tekið fram á skýsrsluformi af reglugerðarsnötum ESB. Katrín sjálf, þungaviktarmanneskja í íslenskum stjórnmálum og fyrrverandi ráðherra segir að í ESB sé brottkast skylda.

  -HÚN SEGIR ÞAÐ! Skammastu í Katrínu, ekki mér.

 • Og ég stend við það að þú sért kjáni ef þú heldur að meining Katrínar hafi verið bókstafleg en ekki til að leggja áherslu á orð sín.

 • Fast er nú að orði komist ef að þungavigtarmanneskja í íslenskum stjórnmálum segir að brottkast sjávarafla sé skylda í ESB. Hún er trauðla að „leggja áherslu á orð sín“.

 • Ég held þú sért með Katrínu á heilanum. 3 síðustu færslur þínar eru um hana.
  Gerði hún þér eitthvað? Eruð þið gamalt par eða hvað?

  Steini

 • Nei nei. ég er ekkert með Katrínu á heilanum. Ég er bara gáttaður yfir ástæðunum sem hún gefur upp gegn ESB.

  Brottkast sjávarafla, dýraníð, hægur gangur á kvennréttindamálum (í flestum ríkum)

  Þetta er svo leim ásætæður að það er furðulegt að hún og aðrir VG-arar skuli bíta þetta svona í sig.

  Hin raunverulega ástæða gegn ESB er einhver önnur. Það gefur auga leið.

 • Afsakaðu Teitur ef ég hef misskilið upphaflega innleggið varðandi Eystrasaltsþorskinn.

  Minn skilningur á svari Katrínar er sá að það sé „Lýðræðishallinn“ sem sé mikilvægustu mótrökin við ESB aðild. Hugsanlega er það bara af því að það er mín skoðun.

  Mér þætti mjög gaman að heyra hver þín reynsla sé af þessu máli Teitur, þar sem þú býrð nú í ESB landi.

  Ég skora á þig að blogga um þetta mál. Finnst Svíum að þeirra „rödd heyrist“ innan ESB? Breytti það einhverju þegar Svíar fóru með forsæti í ESB? Lenda sænsku atkvæðin á Evrópuþinginu oftar í „meirihlutanum“ eða „minnihlutanum“. Afhverju eru svíar ekki með Evru?

  Ég hefði mjög gaman af því að lesa blogg á þessum línum frá þér, og satt best að segja held ég að það væri þarfara innlegg í evrópuumræðuna heldur en hártoganir um skoðanir Katrínar.

  jens

 • Þetta er rétt hjá þér Jens.

Comments are closed.

Site Footer