KASTLJÓSIÐ Á MERKINGU MATVÆLA

 

Í gærkveldi var kastljósinu beint að matvælamerkingum.  Ég var meir að segja í viðtali og talaði fyrir hönd Neytendasamtakanna.  Ég þekki umfjöllunarefnið ágætlega enda er ég áhugamaður um hollan mat og kann að lesa á næringargildistöflur.  Þann 15.desember á síðasta ári tóku í gildi nýjar reglur um matvælamerkingar.

Þetta er ægilegur bálkur en segja má að hann einfaldi stöðuna örlítið því hann tekur við af 3 eða 4 reglugerðum sem áður giltu. Núna eru reglurnar skýrar og því ber að fagna.

Neytendasamtökin gerðu „stikkprufu“ á nokkur hundruð vöruflokkum í byrjun ársins til að átta sig á stöðunni. Síðan er meiningin að fylgjast reglulega með og sjá hvort matvælaframleiðslufyrirtækin taki sig á ef þeim hefur verið bent á ruglingslega framsetningu á innihaldslýsingu varanna sinna.

 

Þó að þessi bálkur sé stór og mikill er inntak hans frekar einfalt.  Næringargildistöflur og innihaldslýsing á að vera auðskilin og framsett með skýrum hætti.

næringargildistafla
Svona eiga næringargildistöflur að líta út.

Það er leiðinlegt að segja það en stærsta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins stendur sig einna verst þegar kemur að merkingum matvæla.  Hingað til hefur MS merkt vörurnar sínar með frekar óljósum hætti og notast við allskonar hugtök yfir sykur sem dæmi sé tekið.  Þetta hefur kallað á að vilji neytendur átta sig á því hversu miklum sykri hefur verið bætt út í vöruna, hafa þeir þurft að draga frá mjólkursykurinn frá kolvetnainnihaldinu.

Nýju reglurnar ættu þó að gefa MS tækifæri á nýju upphafi og byrja með „hreint borð“ ef svo má komast að orði.

Til gamans má geta að við hliðina á þessu Páska-engjaþykkni, stóð vara sem heitir Páska jógúrt.  Sú vara er merkt eftir gamla laginu og þar er öllu sykurgumsinu skellt undir kolvetni.  Nokkuð sem er mjög ruglandi.Ég sá þess reyndar merki á dögunum í vöru frá þeim sem heitir Páska – Engjaþykkni.  Þar var innihaldslýsingarnar samkvæmt nýju reglunum. Þarna er sem sagt notast við orðið „sykurtegundir“ en ekki „ein og -tvísykrur“ eða „súkrósi“.  Þetta er sannarlega til bóta.

Páska engja-þykkni er merkt eftir nýju reglunum.
Páska engja-þykkni er merkt eftir nýju
reglunum.

Sé rýnt í þessar tölur má sjá að kolvetni  er 18.4 gr í hverjum 100 gr. Af þessum kolvetnum eru 15.4 gr sykurtegundur (sykur) og af því leiðir að mjólkursykurinn er 3.4 gr.  (sem er hinn náttúrulegi sykur allra mjólkurvara)

Sem sagt.  15.4 grömm af hverjum 100 grömmum er viðbættur sykur.  Dollan sjálf er 150 grömm og þar af leiðir að viðbættur sykur er 23,1 grömm.

Það eru tæplega 6 sykurmolar.

Þetta samsvarar því að manneskja fái sér 6 sykurmola út í lítinn kaffibolla en kaffibolli er almennt talin vera 150 ml sem rúmar mjög svipað magn og 150 mg af Páska-engjaþynni.

Ég man eftir einum úr byggingavinnunni sem fékk sér um það 5 til 6 mola út í hvern bolla. Hann var kallaður uppnefnum vegna þessa enda batt sá bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirinr.  Það er undarlegt til þess að hugsa að MS noti sama sykurmagn og skrýtni kallinn sem vann hjá Gunnari og Gylfa á áttundaáratugnum.

Páskajógúrt er vinsæl vara sem beint er til yngstu neytendanna. Næringargildistafla ef eftir gömlu reglunum.

Annars er víst að uppi verða geð guma.Vonandi fer MS að taka sig á í þessum efnum. Nú er lag og krafa neytenda er alveg skýr.  Allar upplýsingar eiga að vera samkvæmt reglum.

Site Footer