KALLAX EÐA EXPEDIT ?

Margir kannast við Expedit hillurnar sem fást í Ikea.  Ástæðan er ekki síst sú að Expedit hillurnar eru einfaldar, frekar flottar og afar praktískar.  Þær má nota í barnaherbergið eins og stofuna og endalausir möguleikar varðandi útfærslur.  Heill bransi þrífst utan í þessum hillum því vinsælt er að breyta þeim eftir því sem hver og einn vill.  Expedit hillurnar eru ótrúlega vinsælar, á góðu verði og miljónir ánægðra viðskiptavina geta varla haft rangt fyrir sér.

Það vakti því mikla eftirtekt og jafnvel ólgu þegar IKEA tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á þessari ástsælu hillum og framleiða í staðinn á þekkar hillur sem heita Kallax.  Mótmælaalda skók samskiptamiðlana og eins og venjulega þá var sett á laggirnar Facebooksíða sem gékk út á að hvetja IKEA til að hætta við að hætta við framleiðslu á Expedit hillunum.

Er Kallax verðugur arftaki hinnar vinsælu Expedit línu?
Er Kallax verðugur arftaki hinnar vinsælu Expedit línu?

Og nú fóru leikar að æsast og kolin að hitna og skipti engu þótt Kallax hillurnar væru afar líkar hinum elskuðu Expedit hillum.  Sama gilti um umhverfisvinkilinn sem IKEA hélt í frammi sem gékk út á að þar sem IKEA væri stærsti kaupandi af við í heiminum og 1% minnkun á þeim kaupum hefði jákvæð áhrif á sjálfbærni og mengun.

Expedit hillurnar eru eins og sérhannaðar fyrir vínylplötur
Expedit hillurnar eru eins og sérhannaðar fyrir vínylplötur

Hjómplötusafnarar fóru fremstir í flokki þeirra sem mótmæltu að Expedit-hillurnar færu af markaðinum.  Expedit-hillurnar eru nánast fullkomnar fyrir hljómplötusöfn og eru elskaðar slíkum söfnurum.  Þeir efuðust um að Kallax hillurnar væru jafn góðar og Expedit-hillurnar og hófu að birta ljósmyndir af hrundum Kallax hillum.

Hrunin Kallax hilla sem Expedit aðdáandi setti á netið til að sýna fram á lélega burðargetu Kallax hillanna. Ikea þrætir fyrir staðhæfingar um verri burðargetu Kallax
Hrunin Kallax hilla sem Expedit aðdáandi setti á netið til að sýna fram á lélega burðargetu Kallax hillanna. Ikea þrætir fyrir staðhæfingar um verri burðargetu Kallax

heilbrigð skynsemi ætti að styðja þessa kenningu hljómplötusafnaranna því Expedit hillurnar eru þykkari en arftakinn.  IKEA fullyrðir aftur á móti að Kallax hillurnar hafi sama burðarþol og Expedit.  IKEA til hróss má nefna að þeim hefur tekist með ágætum að framleiða gæðavöru á góðu verði.  Eimreiðin fjallaði um pönnuprófið mikla fyrir nokkrum misserum.

Kallax hillurnar eru á góðu verði í IKEA líflegur eftirmarkaður með Kallax og Expedit á bland.is.  Á blandinu er hægt að gera virkilega góð kaup í þessum hillum og lítið mál að kaupa hinar elskuðu Expedit hillur.

Site Footer