„Kall Matt“ vill réttlæti.

Fyndin en ákaflega íslenska athugasemd eftir Karl Matthíasson fyrrverandi alþingismann Samfylkingarinnar (og síðar vonarstjörnu Frjálslyndra eftir að sá fékk hraklega útreið úr prófkjöri Samfylkingarinnar) er að finna á bloggi „Kalla Matt“ eins og hann vill láta kalla sig upp á kumpánlegan máta.  Athugasemdin fjallar um að ranglæti sé aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.  

Mér þykir þetta pínlegt hjá „Kalla Matt“.  Ég komst nefilega að því fyrir tilviljun að samhliða starfi sínu sem (fyrrverandi) alþingismaður og brennivínsprestur er Kalli Matt formaður umferðarráðs.  Ljóst er að Kalli matt hefur gleymt réttlætinu um stund og þegið pólitískan bitling frá krötum í Umferðarráði.  Nú þarf varla að taka það fram að hundruðir manna, ef ekki þúsundir eru betur til þess fallin að stjórna umferðarráði en Kalli Matt.  Flott og vel menntað fólk sem er myndi gegna þessu starfi af alúð og hugsjón en ekki af annarlegum hvötum eins og títt er með bitlingafólkið.  Það vinnur jú alltaf fyrst og fremst fyrir reddaranan sína og svo fyrir stofnunina sem bitliginn gefur.  
Ég hvet Kalla Matt að sinna öðru hvoru starfinu og gefa atvinnulausu fólki færi á því að fylla í skraðið.  
-Það er nefnilega réttlæti fólgið í því.

5 comments On „Kall Matt“ vill réttlæti.

 • Þetta minnir mig á þann tíma þegar Umferðarráð var til húsa fyrir ofan Lindargöturíkið. Það var stutt fyrir Halla Blöndal að ná sér í hressingu áður en hann fór að sinna umferðarmálunum.:D

  Hrappur.

 • He he.

  Þetta er fyndið ern það er grátlegt að formennska í Umferðarráði sé PÓLITÍSKT.

  Sveiattan!

 • Já, Teitur lemja prestinn og þá messt í klofið.

 • Ja Halli var fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Umferðaráði…
  Gattna og umferðarmál eru landsbygðarpólitík að mestu, sést vel á króknum sem þjóðvegur 1 tekur milli Klausturs og Víkur…+30 km auka bara svo hann fari beint í Álftavík.(kostað mig persónulega 60 km að meðaltali 20 sinnum á ári síðustu 15 ár eða 18000km!) Þetta var pólitísk ákvörðun hérna um árið, einsog að Blöndós vill ómögulega missa þjóðveginn frá sjoppunni sinni, með færslu Þjóðvegarins.

  Hrappur

 • Hann var kosinn formaður eftir að samstjórn Sjálfgræðgisflokksins og Samspillingarinnar komast til valda 2007. Þeir hafa sjálfsagt ekki komist til þess að kjósa Oddnýju Sturludóttur eða Steinunni Valdísi sem nýja formenn.Svo eru þetta kannski ópólitísk mál…

Comments are closed.

Site Footer