ÍTREKUN SÁTTABOÐS, FRÁBÆR REYKJAVÍK OG VÍDEÓ AF HERLEGHEITUNUM

Ég er ekki búin að fjalla um hvað Reykjvík sé frábær. Ekki frekar en ég er búin að fjalla um hvað mál Gunnlaugs M. Sigmundssonar á hendur mér er súrt. Ég ítreka hér með sáttatilboð mitt um að Gunnlaugur hætti þessari vitleysu. Þetta er dýrt fyrir mig og fáránlegt að misnota dómskerfið með þessum hætti. Ég á heldur ekki þessar 4 og hálfu miljón sem að Gunnlaugur vill fá frá mér. Ég skal samt greiða sem nemur einum mánaðarlaunum í pott ef að Gunnlaugur gerir hið sama og svo finnum við okkur eitthvað málefni sem við styrkjum. Þannig getum við breytt þessari súru stöðu í eitthvað uppbyggilegt.

-Talandi um uppbyggilegt.

Á laugardaginn var ég í þeirri furðu stöðu að strákarnir mínir voru upp í sumarbústað hjá ömmu sinni og afa og Auður mín var hjá vinkonum sínum að gista. Ég var því einn á rölti í góða veðrinu. Ég byrjaði að fá mér besta borgara Reykjavíkur á veitingastaðnum Gata sem er neðst á Laugaveginum (þar sem Kaupfélagið var einu sinni) Bernesósuborgarinn er einfaldlega besti borgari sem ég hef innbyrt. Það er búið að loka Laugaveginum á töluvert stórum kafla og ég spyr mig í forundran hversvegna þetta var ekki gert fyrr.

-Þetta er svo beisikk að undrum sætir.

Eftir að hafa innbyrt borgarann góða, þvældist ég aðeins ofar á og endaði í einhverju torgi sem er að finna bakvið Laugaveginn. Þetta torg er byggt upp þar sem áður stóðu rústir brostinna drauma geðveikinnar sem eyðilagði efnahagslífið okkar. Þarna átti örugglega að rísa eitthvað ógeðfelt glerhýsi Nú er búið að tyrfa yfir grunninn og leggja fagar gangstéttahellur og búa til torg sem á engann sinn líka í Reykjavík.

Ég hef einu sinni séð áþekkt torg í Berlín. Alveg sjálfsprottið eins og það sem er í Reykjavík og einstakt fyrir margra hluta sakir. Þetta torg var innan um hálfhrundar kommúnistablokkir og stóð nærri einskismannslandi. Þarna var hægt að kaupa kommúnistaglíngur og kebab og hlusta á raggí-tónlist.

Ég sting þeirri hugmynd til Besta flokksins að þetta „nýja“ torg, verði í svipuðum stíl og Tacheles-svæðið í Berlín. Vissulega myndi þetta senda kaldann hroll niður hrygginn á fína fólkinu sem býr ekki í 101 en hefur rosalegar skoðanir á hvað má og ekki má, en ég er hand viss um að svona svæði gæti orðið til þess að bæta mannlíf Reykjavíkur.

Hérna eru myndir af þessu frábæra svæði í Berlín. Grein frá wikipediu hér.

Á kvöldin var eina leiðinn inn á svæðið í gegnum lausa spýtu á grindverki í kringum svæðið. -Viðurstyggilega kúl.

Áður skrifstofur SS og nú gróðararstía öndergránd-menningar. Góð skipti fyrir Berlín.

Á torginu í Reykjavík var verið að fagna Afríska deginum. Ég var með þeim fyrstu á svæðið og fylgdist með þegar fólk streymdi að til að hlusta á DJ og breik-dansara sýna listir sinar. Þetta var alveg makalaust.

-Trúið mér.

Reykjavík er svo miklu betri en hún var fyrir 3 árum. Borgin iðar af lífi og nýjar búðir á hverju götuhorni. Nú er auðvitað ekkert gaman að því að búðir fari á hausinn eins og gerðist eftir Davíðshrunið, en þessum nýju ber að fagna og ég óska þeim velfarnaðar. Borgin er full af frábæru fólki, flottu fólki og allskonar fólki. Full af flottum búðum, kaffihúsum sem láta gautbyrgsku líta út eins og daunilla kaffiteríu á rútubílastöð einhverntíman á fimmta áratugnum. Reykjavík er full af sniðugum pælingum, flottum fötum, kraftmiklum kapítalistum með hjartað á réttum stað!

-Bra-vó!

Ég tók myndir af herlegheitunum.

Hérna er veitingastaðurinn Gata. Þar er hægt að fá besta borgarann í Reykjavík

Horft upp Laugaveginn. Þetta er göngugata. Ekki bílagata. það er furðulegt að ímynda sér að bílar hafi keyrt þarna einhverntíman.

Séð niður Laugavegin frá sama bletti. Borgin iðar af lífi.

Nokkru seinna var stemningin svona.

Afríski dagurinn.

Dagskráin. Mér er sagt að Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri eigi hugmyndina af þessu torgi og afríska deginum. Hann á heiður skilinn og allir sem komu að þessu dæmi.

Svona var stemningin alveg í blá-byrjun.

Þessi var alveg með þetta.

Og líka þessi

DJ inn var „in the zone“. Alveg frábær.

Þetta svæði er svo frábærlega flott og nýtingarmöguleikarnir svo skemmtilegir.

Þetta hús beinlínis öskrar á einhverja flotta yfirhalningu. Ég sé fyrir mér ofursvalan bar eða fatabúð fyrir öndergrándið í Reykjavík. Flott að hafa bar í hálfhrundu húsi. Alveg drullu flott.

Graffítí getur verið til prýði eins og þessi gafl sannar. Ég hef megnustu andstyggð á „taggi“ og vil sjá „taggarana“ í fangelsi.

Ég tók vídeó af afríska deginum á Canon vélina mína sem er undragripur.

http://www.youtube.com/watch?v=mEsRmiNpGjo&feature=player_embedded

Svona var horn Austurstrætis og Pósthússtrætis á laugardaginn.

 

Site Footer