Íslenska er falleg

Ég fann á millum fanna
í felling á blásvelli
lófalága við þúfu
lítinn grátittling sýta.

Þegar ég rak augun í þessar línur í gær þá var eins og ég hafði fengið rafstraum í gegnum mig. Þetta hefur einu sinni gerst áður en það var fyrir mörgum árum. Það voru líka línur eftir Jónas sem hrifu mig svona. Þessar hérna.

Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.

Það var bros þessara blómvara sem stungu mig í gegn og stálu stað og stund.

Jónas á engann sinn líka. Ég fæ stundum á tilfinninguna að við sem kunnu íslensku erum einhvernvegin útvalinn . Íslenskan getur verið svo ótrúlega göldrótt og dásamlega falleg að það hljóta að vera einskonar forréttindi að kunna hana, lesa hana og njóta hennar.

Ég mæli með þessari síðu. Fyrirtak alveghreint.

16 comments On Íslenska er falleg

 • "Ég fæ stundum á tilfinninguna að við sem kunnu íslensku erum einhvernvegin útvöld"

  Hmmm… væri ekki betra að nota viðtengingarhátt í þessari setningu? Ég myndi líka frekar kjósa að vera útvalinn en útvaldur.

 • HA HA HA

 • Fallegur pistill Teitur.
  Við eigum svo mikið af gullfallegum ljóðum að oft hefur maður fengið rafstraum eða tár í augun. Það eru svo sannarlega forréttindi að geta lesið íslensku og mega njóta bókmennta okkar. En þar eru ljóðin í sér flokki. Þú ert líklega meiri fagurkeri en ég á ljóð og með betri og fágaðir smekk. En meira en vísan hans Jónasar sem þú vitnar í, er mér þessi vísa eftir Sigurð Breiðfjörð afar kær.

  Liljan mín með laufin smá,
  litafögur en ekki há,
  vært þér vindar rugga.
  Þér mun vera í þeli kalt,
  því þarna stóðstu sumarið allt
  sólarlaus í skugga.

  Enginn hroki menntamannsins, heldur hin látlausa og hreinskilna fegurð alþýðumannsins.
  Haukur Kristinsson

 • Takk fyrir ábendinguna. Mér fannst þetta vera voða snúin setning. "útvalinn" er betra en "útvöld".

  Svo er þetta ekkert til að hlægja að. Ég er ekkert sérstaklega flínkur í íslensku eða stafsetningu. Skömmin er fólgin í því að viðurkenna ekki mistökin sín. Ég játa það fúslega að ég er ekkert óskaplega sleipur í íslensku.

  Til Hauks:
  Ég er örugglega ekkert meiri fagurkeri en hver annar. Upplifun á list, bókmenntum og ljóðum er alltaf persónuleg og verður aldrei vegin og metin í samhengi við náungann. Svo er Breiðfjörð alveg frábær. Annars er Örn Arnarsson í milku uppáhaldi hjá mér. Óskaplega falleg kvæði hjá honum.

 • Takk fyrir að blogga um eitthvað sem gleður mann. Maður er kominn með nóg af bloggi um "allt hitt" og þessi vísa lyfti andanum.

 • Síðasta erindið í Ferðalokum (sem þú ert reyndar með erindi úr líka) Jónasar er alltaf mitt uppáhald:

  Háa skilur hnetti
  himingeimur,
  blað skilur bakka og egg.
  En anda, sem unnast,
  fær aldregi
  eilífð að skilið.

  Siggi Óla

 • Teitur sannarlega góð ábending.
  Virkilega þörf einmitt í DAG ÞEGAR
  SIMM AFBAKAR MJÖG GOTT ORÐ AÐ
  H R I N G J Í "R I N G J A "
  Hreinlega ber að BANNA SVONA KLÚÐUR HJÁ SÍMANUM Skömmin fylgi
  ÞEIM.
  Ég gerði það oft sem farstjóri að fara með kvæðiJónasar FERÐALOK Þáð snart alla.Einkum vakti ég athygli
  á þessum tveimur vísum, sem hér eru
  Ég myndi orða setninguna þannig:
  -"að við sem kunnum íslenkuna SÉUM
  einhvern veginn útvöld"
  og svo "Ég myndi EINNIG F R E M U R
  kjósa …"
  Það er þakkarvert að fjalla svona hugrænt og vel um tungu okkar.
  HÚN ER UNDIRSTAÐAN AÐ STJÁLFSTÆÐIU

 • Hér eru nokkrar mjög vel ortar:

  http://ho.blog.is/blog/ho/entry/201016/

 • vissulega fær maður þessa tilfinningu stundum að það hljóti að vera forréttindi að kunna íslensku – og á vissan hátt má segja svo sé – en ekki má samt halda að íslenskan sé eitthvað merkilegra eða ljóðrænna eða fallegra en önnur tungumál. það er ansi þröngsýnn og þjóðhverfur hugsunarháttur.

  meira að segja hin "einfalda" enska getur, ef rétt er með farið, galdrað fram svona tilfinningar eins og þið eruð að lýsa hér.

  mér dettur strax í hug Tom Waits – hann á náttúrulega mýgrút af fallegum, myndrænum og skemmtilegum textum sem margir bera þar að auki beitta ádeilu og mikilvæg skilaboð.

  hér er tildæmis mjög einfalt og fallegt ljóð eftir hann:

  When all the world is green

  I fell into the ocean
  When you became my wife
  I risked it all aganist the sea
  To have a better life
  Marie you're the wild blue sky
  And men do foolish things
  You turn kings into beggars
  And beggars into kings

  Pretend that you owe me nothing
  And all the world is green
  We can bring back the old days again
  And all the world is green

  The fase forgives the mirror
  The worm forgives the plow
  The questions begs the answer
  Can you forgive me somehow
  Maybe when our story's over
  We'll go where it's always spring
  The band is playing our song again
  And all the world is green

  Pretend that you owe me nothing
  And all the world is green
  We can bring back the old days again
  And all the world is green

  The moon is yellow silver
  Oh the things that summer brings
  It's a love you'd kill for
  And all the world is green

  He is balancing a diamond
  On a blade of grass
  The dew will settle on our grave(s)
  When all the world is green

  og ekki skemmir fyrir að lagið sjálft er líka sérstaklega fallegt:

  http://www.youtube.com/watch?v=oTTPqJ7eHJw

 • Sammála Teitur og falleg færsla hjá þér! 🙂

 • Teitur, mér finnst bloggið þitt bara eiginlega alltaf frábært! Les þitt, Möggu, Egils og Láru Hönnu. Þarf ekkert meira hér í London. Takk takk
  Magnea

 • Er þetta hluti af jákvæðu fréttum Samfylkingarinnar? Meðan í kyrrþey á að kollkeyra allt

 • Að tala íslensku er góð skemmtun. kv. Bjarni Þór

 • Takk fyrir færsluna Teitur, svona líður mér líka, þ.e. mér þykir svo vænt um tungumálið okkar.
  Siggi Óla setti uppáhalds línurnar mínar inn en hér er fyrsta erindi Óhræsisins sem gerir mig alltaf angurværa og er í miklu uppáhaldi hjá mér:

  Óhræsið

  Ein er upp til fjalla,
  yli húsa fjær,
  út um hamrahjalla,
  hvít með loðnar tær,
  brýst í bjargarleysi,
  ber því hyggju gljúpa,
  á sér ekkert hreysi
  útibarin rjúpa.

  Læt svo fylgja slóð á Jónasarvefinn:
  http://jonas.ms.is/hofundar.aspx?hofundarID=56

  Kv. Kolbrún

 • Takk fyrir hlýleg orð Magnea.

  Auðvitað er þessi galdur tungumálsins ekki bundin við íslensku eins og Dabbi bendir á.

  Mér finnst samt íslenskan vera eitthvað spes. Öðrum þjóðum finnst sitt tungumál örugglega vera það líka.

  Tungumálið er grundvöllur hugsunarinnar. Forritunarmál hugans. Ég held að fólk sem býr í málsamfélagi þar sem eru notuð fá orð verði aldrei eins "klár" og það fólk sem býr við ríkt tungumál. t.d er sagt að meðal kínverjinn noti um 4000 tákn til að tjá sig meðan háskóla-kínverjinn noti um 7000. Þetta er líka spuning um stétt í samfélaginu. Flókð mál og ekki pólitískt rétt.

Comments are closed.

Site Footer