Íslendinga-gengi í Kaupmannahöfn.

Uppskera 18 ára „stöðugleika“ Sjálftæðisflokksins er öllum ljós sem um Kaupmannahafnarflugvöll fara.

7 comments On Íslendinga-gengi í Kaupmannahöfn.

 • Lengi var límt yfir íslenska gengið með "gaffa-tape" svokölluðu.

 • Ég birti einhverntímann tvær myndir af þessari sömu töflu (gengisskráningartöflu Nordea).

  Sjá:
  http://blog.hnefill.com/2009/06/10/islenska-kronan/

  og

  http://blog.hnefill.com/2009/09/10/meira-af-islensku-kronunni/

  og nota bene þetta er búið að vera svona síðan í október 2008. Segir ýmislegt og hraðvirk vinnubrögð íslenska embættismannakerfisins, skilanefndir bankanna og íslenska stjórnmálamenn yfir höfuð.

  Að ég tali nú ekki um vissa stjórnmálaflokka sem að voru við völd á Íslandi lengur en þeim var hollt…

 • sæll Teitur, ég á líka svona mynd sem tekin var í Berlín í sumar. Sorglegt en satt. kv. Bjarni Þór

 • Nei Teitur, þetta er ekki afrakstur 18 ára stjórnartíðar Sjáflstæðisflokksins. Á þessum 18 árum var gengið alltaf stöðugt og hagstætt okkur Íslendingum.

  Þetta er framtíðarplan Samfylkingarinnar í gengismálum.
  Svo ætlar Samfylkingin að skipta út krónunni fyrir "töfraalsælulyfið" Evru á þessu gengi.
  Æðislegt fyrir okkur, eða þá hitt þá heldur.
  Það er ekki bara það að laun okkar verða gengisfelld í Evrum talið, heldur líka eignir okkar og lífeyrissjóðir.
  Þökk sé Samfylkingunni, (sem þú neitar að þú sért meðlimur af, en kýst samt sem áður í kosningum).

  Það var ekki fyrr en Samfylkingin komst í stjórn, að gengið fór til fjandans.
  Þökk sé Samfylkingunni fyrir að tala niður krónuna og segja að hún væri ónýtur gjaldmiðill.

 • Þetta er alveg kostulegt. Venjulega svara ég ekki svona ómerkilegum skeytum en þessu bara verð ég að svara 🙂

  Þú segir: "Á þessum 18 árum var gengið alltaf stöðugt og hagstætt okkur Íslendingum."

  Nei. Gengið rokkaði upp og niður. Stundum var að rosalega hátt og svo hrapaði það niður í ekki neitt. Þetta var STEFA FLokksins. Stefnan hét "verðbólgumarkmið Seðlabankans" og miðiaði við að hækka vexti um leið og krónan veiktist. Stefna sem klikkaði hroðalega. Hugssanlega hefið þetta getað virkað. Hugsanlega ef að gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar væri svo risastór að enginn þyrði að gera áhlaup á krónuna. þetta hefði þýtt að söfnun í forðann hefði verið stærsti útgjaldaliður ríkisins í áratugi. ÞÁ fyrst hefið hugsanlega hægt að hafa verðbólgumarkmið. Ef þú veist ekki svona grundvallaratriði ættir þú satt best að segja ekki að vera að tjá þig um málefnið.

  Stefna Samfylkingarinnar um að skipta um gjaldmiðil er skýr. Hinsvegar verður KOSIÐ um það atriði og tæknilegri útfærslu á evruupptöku í leiðinni. Ég sér varla fyrir mér að það muni gerast á næstunni enda gengi íslensku krónunnar niður í rassgati eins og þú bendir á. Þetta mun aldrei eiga sér stað fyrr en hlutirir eru komnir í sæmilegt lag gengislega. Fyrir svo utan stóra málið…

  Íslendingar munu aldrei kjósa það að ganga í ESB vegna þess að illa upplýstir og fordómafullir fábjánar eins og þú eruð uþb 60% landsmanna.

  Svo er ekki hægt að "tala niður" gjaldmiðil 🙂 Ef það væri hægt þá væri löngu búið að "tala" króununa upp.

  Góðar stundir.

 • Teitur, á ég spyrja þig að einu: Hver gaf þér leyfi til að kalla aðra fábjána, þó svo að þeir séu ekki sammála þér?

  Þvílíkur hroki í þér að kalla 60% Íslendinga fábjána af því að þeir eru ekki sammála þér, eða vilja ekki ganga í ESB.

  Þetta sæmir ekki manni sem kallar sig guðfræðing og þykist hafa réttsýni að leiðarljósi.

  Þú ert svona dæmigerður Samfylkingarmaður. Þeir segja, þeir sem eru ekki sammála okkur, eru fábjánar.
  Þetta minnir óneitanlega á George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, þegar hann sagði; those who are not with us, are against us".

  Þessi ummæli þín um að ég og 60% landsmanna séu fábjánar, segja meira um þig en þessi 60% sem þú úthrópar sem fábjána.

  Ég vil minna þig á að krónan var mjög stöðug í 18 ár, eða allt til ársins 2008, þó svo að hún hafi sveiflast dálítið upp og niður á þessum tíma líkt og aðrir gjaldmiðlar.

  Og víst er hægt að tala gjaldmiðil niður. Það gerði ISG í ræðu á Alþingi í feb. 2008, þegar hún sagði að "íslenska krónan er ónýtur gjaldmiðill, okkar ber að stefna að því að taka upp Evru".

  Og hver urðu viðbrögð miðlara úti í heimi þegar þeir heyrðu þetta?
  Þeir byrjðu að flýja krónuna sem lækkaði og lækkaði eftir þessi ummæli ISG.

  Og hvað veit maður, er Samfylkingin ekki bara ánægð með svona lágt gengi á krónunni.
  Þannig geta þeir bent á "að þetta sanni að Íslenska krónan sé ónýt".

 • Ég þarf nú ekkert leyfi til að kalla fólk ónefnum. Besti mælikvarðinn á það að 60% landsmanna eru fábjanar eru að helmingur þeirra styðja Sjálfstæðisflokkinn. Hin 30%-in skiptast jafnt á hina flokkana.

  Málið er bara að ég hef aldrei heyrt sannfærandi rök fyrir NEI-inu. Alskonar tittlingaskítur um ekki neitt og ALLTAF byggður á (vísvitandi) misskilningi.

  ps. Ég titla mig ekki "guðfræðing" heldur BA úr trúarbragða og guðfræðdeild eða þvíumlíkt. Ég er trúlaus með afbrigðum og er sérfræðingur í "ekki-tilvist" guðsins þíns og annara guða.

Comments are closed.

Site Footer