Íslendinga-brandari í Svíþjóð.

Svíar fylgjast vel með ástandinu á Íslandi. Stöðugar fréttir hafa verið af mótmælunum, stjórnarslitunum og stjórnarmyndunarviðræðum. Daviðshrunið var mikið í fréttum meðan það gekk yfir.

Brandari gengur um Svíþjóð. Í brandaranum er sagt frá manni sem óttast ekki innbrotsþjófa. Hann óttast ekki tryllta eiturlyfjaneytendur. Hann óttast ekki óargardýr. Hann óttast ekki neitt!

……….nema Íslending í jakkafötum

Þetta er pínulítið fyndinn brandari, ég hló allavega í fyrsta skiptið sem ég heyrði hann. Það sem er ekki fyndið er að Davíðshrunið hefur stór-skaðað ímynd Íslendinga. Ég hef fregnir af því að dönsk fyrirtæki ráði barasta ekki neina íslenska viðskiptafræðinga. -Umsóknir þeirra fara beint í ruslafötuna.

Site Footer