ÍSLAND Í LEIKSKÓLANUM

Einn af föstu liðum dagsins míns er að fara með strákana í leikskólann.  Á hverjum degi, alla daga vikunnar.  Síðan sæki ég þá.  Fólkið á leikskólanum er s.s orðið partur af mínu lífi eins og gengur.  Strákunum mínum (3 og 5 ára) líkar vel í leikskólanum þótt þeir nenni stundum ómögulega að drífa sig af stað.

En þetta er algengt vandamál eftir því sem ég best veit.

Um daginn rakst ég á þessa mynd eftir hana Selmu.  Mér þótti hún svo flott að ég smellti af henni mynd.  Þetta líkist nefnilega Íslandi eins og greinilega má sjá.

Svo tók Bessi sonur minn þessa mynd af okkur Leó í morgun.

Það er voðalega furðulegt að upplifa líðanina þegar allt er undir eins og núna í þessu leiðinlega Gunnlaugsmáli.  Ég verð stundum meyr og óttaslegin en þess á milli bullar í mér reiðin.

Rússíbani gæti einhver sagt.

 

Site Footer