ÍSLAND ER STJÓRNLAUST

Ísland er stjórnlaust. Þannig er það nú bara. Vanmáttug ríkisstjórn er haldið í helgreipum ysta vinstrisins og ysta hægrinsins. Hreinræktaðir glæpamenn í röðum þingmanna glotta við tönn og maka krókinn í gegnum gerspilltar skilanefndir.

Ríkisbankarnir svokölluðu eru orðin skálkaskjól fyrir fólkið sem beindi byssu að gagnauga þjóðarinnar. -Og hleyptu af.

Með nýlegri skipan Sjálfstæðis-skálksins Friðriks Sóphussonar í bankaráð Íslandsbanka er tónninn slegin um að ítök stjórnmálaflokkanna verða héðaneftir enn sterkari en áður fyrr. Athugum að Árni Tómasson (sem var á sínum tíma dæmdur fyrir að leka trúnaðarskjölum ) situr fyrir Framsókn í Íslandsbanka. Kannast einhver við minnið? Hvað segir ríkisstjórnin. Hví er þetta umborið?

Vara þarf að taka fram að útrásarhyskið veður spókar sig í London með montprik og skilur ekkert í látunum á Íslandi. Ég fékk ábendingu um það að úrið sem Ármann Þorvaldssoon hafði um hendina í viðtali á stöð 2, hafi kostað 15 miljónir. Enginn hefur verið handtekin. Ekki nokkur maður. Enda kannski ekkert skrýtið því að saksóknarinn (skipaður af Flokknum) er önnum kafin við að gefa út handtökuskipanir á fyrir „glæpi“ sem eru svo léttvægir að líkja má við hraðasekt.

Landið er stjórnlaust.

Ríkisstjórnin er veik og lasin. Samfylkinin er löskuð, tætt og ótrúverðug eftir setu í Vanhæfu ríkisstjórninni. Megnið að þingliðinu er markað setu úr þessari skaðlegustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Lykilfólk hrunsins er við stjórntaumanna í dag. Össur, Jóhanna, Björgvin G, Möller, Þórunn Sveinbjarnar, Steinunn Valdís og allir hinir eru með puttana í endurreisninni. þingmenn Samfylkingarinnar komast helst í fréttirnar vegna rosa-fasteignakaupa upp á miljóna tugi!

Hvar annarstaðar en á Íslandi spyr ég?

Hvar í andskotanum er stefnan! Undir hvaða pizzukassa eru markmið og gildi jafnaðarmanna? Nóg er nú að hafa gegnumrotna stjórnarandstöðu en að fólkið sem á að halda með okkur, geri ekki neitt, er ólíðandi.

Jafnaðarmenn Íslands þurfa nauðsynlega að endurnýja sig. Feykja burtu hinum fúnu og rotnu greinum og gefa rými fyrir lífvænlegum sprotum. Alveg eins og bankarnir ættu að gera fyrir viðskiptalífið. Þetta þarf að gerast strax.

Jóhanna þarf strax eftir birtingu rannsóknarskýrlsunnar, að rjúfa þing og boða til kosninga. Þá skapast rými fyrir nauðslynlega endurnýjun. Það er til fullt af ágætis fólki í Samfylkingunni sem er meira en viljugt að taka við af hinum hæfileikalausu. Fólki sem er ekki markað af biðraðastemningunni og valdaplottinu. -Venjulegu fólki sem hefur venjulega skynsemi til að bera. Ekki pólitísk viðrini sem eru daginn út á „auto-pilot“ og tala bara í frösum.

Já, tala bara í frösum. Takið eftir þessu. Enginn hugsun, enginn stefna, ekki neitt nema munnræpa og þvaður.

Ástæðan fyrir dugleysi ríkisstjórnarinnar er fólkið í henni. Það vantar allann kraft í þetta lið. Ef að ríkisstjórnin væri manneksja þá væri hún Ingjalds-fíflið í Hergilsey. Tjóðraður við staur en fullur af allskonar meiningum.

Ég hvet hina duglausu að hætta að hugsa pólitíkst og gefa upp á bátinn alla framtíðarmögulegika í stjórnmálum. Hugsa sem svo að stundin er núna og bara núna. Núna þarf að gera eitthvað. Núna þarf að taka sjensana. Leggja allt undir. Íslandi allt og ekkert helvítis pólitískt kjaftæði og þvaður. Takið svefnpokana ykkar niður í Alþingi og sofið þarna þangað til verkefninum er lokið. Hættið að væla um að þið getið ekker því að lögin séu svona og svona!

Lögin ágætu lesendur. Lögin eru svona. Ég er í lögfræðiáfanga í skólanum mínum og fyrsta setningin sem Mats kennarinn okkar setti á töfluna var. „Lög snúast ekki um rétt eða rangt“. Þetta er kjarninn málsins. Það má ekki rugla saman lögunum og því sem er rétt og rangt. Lög eru bara lög. Það er ugglaust bannað að berja innbrotsþjóf í hausinn með hamri eða álíka, þó að það sé sennilega hið rétta í stöðunni. Stundum er ekki hægt að bíða eftir lagalegri niðurstöðu í málefnum sem krefjast úrlausnar strax! Stundum verður fólk að taka sjensins. Þetta kallast hugrekki og er hugtak sem er algerlega framandi öllum íslenskum þingmönnum í framtíð og fortíð.

Þá er komið að spurningunni sem oft vaknar. Hún er þessi: Eigum við ekki bara skilið þá þingmannsræfla sem við kjósum?

Svarið er NEI!

Það eru dagleg svik við kjósendur að enginn sé ábyrgur fyrir hruninu.

-Það eru dagleg svik við landsmenn alla þegar ónýtum fyrirtækum, er velt yfir á ríkið, ný kennitala stofnuð og skuldirnar skildar eftir hjá skattgreiðendum.

-Það eru dagleg svik við kjósendur þegar 95% landsmanna greiða upp skuldir og eignabruna ríkasta 5% hluta landsmanna.

-Það jafnast á við að spræna framan í þjóðina að hafa gerspillta þingmenn á borð við Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Björgvin G og þennan útvegsbarón fyrir vestan, að móta þjóðmálaumræðuna hverju sinni.

Meðan Samfylkingin gerir ekkert í því að endurnýja hinn spillta og óhæfa mannskap innanborðs er útlilokað að nokkur árangur náist í því rosa-verkefni sem tiltektin eftir kleptókratíu Sjálfstæðisflokksins.

22 comments On ÍSLAND ER STJÓRNLAUST

 • Nokkuð kraftmikil færsla og margt rétt í henni. Það spillir fyrir þér í gagnrýninni að halda því fram að "ysta vinstrið" eigi sök á því hvernig komið er fyrir ríkisstjórninni. "Ysta vinstrið hefur reynst vera samviska stjórnarinnar í mörgum málum. Hún hefur farið fram á gagnsæi og heiðarleika og lagt fram frumvörp um réttarbætur fyrir skuldara.
  Ég reikna með að "ysta vinstrið" séu að þínu mati 4-5 þingmenn VG. Að halda því fram í alvöru að það sé þetta fólk sem eigi sök á óförum þjóðarinnar er merki um alvarlegt dómgreindarleysi. Svo mikið að manni fallast hendur.
  Marat

 • heyr! Ég bíð eftir að heiðarlegir kratar kljúfi þessa rotnu og spilltu samspillingu og stofni aftur ærlegan Jafnaðarmannaflokk í and Vilmundar heitins Gylfasonar. Samfylkingin getur aldrei hreinsað sig meðan þessir frjálshyggjugaurar sem smygluðu sér inn bakdyramegin ráða svona miklu

 • Það voru margir bloggarar búnir að spá þessu ástandi fyrir ári síðan, en þá gerðist þetta: Vinstri-Grænir stálu búáhaldabyltingunni; Samfylkingin vildi ekki uppgjör. Kjósendur trúðu froðukenndum kosningaloforðum þessa flokka og því fór sem fór.

 • Ég sé fyrir mér að dagar Ólínu Þorvarðardóttur séu að rísa upp til forystu í íslenskum stjórnmálum.
  Er hún tilbúin ?

  Sævar.

 • Jóhannes. Það verður að umbylta Samfylkingunni, ef hún verður klofin verður það vatn á millu Sjálfstæðisflokkinn. Það má ekki gerast. Síðan verður auðvitað að umbylta stjórnkerfinu á lýðræðislegan hátt á stjórnlagaþingi sem er laust við flokkana, t.d. helmingur kosinn persónukosningum og helmingur valin af handahófi

 • Gott.
  Takk.
  Rósa.

 • Teitur segir: Jóhanna þarf strax eftir birtingu rannsóknarskýrlsunnar, að rjúfa þing og boða til kosninga.

  Forseti rýfur þing að tillögu forsætisráðherra. Hverju svarar forseti slíkri tillögu?

 • Þessi trú á að valdhafar láti frá sér völdin eins og ekkert sé er mjög furðuleg svo lítið sé sagt.

  Þetta fólk er þarna eins og aðrir íslendingar í vinnu sem það vill ekki missa því það er svo mikið vesen að leita að nýrri vinnu og erfitt að þurfa að láta af ljúfum lífsstíl.

  Og ólíkt mörgum öðrum íslendingum þá er mjög erfitt að reka þetta lið því það smeygir sér alltaf inn aftur þar sem gullfiskaminni landans er svo stutt að Villi Vill þurfti viku til að hugsa um hvort hann ætti að segja af sér úr borgarstjórn og á þeirri viku voru allir búnir að gleyma honum. Er hann ekki fyrst að hætta núna ?

  Annars er líka að verða nokkuð ljóst að stjórnmál eru einungis framlenging á peningum líkt og stríð er framlenging á stjórnmálum (sem við erum blessunarlega laus við að mestu).

  Lausnin liggur því ekki í stjórnmálum og að horfa eingöngu til þess er í raun að leyfa þeim sem ráða í raun að þyrla ryki í augu okkar.

 • Sæll Teitur.
  Er algerlega sammála þessari og síðustu færslum þínum. Ég ráðlegg þér samt að setjast niður, draga djúpt andann og segja við sjálfan þig: ”Nú ætla ég að hætta ad ergja mig og svekkja mig mig yfir fíflaganginum og heimskunni á Íslandi. Ég ætla að sinna náminu/vinnunni og fjölskyldunni og njóta þess að búa í siðmenntuðu samfélagi”. Hef gert þetta markvisst undanfarna mánuði hér í København, og líður miklu betur fyrir vikið.
  Kveðja
  IB

 • Má ég samt benda á eitt sem oft fer á mis í umræðunni:

  Sjálf heilög Joly sagði, og ég nenni ekki að grafa upp fréttina en þú manst örugglega eftir þessu, Íslendingum að taka því rólega og sagði mjög skýrt að það mætti ekki búast við einni einustu kæru fyrr en eftir eitt til tvö ár.

  Þetta var ekki einhver íslenskur stjórnmálamaður sem hægt er að rægja með asnalegum grínorðum. Þetta var Eva Joly.

  Hún sagði tsjill.

  Svo við skulum bara tsjilla, ekki satt? 🙂

 • Teitur þú ert í "útlöndum" . . og virðist ekki alveg vera raunsær í kröfum til Samfylkingar jafnaðarmanna.
  Ég er hins vegar sammála þér – um flest í þessarri færslu. Ekki síst er ég þess vegna líka aldeilis hissa á að þú og ég og allir sem halda uppi sjónarmiðum eru ýmist "barðir niður" eða dissaðir með öðrum hætti í stað þess að draga okkur í vinnu við að útfæra þær lausnir sem okkur finnst vanta og við viljum sjá . . . frekar loka oddvitarnir sig af með "jábræðrum og spunakerlingum"
  Þar liggur veikleikinn

 • Bensi, svo ad þad sé alveg á hreinu þá eg ég ekki ad dissa Teit, heldur benda á ad stundum verdur madur ad horfa sér næst og njóta þess sem madur hefur. Í þessu tilviki erum vid med þjód sem ad þridjungi hefur Sjálfstædisflokkinn sem leidtoga lífs síns, þrátt fyrir allt sem á undan er gengiõ, og þá hugsar maur "Why bother"
  IB

 • Þetta er hverju orði sannara. Þjóðin er að gefast upp á áframhaldandi spillingu.
  Skipun Friðriks Sófussonar, frestun rannsóknarnefndarinnar og fleira og fleira sem er að koma upp í dag sýnir að Samfylkingin og VG eru að koksa á hlutverkinu sem þau fengu við kosningarnar, að hreinsa til í samfélaginu.
  Þau þora ekki að hreinsa út ósómann.

 • @ IB Maður "bother" af því manni er ekki sama um þjóð sína, þótt maður búi erlendis.

  Þetta er eins "Haití"-komplexinn í dag, þótt auðvitað sé ekki hægt að líkja ástandinu á Íslandi við hörmungarnar Haítí – en hér í útlandinu eru maður í öngum sínum út af ást til heimalandsins: Í Hrunsangist, í Icesave-angist o.s.frv.

  Maður vill skilja og hjálpa og benda á lausnir.

  Allt annað er algjör eigingirni.

  Með kveðjur frá Þýskalandi

  Margrét Rún

 • Góð færsla hjá þér, Teitur.

  Vildi óska að hægt væri að hjálpa þessari ríkisstjórn á einhvern hátt. Sé ekki lausnina. Er hrædd um að ef kosið verður aftur, komist Hrunflokkarnir aftur til valda.

  Á útrásartímanum mátti ekki rífa niður, nú gera flestir ekkert annað en að rífa niður og maður er voða halló, ef maður ver ríkisstjórnina.

 • Margrét Rún.
  Get verid sammála þér ad hluta, en þetta er eins og med fyllibytturnar í gamla daga. Þad var tilgangslaust ad senda menn á Freeport nema ad teir hefdu sýnt vilja til ad fara þangad sjálfir. Fyrir mér er íslanska þjódin eins og fyllibyttan sem enn hefur ekki fattad ad hún þarf á Freeport og á medan svo er er best ad láta hana eiga sig, hvad sem allri væntumþykju lídur.
  IB

 • @ IB
  Nei, það má heldur ekki gefa alkóhólista upp á bátinn. …
  Og mér finnst þetta tvennt ekki heldur sambærilegt.

  Ég skil hins vegar hvað þú ert að fara, en mér finnst þú vera að reyna að sleppa of billega..

 • Það er loksins að renna upp fyrir fólki hversu djúp og rotin spillingin er. Hún hefur þótt sjálfsögð í tugi ára og engin haft þor til að hrófla við skítnum því spillingin náði alla leið inná forsætiskontórinn og löngum var þráðum spillingarinnar stjórnað þaðan. Sitjum við uppi með eitt spilltasta og rotnasta kerfi sem finnst á vesturlöndum?! ég er ekki frá því. óhæfir vitleysingar eru á öllum póstum í embættismannakerfinu, dóms- og stjórnkerfinu, og viðskiptalífið… nýjasta stjórn Glitnis sannar það að helmingaskiptin eru enn til staðar, ekkert breytist – eintómir fáraðlingar sem eru puntaðir í jobbið vegna flokksskírteinis. Er von að manni langi bara að taka nokkrar róandi og gráta sig í svefn? Mæli einnig með þessum þrusugreinum. http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/1/26/sjalfstaedisflokkurinn-raedur-ferdinni/ og http://www.dv.is/leidari/2010/1/26/stora-yfirhylmingin/

 • Það kemur ekkert til með að breytast fyrr en einhver verður drepinn.
  Þá kannski fer þetta huglausa lið á þingi að hugsa, kannski verð ég næst/ur.

  Kannski.

  Þosteinn Úlfar

 • Flott grein hjá þér. Tek samt undir með Marat í fyrstu athugasemd. Það er ekki ysta vinstrið og hægrið sem eru vandamálið. Það eru miðjumoðarar í öllum flokkum sem eru tilbúnir að gefa afslátt á siðferðisgildum og sannfæringu fyrir peninga eða völd. Þeir hafa í mörgum tilvikum verið keyptir af auðmönnum sem er slétt sama um alla aðra pólitík en frjálst flæði fjármagns, fólks og firringar um heiminn.

  Karl

 • Kalli er með þetta.

 • Það eru víst þeir sem eru yst til vinstri sem eyðileggja,
  það sá ég, sem hef verið að skrifa athugasemdir við Eyjublogg, – og hef verið að rífast við "Selken", "Rósu" o.s.frv. þegar loks kom grein um (Borgara)hreyfinunga að þetta voru allt stuðningsmenn þeirrar upptognuðu hreyfingu.

  Þeir eru kannski ekki yst til vinstri, ég veit það ekki, en mér finnst, þegar ég les athugasemdir þeirra, að þá skrifi þetta fólk eins og útsendarar stuttbuxnadeildar Sjálfstæðisflokksins.

Comments are closed.

Site Footer