ÍSHÚSIÐ

Á dögunum heimsótti ég Jónínu vinkonu mína suður í Hafnarfjörð. Þar hefur hún aðstöðu fyrir lítið hönnunarfyrirtæki sem heitir Bifukolla.  Jónína sagði mér að koma í Íshúsið eins og ég vissi upp á hár hvað það væri og hvar það væri.  Ég tékkaði á já.is og sá að það var við Strandgötu.  -Iss!  -Ekkert mál að finna það, hugsaði ég.  Samt lenti ég í vandræðum því að Strandgatan er miklu lengri en ég bjóst við.  Íshús Hafnarfjarðar er alveg við höfnina og rétthjá Krónunni.

Og það er sko enginn smásmíði og hýsir alveg frábæra starfsemi.

Jónína sýndi mér húsið og sagði mér frá starfseminni.  Hún er sjálf með aðgang að vélum þarna og sölu og útstillingaraðstöðu.  Það var alveg makalaust að ganga þarna um húsið og taka myndir.  Það er alveg ljóst að í Íshúsinu er mikil og kröftug starfsemi og þótt að fámennt hafi verið í húsinu þegar ég leit við (snemma morguns) var stemningin í húsinu góð, hress, glöð og smitandi.  Allt að gerast og fullt af sniðugum og skemmtilegum hlutum.  Jónína talaði stöðugt og sýndi mér fullt af hlutum og sumt var alveg ótrúlega flott og sniðugt.  Á fyrstu hæðinni eru smiðir, þrívíddarverkstæði, klæðskerar og hnífasmiður.  Þar eru mikilfenglega tæki og tól og lyktin þarna niðri er í algeru uppáhaldi hjá mér en það er hin furðulega seyðandi blanda af sagi, leðri og límlykt sem mér þykir ómótstæðileg.  Á annari hæðinni eru keramíkerar og einn myndlistamaður.  Við kíktum í básana og ég fékk að taka myndir.  því miður láðist mér að merkja hverja mynd með nafni hönnuðarins en kannski koma þær upplýsingar og þá bæti ég við og breyti eftir þörfum.   Ég smitaðist auðvitað um leið af þessu öllusaman og birti hér með nokkrar myndir úr heimsókninni í Íshús Hafnarfjarðar.

Jónína við hefilbekkinn. Hún var að leggja lokahönd á trébretti í hvalslíki
Jónína við hefilbekkinn. Hún var að leggja lokahönd á trébretti í hvalslíki
Flott hvalabretti.
Flott hvalabretti.
IMG_20150610_105327
Innar var svo Óli smiður með aðstöðu. Hann hefur sankaða að sér þessum flottu lömpum
IMG_20150610_105315
Þarna héngu þeir og slökuðu á
IMG_20150610_105346
Í þessari vinnuaðstöðu kennir ýmissa grasa

Við héldum svo inn rangala og komum að manni við iðju sína. Sá reyndist vera Evangelos Tsagkoruos hnífasmiður. Hann sýndi mér upp og ofan varðandi ferilinn að herða stál.  Hnífarnir hans eru ótrúlega flottir og ljóst að hér fer um fagmaður í hæsta gæðaflokki.

IMG_20150610_105737
Evangelos Tsagkoruos hnífasmiður
IMG_20150610_105646
Hnífar eftir Evangelos
IMG_20150610_105846
Þetta er Bifurkollubúðin. Þarna er Jónína með til sýnis og sölu. Það er gaman að geta þess að á meðan ég var í heimsókninni var gengið frá pöntun fyrir veitingahús
IMG_20150610_110018
Bifurkolla gerir allskonar skuðrarbretti. Þetta er með fræstri rennu við jaðranna. Þungt og gott bretti
IMG_20150610_110025
Það sem mér fannst best við þetta bretti var að neðan á því voru voldugir gúmmí hnúðar svo að brettið renni ekki til
IMG_20150610_110029
..Þeir voru ekki límdir á eins og maður gæti ætlað. Heldur skrúfaðir á þannig að þeir haldi
IMG_20150610_105908
Fleiri bretti í tveimur stærðum
IMG_20150610_105917
Hérna eru svo fleiri Bifurkollubretti. Einföld, stílhrein og endast í heila öld
IMG_20150610_105900
Flott sýningaraðstaða fyrir flottar vörur
IMG_20150610_105857
„Jävla kul“ eins og sænskir myndu segja
IMG_20150610_105849
Takið eftir hvölunum í loftinu…
IMG_20150610_105937
Á þessu borði voru allskonar vörur til sýnis. Húfur, keramik, saumaskapur o.s.fr
IMG_20150610_110437
Við endann var upphækkun sem var búin til úr gömlum Doka-borðum. Helvíti flott.
IMG_20150610_110443
Doka-parket
IMG_20150610_110210
Ég kíkti inn í sauma-aðstöðuna. Þar var enginn og mér leið eins og steliþjóf þegar ég tók nokkrar myndir
IMG_20150610_110217
Sauma-aðstaða
IMG_20150610_112755
Á annari hæð var fókusinn á keramik
IMG_20150610_112920
Samvinna smiða og keramikera. Brennivínsstaup á bretti
IMG_20150610_113032
Þetta var svolítið magnað. Þetta eru lausblásnar blöðrur sem búið er að móta í leir og brenna. Það er eitthvað „organískt“ við þetta form. Lítur út eins og eitthvað líffæri
IMG_20150610_113146
Hérna er svo merkilegt. Þetta er kaffi-uppáhellari úr keramik. Það væri spennandi að smakka bolla úr svona könnu.
IMG_20150610_113227
Önnur mynd
IMG_20150610_113321
Hérna eru svo nákvæmar eftirlíkingar af fígúrum sem eru í listasafni Samúels Jónssonar í Selárdal. Þessar fígúrur eru frábærar
IMG_20150610_113347
Hersing heilsandi Selárdælinga
IMG_20150610_113022
Flott vinnustofa
IMG_20150610_112949
Hérna ber að líta afsteypur eða mót af bílum. Höfundurinn er sonur Hönnu Grétu sem er með aðstöðu í Íshúsinu
IMG_20150610_113004
Keramikbílar eftir Aron
IMG_20150610_113500
Flott mynd eftir Eiríksínu. Myndin sýnir nokkar útgáfur af nafninu hennar en fólk mun bregðast mismunandi við hennar ágæta nafni og fara nokkuð frjálslega með ritun nafnsins
IMG_20150610_110329
Íshúsið er eiginlega lifandi. Sumt iðar meðan annað er kjurrt. Þarna birtist allt í einu „Comosition“.

Hérna fyrir neðan eru svo þeir sem eru með aðstöðu í Íshúsinu.  Upplýsingar varðandi opnaunartíma eða samband við hönnuðina er hægt að finna á Facebook síðu Íshússins.

IMG_20150610_110923

 

Site Footer