Ingibjörg Sólrún

Ingibjörg Sólrún mun hugsanlega tilkynna brotthvarf sitt úr framlínu stjórnmálanna á næstu klukkustundum ef eitthvað er að marka sögusagnir. það tel ég vera hið besta mál. Ekki vegna þess að Ingibjörg sé svo slæmur stjórmálamaður heldur miklu fremur vegna þess hve hún er góður stjórmálamaður. Hún er með þessu að axla ábyrgð.

Óumdeilt er að Davíðshrunið átti sér stað á hennar vakt og við þvi verður að bregaðst. Það verður að fá inn nýtt fólk til að leiða Samfylkinguna fram á veg.

Ég þekki Ingibjörgu litillega og átti með henni góðan fund. Ég sendi henni bara tölvupóst og óskaði eftir fundi með henni. Hún brást vel við og nokkrum dögum síðar funduðum við á skrifstofu hennar í Austurstæti. Ástæða fundarinns var sú að ég vildi segja henni frá hrikalegum áhrifum hnattrænnar hlýnunar á lífríki Breiðafjarðar, en þar hef ég stundað lundaveiðar frá því ég var 10 ára. Við ræddum málið til og frá og hún tók mér og skoðunum mínum í alla staði vel. Ég hvatti hana ennfremur að ef hún kæmist til valda að hætta að kaupa dýra bensínháka-jeppa og velja frekar Hybrid bíla fyrir starfsmenn ríkisins, en þá voru bílakaup ráðherra í deiglunni.

Það var svo daginn sem yngri sonur minn Leó fæddist að ég hitti Ingibjörgu aftur. Ég var að fara heim af fæðingardeildinni í sólskinsskapi að sækja bílinn minn sem var parkeraður á bílastæðinu við Hallgrímskirkju. Mér til undrunnar var svartri glæsikerru af nýjustu sort. Lexus með tvinnvél, lagt þvert fyrir bílinn minn þannig að ég komst hvorki lönd né strönd. Vippaði þá sér út Ingibjörg úr glæsikerrunni og heilsaði mér. Hún sagðist hafa verið að fá þennan nýja ráðherrabíl en vissi ekki hvernig átti að setja í bakkgír. Aðstoðarmenn hennar voru þá að rembast við að finna taka á tækniundrinu til sem gæti bakkað bílnum. Við áttum enn stutt spjall og ég sagði henni frá honum Leó mínum sem var þá um 10 klst gamall. Loks tókst að bakka og síðan hef ég ekki hitt Ingibjörgu. Ég ætla nú ekki að eigna mér heiðurinn af því að hún hafi valið sér tvinnbíl en hver veit?

Ef það er boðskapur í þessari sögu þá er hann kannksi sá að fólk ætti ekki að hika við að funda með þingmönnum eða ráðherrum. Þeir eru jú þjónarir okkar.

1 comments On Ingibjörg Sólrún

  • Kannski er boðskapurinn líka sá að þó að þess sé krafist að fólk axli ábyrgð, biðjist afsökunar og jafnvel segi af sér þarf það ekki að þýða að manni sé illa við það og getur jafnvel haft á því mikla trú.

Comments are closed.

Site Footer