Ingibjörg Sólrún og mistök Samfylkingarfólks

Þegar Ingibjörg Sólrún stekkur fram á sjónarsvið stjórnmálanna var Davíð Oddson „maðurinn“ sem réð öllu. Óumdeildur leiðtogi stærsta stjórnmálaflokksins. Ég hef á tilfinningunni að Samfylkingarfólk hafi hugsað sem svo að „okkur“ vantar einhvern eins og Davíð. Svarið var Ingibjörg. Hún átti að vera „sterki leiðtoginn“ okkar. Kannksi hefur henni líka fundist það, ég veit það ekki.

En þarna liggur meinið. Stjórnmálaafl eins og Samfylkingin er ekkert leiðitamur. Okkur hentar ekki að hafa einhvern eins og Davíð Oddson sem ákveður allt. Umræður og lýðræði, málamiðlanir og samningar henta Samfylkingunni mikið betur. Samfylkingin er stundum sundurleit og félagsmenn hennar hika ekki við að gagnrýna forrystuna (ólíkt Sjálfsstæðisflokknum þar sem allir bugta sig gagnvart forrystunni) Óteljandi klofningar undangenginna ára sýna þetta og sanna. það sem hefur kannski vantað í krata undanfarin ár er þolinmæði og samvinnuhugsun. Ég er þess fullviss að engum er greiði gerður með endalausum klofningum. Fólk á bara að sitja á skoðunum sínum og vinna þeim fylgis á lýðræðislegan hátt frekar en að stofna nýja flokka. Þannig og bara þannig næst árangur. þannig er dínamískt stjórmálastarf.

Sammála um grundvallaratriði en semja um ágreningsatriði.

Ég hef verið ódeigur við að gagnrýna Samfylkinguna og ráðherra hennar og þingmenn. Það er styrkur fólgin því fyrir flokkinn að félagsmenn gagnrýni og láti heyra í sér. Ekki veikleiki eins og Sjálfstæðismenn halda stöðugt fram (og trúa í alvöru sem staðreynd). Ef ekki væri fyrir gagnrýni félasgmanna á forrystuna, þá færi fyrir Samfylkingunni eins og Sjálsfstæðisflokknum og hún verður einskonar þurrprumpulegt kerfisapparat sem er allt í senn heyrnarlaust, vitlaust og dáðlaust.

Samfylkingin er organísk. Hún á að vera það. Samfylkingin á að iða af lífi. Endurkoma Jóns Baldvins er frábært dæmi um það. Ég ætla reyndar ekki að styðja kallinn, en hann á örugglega hljómgrunn innan flokksins. Svona á stjórnmálaflokkur að vera. Mér finnst frábært að sjá kraftinn og gerjunina í Samfylkingunni nú um stundir. Fullt af nýju og frábæru fólki býður sig fram. Framboð eiga ekki að kosta krónu. Bara síðu á Fésinu og málið er dautt.

Ef ég tek samanburð við prófkjörsslag Sjálfstæðisflokksins frá Reykjavík, þá mun slagur Gísla Marteins og Vilhjálms kostað um 50 miljónir samtals. hvaðan ætli þeir peningar hafi komið? Getur verið að tengsl séu á milli þess að auðmenn tóku yfir aðalskipulag Reykjavíkur og þeirra staðreyndar að þessir tveir forrystusauðir skulduðu þessum ríku köllum greiða?

Ég hvet allt Samfylkingarfólk að kjósa endurnýjun á öllum póstum. Ekki endurtekningu. -Endurnýjun!

1 comments On Ingibjörg Sólrún og mistök Samfylkingarfólks

  • Ég vil að Ingibjörg Sólrún, Össur og Kristján Möller víki til hliðar og gefi öðrum tækifæri.

    AH

Comments are closed.

Site Footer