Illugi Gunnarsson með 347 þúsund?


Ég var að garfa í tekjublaðinu vegna þess að mig langaði til að sá hvað Illugi Gunnarsson hafi fengið fyrir að passa upp á peninga landsmanna vegna Sjóðs 9. Ég ætlaði s.s að draga þingmannskaupið frá heildartekjum og fá út mismuninn sem hlýtur að vera nálægt þeim tekjum sem Glitnir borgaði Illuga Gunnarssyni fyrir að passa upp á sjóð 9.

-Nokkuð sem þingmanninum færðist hraklega úr hendi.

En viti menn. Illugi er skráður í Tekjublaðinu með 347 þúsund krónur á mánuði!. Hverju sætir þetta? hvað er hér á ferðinnni? Þetta eru ekki einu sinni þingmannslaun. Frjáls Verlsun hljóta að hafa farið mannavillt.

Hvað fékk Illugi borgað fyrir að vinna ekki vinnuna sína frá Glitni? Mér þykir þetta lykilatriði og gæti skýrt hva hvar smánarlega honum vannst þetta verk úr hendi.

2 comments On Illugi Gunnarsson með 347 þúsund?

  • Kosningarnar voru um vorið 2007. Svo Illugi hefur ekki verið á þingfararkaupi nema einhverja 7 mánuði af árinu. Byrjaðu á að draga það frá þessari upphæð.

  • þetta var alveg róbert marshall færsla, að því undanskildu að nokkuð algengt er að fólk skilji ekki tekjublaðið.

Comments are closed.

Site Footer