ICESAVE Í HNOTSKURN

Ég furða mig endalaust á málflutningi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og þessarar Hreyfingar eða hvað sem þau heita í dag.

Já ég ætla að tala um Icesave.

Ég var í Hollandi fyrir nokkrum vikum og fann vel andúðina gagnvart Íslandi í landinu mjúka. Ástæðan er einföld. Svikareikningar Icesave. Hollendingar voru narraðir til þess að festa fé í þessari svikamillu undir dyggri meðstjórn Kjartans Gunnarsonar þáverandi framkvæmdastjóra FLokksins og innmúraðasta Íslendings sögunnar.

Jæja. Leikar fóru eins og við vitum öll. Innistæður sparifjáreigenda hurfu eins hratt og maður ýtir á enter. Hollendingar eru brjálaðir. Alveg band-fokkíng-brjálaðir.

Þeir leita réttar síns. Skoða hvaða reglur eru í gildi og sjá að Íslendingar hafa skuldbundið sig að greiða 20.880 þús evrur. -Lágmarkið.

Þessa peninga vilja þeir fá. Og ekkert helvítis múður.

Nú skal froðufellandi Framsóknarmönnum, ríkisspena-sjúgandi Sjálfstæðismönnum og hrifnæmu Hreyfingarfólki bent á að snúa dæminu aðeins við. Nota ímyndunaraflið og hugsa dæmið aðeins út frá sjónarhóli Hollendinga. Hvað myndu Íslendingar gera, hvað myndi þeim finnast ef að Hollenskur svikabanki, með beina tengingu inn í stærsta stjórnmálaflokk Hollands ef að Hollenskur banki, Robabank (rob a bank) myndi haga sér eins og LB í Hollandi. Já hvað?

HVAÐ!

Ég er hræddur um að froðufellingarnir, og ríkisspenatottararnir myndu fara hamförum í vandlætingu sinni gangvart Rob-a-bank og krefjast þess sama eins og Hollendingar eru að krefjast af okkur.

-Sem er þó BARA það að farið sé eftir samningum!!

Nú er það svo að í Hollandi eru lög sem ábyrgjast að hollenska ríkið greiði allt að 100.000 evrum fyrir hvern einasta reikning. Málið lítur því þannig út að íslendingar ábyrgjast 20 þús evrur en Hollendingar ábyrgjast 80 þúsund evrur.

-Vel sloppið gætu sumir sagt.

Þeir sem áttu hærri upphæðir á svikareikningum Landsbankans (sem Kjartan Gunnarson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins tók þátt í að opna) tapa öllu umfram 100 þúsund evrurnar. Átakanleg dæmi um fólk sem lét narrast af velheppnaðri auglýsingaherferð Landsbankans (undir dyggri stjórn Þórlinds Kjartanssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokksisn) tapa því stórum upphæðum. Mér er sérstaklega minnstætt dæmi manns sem var að geyma peningana sína á svikareikningunum eftir íbúðakaup. Hann var s.s búin að selja íbúðina sína, lét narrast, og tapaði stórfé. Fórnarlömb Landsbankans voru því venjulegt fólk.

Venjulegt fólk sem er brjálað út í Íslendinga.

Stærsta tjónið af völdum svikareikninganna voru samt hollensk sveitarfélög sem létu narrast. Miljónir, eða miljónatugir evra af af skattfé venjulegra Hollendinga töpðuðst á svikareikningunum.

Svo heyra Hollendingar að þeir sem stóðu bak við hrunið, stórnmálamennirir, Sjálfstæðsmennirir, eftirlitshyskið sem brást og síðast en ekki síst, Kjartan sjálfur Gunnarsson berjist nú eins og afkróaðir villikettir í þeirri viðleytni að borga EKKI!

Þetta er svívirðileg afstaða. Huglaus afstaða. Allskonar útskýringum og afsökunum hefur verið fleytt af stað í þeirri von að skreyta hugleysið einhverjum rökum. Þekktust eru „kerfisvillu-rökin“, sem ganga út á það að þessi lágmarkstrygging falli um sjálfa sig ef að fjármálakerfið hrynur eins og það leggur sig.

Ha! Hvaða fífli datt þetta í hug sem alvöru rök í stöðunni. Þetta er álíka og að settar séu reglur í fótbolta þess eðlis að ef að allir leikmenn sem eru númeraðir með oddatölum og fái í sig eldingu í miðjum leik þá skuli leikurinn enda sem jafntefli. þarna er svo langt seilst út í hið óorðna að undrum sætir.

Nú verður mér örugglega núið um nasir að vera ekki Íslendingur og svoleiðis. En skoði menn söguna, skoði menn dyggðirnar sm prýddu forfeður okkar þá var það einmitt heiðurinn sem öllu skipti.

Orðheldni og heiður ágætu lesendur. Orðheldni og heiður.

Því er öllum þjóðsvikabríkslum vísað á bug og snúið samstundis upp á bríkslarana sjálfa. Það eru einmitt þeir sem eru svikarar við landið okkar. Viðhafandi málflutning sem er allt í senn, aumingjalegur, dusilmennislegur, rætinn, hyskinn og hræsinn.

21 comments On ICESAVE Í HNOTSKURN

 • Æ.. æ.. Teitur með rauðu Samfylkingargleraugun á fésinu í dag.

 • Algjörlega sammála, ég dauðskammast mín fyrir þessa landa mína sem neita að horfast í augu við þetta. Og ég er gamall Sjálfstæðismaður!

 • Þú þarna Nafnlaus 17:25. Lestu nú það sem ég skrifa og drullastu upp úr skotgröfunum sem þú hefur látið plata þig ofan í.

  þetta er ekki hægri eða vinstra mál. Samfylking eða Sjálfstæðið. Framsókn eða Hvítasunnusöfnuðurinn.

  Þetta er hund-einfalt og snýst um það sem er RÉTT….

  -ÞAÐ SEM ER RÉTT.

 • Þetta er hárrétt athugað hjá þér Teitur.

  Hvað Holland varðar er þetta svo kristaltært að maður undrast að fólk skuli jafnvel úthúða þeirri þjóð á opinberum vettvangi.

  Að tengja þetta Samfylkingaráróðri, líkt og "Nafnlaus" gerir, er síðan svo vitlaust að mann verkjar í höfuðið.

  Hollandsævintýrið varð til á vakt Samfylkingar – sá flokkur er engu saklausari en íhaldið í því máli.

  Hvernig í ósköpunum getur það talist texti ritaður með "samfylkingargleraugum" að gagnrýna þjófnaðinn?!? Ég hreinlega skil það ekki.

  Ég held reyndar "Nafnlaus" eigi eftir að sjá þetta, þegar við sem teljum Icesave frumvarpið einu skynsamlegu…heiðarlegu..niðurstöðuna, munum ekki skipta um skoðun þegar þjóðin hefur komið Framsókn og Sjálfstæðisflokki aftur til valda, í æðiskasti, og þeir flokkar semja um málið.
  Sem þeir munu að sjálfsögðu gera um leið og ábyrgðin verður þeirra.

  Þeir geta þá jafnframt krukkað í rannsókn á hruninu og séð til þess "rétt fólk" lendi ekki í vanda.

  Til þess eru jú refirnir skornir.

 • Þetta er ekki hægri eða vinstra mál. Ekki heldur Hollendinga eða Íslendinga mál. Þetta er glæpamál. Glæpamenn eru allra þjóða kvikindi. Bæði stjórn og stjórnarandstað reyna að snúa málinu upp í þjóðernisbull sem það er alveg örugglega ekki.

 • EKKI HLUTDRÆGUR TEITUR??

  "Nú skal froðufellandi Framsóknarmönnum, ríkisspena-sjúgandi Sjálfstæðismönnum og hrifnæmu Hreyfingarfólki bent.."

  NEI NEI EKKI HÆGRI-VINSTRI MÁL TEITUR?

  TAKA RAUÐU "KOMMASVINET" GLERAUGUN NIÐUR ÁÐUR EN SKRIFAÐ ER TEITUR.

 • Landsbankinn var einkabanki. Almenningur ber ekki ábyrgð á honum frekar en öðrum einkafyrirtækjum í landinu.

  Stóru mistökin voru þessi sk. Neyðarlög, þar með var reynt að troða þessu á okkur sem erum saklaus.

 • Þetta minnir mann svo lítið á gátuna þar sem einn riddarinn sagði alltaf satt og hinn sagði alltaf ósatt.

  Sjálfstæðismenn töluðu allir fyrir því að semja og borga Icesave meðan þeir voru í stjórn en svo snérist það allt við þegar var komið í stjórnarandstöðu eins og allir vita.

  Hvort er mönnum meira trúandi þegar þeir fullyrða sig um eitthvað mál: þegar þeir bera ábyrgð á því eða þegar þeir enga ábyrgð bera?

  Ekki flókin gáta það…

  kv. Haukur

 • Þetta er hárrétt hjá Teiti.

  Icesave er einkamál Sjálfgræðisflokksins.

  Eðlilegast væri að leggja sérstakan skatt á Sjálfstæðisfólk til að greiða það sem fellur á þjóðina vegna Icesave.

 • Nafnlaus sem tjáir sig um einkabankann:

  Landsbankinn var einkarekinn, já, en hann var BANKI. Um banka gilda sérstakar reglur. Nærtækasta dæmið um slíkt eru innistæðutryggingar.

  Hvernig virkar kerfið ef ekki þannig að BANKAR mega vinna á evrópusvæðinu EF ákveðnar eftirlitsstofnanir í heimalandi eru í lagi OG til eru innistæðutryggingar?

  Þetta var BANKI, rekinn hér og stimplaður í bak og fyrir sem BANKI, og eftirlitsstofnanirnar voru að nafninu til í rekstri. Þannig er bæði í orði og á borði búið að reka þennan banka þannig að það eru alþjóðlegar kröfur á hann. Hvernig var þetta ekki þannig?

 • Orðhleldni og heiður !

  Lýgji,óheiðarleiki,græðgi og klíkuskapur var ein af þeim ástæðum að ég ákvað að flytja mig af Landinu árið 2002.

 • Þetta er bara ekki svo einfalt Teitur. Klárlega eru menn sárir sem tapa peningum en hvað héldu menn með innlánsreikninga sem buðu 7%+ í vexti á meðan Hollenskir bankar voru að bjóða 3-4%? Hvar var Hollenska FME.

  Ekki héldu Bretar og Hollendingar að 20-30 manna stofnun í Reykjavík gæti haft nægjanlegt eftirlit með bönkum með yfir 12 þús milljarða efnahagsreikninga með útibú í 27 löndum. Landsbankamálið er klárlega samevrópskt klúður frá A-Ö sem byrjar með glórulausri lagasetningu og fylgt á eftir með enn verri framkvæmd sem bankaglæpamennirnir hérna á Íslandi nýttu sér 100%. Klárlega eigum við eitthvað af þessu en að Íslendingar eigi að bera þetta 100% upp að 20 þús evrunum er bara einfaldlega rugl.

  Við erum ekki nema 300 þús hræður á þessu skeri og við eigum einfaldlega ekki efni á því.

  Í dag eru Hollendingar með mun hærri innistæður pr. haus í öðrum evrópulöndum en við Íslendingar höfum nokkurntímann (ING og Rabobank stærstir) haft og heldurðu virkinlega að þessir sömu Hollendingar væru tilbúnir að greiða þær stjarnfræðilegu upphæðir (tugir þúsunda evra á haus). Allavega prófaðu að spyrja Hollending af þessu næst þegar þú hittir á einn. Ég prófaði það fyrir leik Íslands og Hollands í Laugardalnum og ég fékk allavega nei frá þeim Hollendingnum.

  Bottom line – alveg klárt að við Íslendingar eigum að greiða eitthvað en jafnljóst að við erum ekki að fara að taka 100% ábyrgð á þessu.

 • Maður sem byrjar röksemdafærsluna með orðunum "ég var í Hollandi um daginn…" er ekkert sérstakleg interesting. Nenna menn ekki að færa alvöru rök fyrir máli sínu? Það er ekki ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Alveg burtséð frá því hversu mjög menn langar til að hefna sín á Kjartani Gunnarssyni með því að rukka mig og börnin mín.

 • Til að klára punktinn hér að ofan (kl 19:47) þá er eitt sem er alveg klárt og kaninn sá það fyrir mörgum áratugum að ef þú ætlar að setja á fót kerfi sem leyfir óheft flæði fjármagns milli mismunandi sjálfstæðra svæða þ.e. (að bankar fái því sem næst ótakmarkað frelsi til að stofna útibú á öðrum svæðum) þá þarf að starta einum tryggingarsjóð fyrir allt svæðið og rukka alla banka og fjármálastofnanir sem taka við innlánum á svæðinu.

  Það er gert til að einmitt svona rugl komi ekki fyrir þ.e. að banki frá pínulitlu svæði/fylki/þjóð geti hamstrað innlán á öðru svæði og svo séu bara einfaldlega ekki til peningar til að dekka það fari bankinn á hliðina.

  Það að ekki hafi verið settur á fót miðstýrður tryggingasjóður innlána samhliða nýjum seðlabanka evrópu er grunnurinn af þessu öllu saman og þar bera Íslendingar klárlega ekki höfuðábyrgð. Þetta er mesta ógnunin í dag við evrópskt bankakerfi og verður grunnurinn af hruni þess þegar einstaklingar frá mismunandi löndum gera áhlaup á banka viðkomandi lands vegna bágrar fjárhagsstöðu landsins.

  Hvað okkur Íslendinga varðar þá störtuðum við okkar tryggingasjóð í takt við EES og núna er hann bara einfaldlega tómur.

  ESB verður að taka á sig hluta af birgðunum og Hollendingar og Bretar einnig upp að lágmarkinu og þá getum við Íslendingar dekkað rest og svo í framhaldinu breytt þessum reglum í eitt skipti fyrir öll þannig að t.d. Hollendingar fari ekki á hausinn ef þeirra bankakerfi fer á hliðina.

  Annars gottt blog og ég hef gaman að lesa það

  Bestu kveðjur
  Sigurður Hermannsson

 • Þú þarna nafnlaus 20:08… þú skrifaðir þetta hérna:

  Maður sem byrjar röksemdafærsluna með orðunum "ég var í Hollandi um daginn…" er ekkert sérstakleg interesting.

  – – – SVAR: Þetta stendur hvergi í greininni. Hvar fannstu þessi orð?

  Nenna menn ekki að færa alvöru rök fyrir máli sínu? Það er ekki ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum.

  – – – SVAR: Þetta er önnur af tveimur vinsælustu afsökununum fyrir þvi að Ísland eigi ekki að borga Icesae. Þessi "ekki-ríkisábyrgð-á-innistæðutryggingum-afsökun" er nokkuð glúrin en alveg sérdeilis siðlaus. Gengur út á að samkvæmt reglum sem Ísl hefur undirgengist skal vera til eitthað sem heitir tryggingasjóður sem skal borga trygginar þegar bankar fara á hausinn. Fínar reglur nema hvað íslenski sjóðurinn var nánast tómur. þegar svo allt hrynur, þá vísa sjálfstæðismenn í sjóðinn og segja. Sjáum nú til… Ha? Sjóðurinn tómur. Hérna. Skiptið þessu á milli ykkar.

  Þetta ágæti en jafnframt fávisí Nafnlaus 20:08 er siðlaust og gengur ekki upp. Enginn þjóð, ekki einu sinni Spiltasta Afríka myndi haga sér svona. Yppa öxlum og fela sig bak við tóman sjóð. (sem á að vera fullur)

  Farðu nú frá tölvunni, taktu fram Transformersdótið þitt og leiktu þér þangað til Megatron gefst upp.

 • Skilja menn ekki að ef tryggingasjóður ætti að geta ábyrgst innistæður, þyrftu að vera 50% af öllum innistæðum bundnar? Það er ekki hægt. Nútímabankar eru Ponzi-svikamyllur. Hvað er siðlegt við að ábyrgjast slíkt? Hvar lærðu menn siðfræði? Varstu skiptinemi hjá mafíunni?
  Marat

 • Já, þetta snýst um heiður. Árni Matt og Davíð O skrifuðu undir plagg í fyrra þar sem þeir hétu að standa við „dírektífið“.
  Ég veit ekki með suma sem hér skrifa, en ef ég skrifa upp á skuldabréf eða loforð um að ábyrgjast eitthvað, þá stend ég við það. Af þeirri einföldu ástæðu, fyrir utan heiður og æru, að það verður dýrara fyrir mig þegar upp er staðið að svíkjast undan.
  Nú, og svo þarf ég að geta horfst í augu við mig í speglinum.

  Þorsteinn Úlfar

 • Name: Teitur Atlason
  Location: Gautaborg, Sweden

  Þú ætlar semsagt að senda pening heim fyrir þínum hlut af skuldunum, ef ekki þá ert þú að sjálfsögðu ekki marktækur.

  Held að fólk ætti ekki að vera að gaspra um hluti sem það þarf ekki að borga, flytjir þú til Íslands og gerist Íslenskur skattgreiðandi máttu básúna eins og þig lystir.

 • Málið er einfaldlega að sumir íslendingar bulla svo mikið þessu viðvíkjandi – að maður gónir bara í forundran.

  Sumt fólk talar jafnvel um að aðrar þjóðir mundu ekki greiða þetta og þetta o.s.frv.
  Hefur fólk ekki frétt af því hvað aðrar þjóðir eru búnar að dæla í sín bankakerfi ? Td. Danir og Bretar. Fylgist fólk ekkert með.

  Fólk er bara ekkert að skila greinilega hve borgum ekki afstaðan er gjörsamlega siðlaus og lítilmanleg. (enda eru flestir ef ekki allir svokallaðir stjónmálamenn stjórnarandstöðu ekkert að tala um að borga ekki eins og sumt fólk virðist halda. Heldur eru þeir að tala um betri samning, hvað sem það nú merkir) Alveg fyrir utan lagalegu skuldbindinguna sem er ótvíræð. Ríkið skaðabótaábyrgt ef tryggingarsjóður stendur ekki undir lágmarkinu.

  Það er engu líkara en vanti einhver tannhjól í heilabúið á mögum íslendingum og gæti Dí Kóde kannski blómstrað aftur ef þeir mundu rannsaka það atriði genatískt – ja nema ef erlendir mundu þá líta svo á, eins og minnst var á í Spaugstofunni, að gen íslendinga flokkuðust undir mengandi spilliefni eða eitthvað svoleiðis

 • Sumt fólk talar jafnvel um að aðrar þjóðir mundu ekki greiða þetta og þetta o.s.frv.
  Hefur fólk ekki frétt af því hvað aðrar þjóðir eru búnar að dæla í sín bankakerfi ? Td. Danir og Bretar. …

  @Nafnlaus kl. 00.42: Þessar þjóðir hafa prentað peninga (eigin mynt) til að dæla inn í bankana. Semsagt "ókeypis" pening fyrir utan verðbólguna sem fylgir þeim. SÍ gerði það líka óbeint í nokkru mæli fyrir hrunið.

 • Já, prenta og prenta. Það hefur bara aldrei verið nein töfralausn. Í bókhaldinu kemur þetta fram sem gífurleg færsla af amannafé til bankastarfsemi. Fólk ætti að skoða þetta aðeins. Td. misskildu íslendingar Mister Brown fyrir nokkrum mán. þegar hann sagði að almenningur ætti ekki að borga fyrir bankakerfið og sagði það þá í því samhengi að almenningur mundi er upp væri staðið fá alla þessa peninga er Bretar hafa dælt með stórvirku dælukerfi inní sína banka til baka.

  En jú jú, viss munur alltaf að umrædd lagaleg skuldbingin ísl. er í erlendri mynt – en þarna ber að hafa í huga að ef allt fer þokkalega og eignir ná að dekka sirka 80-90% – meina, við erum ekki að tala um svo gígantískt dæmi. Við erum að tala um vel viðráðanlegt dæmi ! Umræðan er oftast óskiljanleg þessu viðvíkjandi. Það er eins og engin vandamál séu til á ísl. td. skuldalega séð nema icesave, þegar í rauninni við erum að tala um aðeins hluta af heildardæminu.

  Málið er nefnilega að það á sér nokkrar ástæður afhverju fólk nær að tapa gjörsamlega öllum áttum í málinu. Ein og hún veigamikil er að það er hægt að spila á ísl. þjóðrembuna bara eins og banjó í umræddu tilfelli. Höfða til útlendingaandúðar etc. Í rauninni stóralvarlegt mál hvernig sumir svokallaðra þjóðkjörinna fulltrúa hafa hagað sér með gaspri sínu og ábyrgðarleysi.

Comments are closed.

Site Footer