Í GARÐINUM HJÁ BJARNA ÁRMANSSYNI

Á föstudaginn í síðustu viku, fór fjölskyldan til Osló.  Ég komst að því að Bjarni Ármannson ætti hús, steinsnar frá þar sem ég gisti, og krafðist þess að fá að kíkja á fyrirbærið, enda er ég áhugamaður um glæpamál hverskonar. Hús Bjarna Ármannsonar er á besta stað í Osló (sem er dýrasta borg í heiminum)  og kostar um það bil 300 miljónir íslenskar. Það var mikill snjór í borginni og ægifagurt um að lítast frá Hundasundsveginum 16 þar sem Bjarni býr.

Húsið er byggt í snarbrattri brekku og virkar látlaust.  Ég átti a.m.k von á meiri íburði en raun bar vitni.  Það er auðvelt að fletta upp þessu húsi í norskum leitarvélum og fá allar stærðir, verðmat og hvað eina sem fólki dettur í hug.

Noregur er nefnilega opið samfélag ólíkt því íslenska sem er þjakað af allskonar leyndarhyggju.

Það var samt svolitið skrýtið að krönglast þetta og taka myndir af húsi einhvers Íslendings.  Ég þurfti að mana mig upp í þetta, en eftir á hyggja var þessi framhleypni mín (og jafnvel dónaskapur)  hljóm eitt í samanburði við orð og æði Bjarna Ármannsonar þegar hann sagði að það væri „óábyrg meðferð  fjármuna“ að borga skuldir sínar.

-Sem voru litlar 800 miljónir í tilfelli íbúans á  16 í Osló.

-o-o-o-o-o-

Hérna eru svo myndirnar sem ég tók

Franhliðin er látlaus

Lítill bílskúr fylgir.

Frá hlið.

Útsýnið er ágætt þarna frá Hundasundsveginum

Útsýnið

Útsýnið.

-o-o-o-o-
ps:  Ég er búin að bæta inn stóru myndunun við skipamyndabloggið mitt.

.

Site Footer