Hversvegna ekki ESB að mati Katrínar Jakobs

Illugi Jökulsson sendi Katrínu Jakobsdóttur einusinni póst og bað þá um að nokkrum spurningum varðandi ESB. Karín svaraði . Svar hennar er hér fyrir neðan.

Heill og sæll aftur!

Ég get auðvitað svarað þessu aðeins ítarlegar ef þú vilt. Ég tel að kjaramálin (Vaxholm-dómurinn) sem ég vísaði í í fyrra svari séu að sjálfsögðu nátengd félagshyggjuhugsjónum Vg og vinstriflokkar í ESB-löndum hafa einmitt gagnrýnt sambandið fyrir nákvæmlega þetta – að stuðla að láglaunastefnu og niðurbroti starfsréttinda með því að leggja ofuráherslu á frjálsa för fjármagns en félagsmálin fylgja ekki þeirri þróun.

Sjálfbæra þróun nefndi ég í tengslum við umhverfismál, landbúnaðarstefnu og sjávarútvegsstefnu. Sjávarútvegsstefna ESB þar sem brottkast er skylda hefur því miður ekki gefist vel og umhverfissjónarmið hafa ekki ráðið þar nægilega för.

Sambandið hefur fremur einbeitt sér að verksmiðjubúskap en t.d. lífrænni ræktun í landbúnaði og lætur viðgangast ótrúlega hluti í landbúnaðarmálum – t.d. mjólkurkálfana í Belgíu og gæsirnar í Frakklandi sem eru „framleiddar“ fyrir foie gras – s.s. ekki mjög sjálfbær stefna.

Utanríkisstefnuna var ég búin að nefna en þar sem þú nefnir SÞ þá er ég ekki sammála því að hægt sé að kalla SÞ hernaðarbandalag – finnst það satt að segja undarlegur skilningur á SÞ þó að Öryggisráð SÞ sé eina stofnunin í heimi sem getur ákveðið að beita valdi löglega – en hins vegar eru meginmarkmið SÞ einmitt að stuðla að friði.

SÞ er samræðuvettvangur flestallra ríkja í heiminum – hitt er ríkjabandalag ríkra þjóða sem margar hverjar hafa lagst gegn kjarnorkuafvopnun og eru meðal mestu vopnaútflytjenda í heimi. Innan ESB hafa hins vegar verið uppi hugmyndir um að ESB geti tekið við af NATO sem hernaðarbandalag Evrópu og það er meðal þeirra breytinga sem reynt var að koma á í stjórnarskrá ESB sem var fellt og er enn að hluta inni í Lissabon-sáttmálanum – að þétta raðir aðildarríkja með því að sameinast um utanríkis- og varnarmálastefnu.

Mér finnst þetta eðlisólík samtök og get ekki tekið undir að þau séu sambærileg.

Kvenfrelsinu gleymdi ég í mínu skjóta svari áðan – en þær konur sem ég hef rætt við á Norðurlöndum innan ESB telja þróun kvenfrelsismála hæga á norrænan mælikvarða innan sambandsins – baráttan gegn mansali gangi hægt svo dæmi sé nefnt og þó að jafnréttismálum hafi miðað áfram í sumum löndum sambandsins þá hafi hægst á þróuninni í þeim löndum sem fremst standa.

Viðmælendum mínum í Svíþjóð finnast t.d. Norðmenn standa sig betur því að þeir geti einbeitt sér að kvenfrelsismálum í sínum ranni og þar hafa t.d. verið settir kynjakvótar, ólíkt öðrum norrænum ríkjum. Þær frjálshyggjuáherslur sem troðið hefur verið inn í stjórnarskrá Evrópusambandsins leggja því miður stein í götu þeirra sem vilja rétta hlut kvenna í samfélaginu.

Og þú nefnir Svíþjóð þar sem ESB-aðild var mjög umdeild – löngu eftir að hún var samþykkt. Hún er enn umdeild þó að stuðningur hafi aukist en í mörg ár var nánast jafnt hlutfall með og á móti aðild í Svíþjóð, löngu eftir að Svíar gengu inn.

Vinstriflokkurinn þar hefur verið afar gagnrýninn á sambandið. Sama má segja um einn fremsta heimspeking Svía, Torbjörn Tannsjö, sem áður var ESB-sinni en segir nú að ESB sé orðin valdablokk sem standi í veginum fyrir alþjóðlegu lýðræði og algildu félagslegu réttlæti. Þannig að þó að ég þekki ekki Svíþjóð betur en hver annar hefur mér sýnst að gagnrýnin sé sterk þar eins og annars staðar.

En að undanförnu hefur verið hægristjórn í Svíþjóð eins og þú þekkir og hún hefur verið fullfær um að vinna gegn velferðarkerfinu án hjálpar ESB – eins og nýi einkavæddi barnaspítalinn í Stokkhólmi er gott dæmi um.

Eins og ég sagði áðan hefur ESB kosti og galla. Stærsta gallann að mínu mati nefndir þú ekki í spurningum þínum en það er lýðræðishallinn. Í ferð Evrópunefndar til Brussel í september sl. spurði ég og fleiri ítrekað um mat fulltrúa ESB á þjóðaratkvæðagreiðslunni í Írlandi þar sem Lissabon-sáttmálinn var felldur.

Samdóma álit kommissara og annarra fulltrúa ESB var að þessar þjóðaratkvæðagreiðslur væru óheppilegar enda málið allt of flókið fyrir almenning. Þar er ég ósammála ESB enda vil ég að Íslendingar greiði atkvæði um ESB-aðild eins og önnur mikilvæg mál. Ég held því ekki fram að málefni friðarsinna, lýðræðissinna og félagshyggjufólks séu betur komin á Íslandi nútímans en í ESB.

Spurningin er hins vegar hvort aðild að ESB muni hjálpa okkur eða hindra við að berjast fyrir betra samfélagi og þessum markmiðum. Markmiðin eru í mínum huga aðalmálið og hvernig við getum náð þeim.

Fyrir vinstrimenn sem hafa trú á félagslegu réttlæti og vilja berjast gegn kúgun þeirra sem minna mega sín þá getur innganga í ESB aldrei verið prinsipp-mál í sjálfu sér, ef ESB er leiðin til að tryggja hagsmuni hinna kúguðu og ná þessum markmiðum – þá skulum við skoða það, ég hef hins vegar enn ekki heyrt nægilega sannfærandi rök fyrir því.

Með bestu kveðjum,
Katrín.

Í hnotskurn:

 • Í Evrópusambandinu á sér stað dýraníð, láglaunastefna, niðurbrot starfsréttinda og verskmiðjubúskapur.
 • Brottkast sjávarafla er skylda í ríkum ESB.
 • Þess utan er þróun kvenfrelsismála hæg (á norrænan mælikvarða) og hugmyndir eru um sérstakan evrópskan her.
 • ESB stendur í veginum fyrir lýðræðisþróun í heiminum.

Þessu fólki er ekki viðbjargandi. -Ég sver það.

13 comments On Hversvegna ekki ESB að mati Katrínar Jakobs

 • Hvaða fólki?

  kv Tryggvi

 • VG er ekki viðbjargandi, augljóslega.

  Íslensku þjóðinni er ekki viðbjargandi, ef hún ætlar að láta VG teyma sig gegn ESB-aðild.

  Eitt sinn var sagt: Íslenska þjóðin fær þá stjórnmálamenn sem hún á skilið.

  Nú gildir: Íslenska þjóðin fær þau ömurlegu, einangruðu lífskjör sem hún á skilið – ef hún lætur VG ráða för gegn ESB-aðild, alþjóðahyggju og almennt betri lífskjörum.

 • Íslendingar sjá ekki skógin fyrir ESB trjánum. Engin umræða hefur farið fram um flest þessi atriði sem Katrín nefnir. Er það svo að fólk ætli bara að kok-gleypa ESB sem svarið við öllu milli hims og jarðar án þess að kafa djúpt ofaní þessi mál?

  Að ganga í ESB eða USE eins og það ætti að heita er ekkert grín, það þarf að fara mjög varlega í þetta en Samfylkingarfólk vill helst bara hlaupa þarna inn án þess að hugsa sig um.

 • Það er tvennt í stöðunni.

  1. Svara Katrínu málefnalega.

  2. Bulla á ómálefnalegan hátt.

  Ég veit ekki hvernig hægt er að slá rök Katrínar út af borðinu. En ég er hinsvegar mjög góður í því að vera ómálefnalegur þannig að ég ætla að bæta í sarpinn.

  Kristinn
  Hún er bara afturhaldskommapíka sem er á móti öllum breytingum. Síðan er hún ábyggilega leiðinleg og er bara að lesa bók eða eitthvað meðan við hin erum að horfa á Eurovision eða eitthvað.

 • Afsakið, ég virðist hafa bætt nafninu við einni málsgrein of snemma.

  Eftirminnilegasta bloggfærslan sem ég hef lesið á blogginu þínu Teitur var sagan af jólunum hjá þér eitthvert árið. Þegar þú varst nýkominn úr meðferð og varst illa á þig kominn fjárhagslega og andlega. Mannaðir þig upp í það að þiggja aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd. Fékkst áfall þegar þú sást löngu röðina, en tókst þér samt stöðu. En fórst á endanum þegar sjónvarpsmyndavélarnar komu að mynda þá hjálparþurfi. Og hlustaðir síðan á forsætisráðherrann þinn segja í sjónvarpinu ,,Það er alltaf eitthvað fólk sem sníkir gefins mat“

  Ég skildi þennan mann. Ég skildi andstyggð hans á rógi, ég skyldi andstyggð hans á sinnuleysinu gagnvart hinu hjálparþurfi.

  Ég vissi einnig að nám við guðfræðideild háskólans hafði gert þig að guðleysingja. Þú hefðir rökrætt sjálfan þig til guðleysis.

  Að þurfa síðan að sjá frá þér svona ótrúleg ómefnalegheit og rökleysu finnst mér virkilega sorglegt.

  Kristinn

 • Ég veit nú ekki með dýraníðið en er láglaunastefnan og baráttan gegn verkalýðsfélögum staðreynd?

 • Wow, that is fascinating! VG is not opposed to Iceland joining the EU, they are opposed to the policies of the EU. I have to tell you I had not understood that, I had just thought it was a nationalistic agenda item, or a protest against power from afar, a sort of anarchist statement. But if the problem from VG standpoint is with the policies of the EU, then it certainly makes more sense for Iceland to join, so that the Icelandic perspective (especially were Iceland to position themselves as a leader in environmentally sustainable practices) could be heard more clearly, could in fact hope to influence the lives of 300 million people, instead of 300 thousand.

 • Góður punktur Lissy. -Þetta er NÁKVÆMLEGA málið!.

  Til að svara Kristni þá er ég ekki að skálda neitt í þessar færslu. Aðeins að endurbirta svar sem Katrín jakobsdóttir gaf aðspurð hversvegna hún er á móti inngöngu Íslands í ESB.

  Svari þetta var gefið þann 9.des 2008 og tengillinn er hérna: http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/12/9/annad-svar-fra-katrinu-jakobsdottur/

  Ég er ekki ómálefnalegur þegar ég birti þetta svar Katrínar hér, 5 mánuðum eftir að hún gaf það á blogginiu hans Illuga Jökuls.

 • Nei, þú misskilur. Það er ekki ómálefnalegt að birta svar hennar, rétt, en þitt svar við hennar rökum er eins ómálefnalegt og hugsast getur.

  Sjáðu hvað þetta er auðvelt:

  „Góður punktur Lissy. -Þetta er NÁKVÆMLEGA málið!.

  Til að svara Kristni þá er ég ekki að skálda neitt í þessar færslu. Aðeins að endurbirta svar sem Katrín jakobsdóttir gaf aðspurð hversvegna hún er á móti inngöngu Íslands í ESB.

  Svari þetta var gefið þann 9.des 2008 og tengillinn er hérna: http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/12/9/annad-svar-fra-katrinu-jakobsdottur/

  Ég er ekki ómálefnalegur þegar ég birti þetta svar Katrínar hér, 5 mánuðum eftir að hún gaf það á blogginiu hans Illuga Jökuls.“

  Þér er ekki viðbjargandi. -Ég sver það.

 • Nú er ég barasta hættur að skilja. Hvað er svona ómálefnalegt við þessa færslu?

  Ég birti hérna ástæður Katrínar Jakobsdóttur fyrir þvi hversvegna innganga inn í ESB sé slæm.

  Þetta eru hennar orð. -Ekki mín.

  -o-o-o-o-

  Hvað er svona ómálefnalegt þegar ég tek undir athugasemd Lissýar? Lissý segir að innan ESB er þó hægt að hafa áhrif á þessa þætti sem Katrínu þykja miður. (dýraníð, brottkast sjávarafla, hægan framgang kvennréttinda, lýðræðishalla (hvað sem það nú þýðír) o.s.fr.

 • Þú skilur ekki ennþá.

  Að copy/peista svar stjórnmálamanns er í fína lagi.

  Síðan kommentarðu undir með „Þeim er ekki við bjargandi, ég sver það.“

  Lestu nú vel: Hvers vegna telur þú, út frá þeim rökum sem lýst var í svarinu, að VG sé ekki við bjargandi? Færðu rök fyrir máli þínu!

 • Já auðvitað. Eg hélt að það lægi í augum uppi, en mér er sönn ánægja að skýra frá því hversvegna ég tek að „þessu fólki“ (andstæðingum ESB í VG) „sé ekki viðbjargandi“

  Ef að þessar ástæður sem Katrín telur upp standa í vegi fyrir inngöngu í ESB þá eru þær svo léttvægar að undrum sætir.

  Hún stillir upp fáránlegum fullyrðingum um dýraníð (sem er náttúrulega viðtekið í öllum ríkum ESB) við hliðina á þeim kostunum fyrir íslendinga að hafa almennilegan gjaldmiðil.

  Hún segir: Við viljum ekki ESB því þeir eru dýraníðingar og brottkastarar jafnvel þótt hver einasta fjölskylda á Íslandi hagnist um 500 þúsund kall á ári vegna lægri vaxtagreiðslna.

  Þetta er spurnig um meiri hagsmuni og minni hagsmuni. Katrín vill fórna miklum hagsmunum (vegna upptöku evru) fyrir hagsmuni sem eru svo banal að ég fæ blöðrur á eggjastokkana við tilhugsunina.

  Þetta er eins og að fjölskyldu bíðst glæsilegur sumarbústaður til afnota heilt sumar en þau afþakka vegna þess að það er svo langt síðan gluggarnir á eystri hliðinni voru málaðir og sögusagnir um að einhverntíman hafi einhver í bústaðnum verið vondur við hundinn sinn.

  Fokkings helvítis fokk.

  EF að forrystumaður í VG getur ekki boðið upp sterkari rök gegn ESB en dýraníð, brottkast, hæga kynjaréttlætisleiðréttingu (miðað við norðurlöndin sem eru flest í ESB) og óljósan frasaþvætting um „lýðræðishalla“….

  ….þá eru þetta BESTU RÖKIN GEGN ESB!!!

  -Og þau sökka!!!

 • Takk fyrir að birta þessi svör Katrínar.
  Takk fyrir að birta þín rök.
  Takk fyrir að breyta þessari bloggfærslu úr ómálefnalegum upphrópunum í málefnaumræðu.

  Til þess að halda áfram málefnaumræðunni:

  Þér finnst rökin um að íslendingum bjóðist lágir vextir trompa rök Katrínar. Ég er á þeirri skoðun að það sem þú kallar „óljósan frasaþvætting um lýðræðishalla“ trompi lága vexti margfallt.

  Ég hef nefnilega búið í esb landi og upplifað þennan lýðræðishalla. Ég veit að þetta er ekki bull heldur atriði sem skiptir höfuðmáli.

  Mér finnst betra að hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrir 300.000 manna þjóð en að hafa engin áhrif á ákvarðanatöku fyrir 300 milljónir manna. En ég er tilbúinn til þess að endurskoða afstöðuna ef þetta er rugl hjá mér og mitt atkvæði fengi eitthvað vægi innan ESB.

  jens

Comments are closed.

Site Footer