kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

HVERSDAGSLEGT Á ÍSLANDI

Í Gautaborgarpóstinum í gær var frétt sem vakti athygli mína. Hún fjallaði um yfirmann hjá Gautaborg, sem réð son sinn sem baðvörð við

Frölundabadet.  32 sóttu um en sonurinn var ráðinn.

Hérna er fréttinn í stórri upplausn.

Nú veit ég vel að á Íslandi er langur vegur frá því að svona veki athygli og engir fjölmiðlar nema kannski DV fjallar um svona mál.  Hér í Svíþjóð fer þetta beint í fréttirnar og það er unnin úr þessu vönduð og upplýsandi grein.  Þetta þykir nefnilega alveg svakalegt!!  Það sem ég tók eftir við lestur þessara fréttar, var að blaðamaðurinn hafði fyrir því að lesa reglugerðir sem varða mannaráðningar og sá bara svart á hvítu að það yfirmaðurinn beinlínis braut reglur um mannaráðningar.  Hann talaði líka við lögfræðinga á sviði vinnuréttar og spurði þá út í þetta mál.

Kurt Junesjö, lögfræðingur hjá TCO (sem mér sýnist vera álíka apparat og ASÍ) hafði þetta um málið að segja:

Þýðing:  „Þetta er augljóst vanhæfi.  Ég hef séð ýmislegt galið frá hinu opinbera, en þetta hér fer ansi langt upp skalann“.

Svo mörg voru þau orð.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að mannaráðningarósóminn sé þjóðarböl og til þess megi rekja að stórum hluta ólán Íslendinga vegna efnahagshrunsins.  Þessi litla grein gefur vonandi Íslendingum þá sýn að svona mál, sem eru allt að því hversdagsleg á Íslandi, eru álitin stórkostlega galin hér í Svíþjóð.  Það sem hefur vantað hér á íslandi er almennileg fréttaumfjöllun um mannaráðningarósómann.  Ég minnist þess t.d ekki að falast hafi verið eftir skoðunum verkalýðshreyfingarinnar þegar vafasamar mannaráðningar hafa skotið upp kollinum.  Hvað þá að lögfróðir hafi tjáð sig um tiltekin ósómamál.

Mannaráðningarósóminn verður að hætta.  Það er ólíft á Íslandi þegar klíkuskapur, flokkskírteini og fjölskylduvensl séu rétthærri en prófskírteini þegar ráða skal í opinberar stöður.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer