HVERJU ER VERIÐ AÐ MÓTMÆLA?

Ég fylgist eins og venjulega með mótmælunum úr fjarlægð.  Það er bara eins gott.  Ég væri fyrir löngu búin að brjóta eitthvað stórt.

En hverju er verið að mótmæla?

-Öllu?

Er það ekki bara málið?  Mótmæli gegn ástandinu.  Ég upplifi þetta einhvernvegin þannig.  Ég er brjálaður yfir hugleysi Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu.  Ég væri sennilega að mótmæla því ef ég væri á Austurvelli.

Mér sýnist vera í gangi skjaldborg um valdastétt Íslands.

Já og ríka fólkið.  -Það má ekki tapa neinu.

Ég sé enga lausn á þessu.  Ekki nema kosningar eða það að núverandi stjórn styrki sig með Hreyfingunni og Framsókn.  Og breyti þ.a.l um áherslur. Byrji bara upp á nýtt og skrifi nýjan stjórnarsáttmála. Það þarf að taka í rassgatið á þessum ömurlegu bönkum.

-Með löggjöf.

Loksins þegar lögin hitta  valdaklíkurnar í hausinn, þá er vælt um mannréttindabrot, pólitískar ofsóknir og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta er ekkert flókið sem er að gerast.  það blasir við hverjum þeim sem tekur sér smástund til að pæla í því.  Venjulegt fólk er að fara að verðtryggja eigur ríka fólksins.

Ekkert flókið.

Furðulegt að vinstri stjórn skuli taka þátt í þessu.  Eiginlega óskiljanlegt.  Það eru afskrifaðar þúsundir miljóna hjá vafasömum fyrirtækjum eins og í dæmi þessa ömurðar-félags á Höfn.  Gunna pípari og Jón hárgreiðslumaður fá ekki afskrifað sína hundraðþúsundkalla.

Þetta er bara ranglæti og ranglæti er ekkert ill-skiljanlegt.

Site Footer