Hverjir fá peningana?

Þegar Borgarahreyfingin fékk 4 þingmenn og allir voru tiltölulega sáttir, var mikið talað um að nú yrði allt svo gott því að skv. lögum þá fengi Borgarahreyfingin e-a peninga frá ríkinu til að reka sig.

Spurt er:

Hver fær þessa peninga í dag? Borgarahreyfingin stendur eftir þingmannalaus og þingmennirnir fylkjast í tvær kvíslar. „Peoples Front of Judea“, „Judean Peoples Front“ og Þráinn Bertelson („Popular Front of Judea“) .

Fá þau í Judean Peoples Front e-a peninga fyrir eða fær Peoples Front of Judea peningana. Og hvað verður um Þráinn í Popular Front of Judea

Monty Python er alveg með þetta. Þránni bregður meir að segja fyrir í þessu skoti
(1.13 mín)

5 comments On Hverjir fá peningana?

 • Framlögin eru tvískipt, sbr lög um fjármálastjórnmálaflokka.

  quote:

  3. gr. Framlög til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði.
  Árlega skal úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Fjárhæðinni skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn.
  4. gr. Framlög til þingflokka úr ríkissjóði.
  Árlega skal úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi þingflokka á Alþingi samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Greiða skal jafna fjárhæð fyrir hvern þingmann og nefnist hún eining. Að auki skal greiða eina einingu fyrir hvern þingflokk. Því til viðbótar skal úthluta fjárhæð sem svarar tólf einingum til þingflokka þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn og skiptast þær einingar hlutfallslega milli þeirra. Forsætisnefnd Alþingis getur sett nánari reglur um greiðslur samkvæmt þessari grein.

 • Upphlaupið í kringum allt þetta kennir okkur eitt.
  Treystum fjórflokknum :Þ

 • Ég held að lærdómurinn sá að kjósendur eiga

  aldrei – Aldrei – ALDREI!

  að treysta á fagurgala stjórnmálamanna. Eiginhagsmunirnir verða

  alltaf – Alltaf – ALLTAF

  ofan á.

  Nú er þetta fullreynt.

 • Þetta er allt mjög sorglegt.

 • Ef að sumir hefðu einhverntíma áður verið í launuðu starfi, þá myndu þeir hinir sömu ekki sitja í sætum sem þeir ekki eiga. Það er erfitt að gefa upp fastar tekjur þegar maður veit að ekkert annað er að hafa, því að ekki nokkur maður með hálfa hugsun myndi ráða mann í vinnu. Svona fólk titlar sig iðulega sem skáld!

Comments are closed.

Site Footer