Hvað er með Framsókn?

Framsóknarflokkurinn er í krísu. Ég hef verið að hugsa svolítið um hvað ami í raunni að þegar flokkur sem jafnan hefur 15 – 25% fylgi fær um 4% fylgi í hverri könnuninni á fætur annari. Ég hef bent á það í þessu bloggi að Björn Ingi Hrafnson hefur allt til þess að bera að rífa flokkinn upp á rassgatinu. Hann gæti böðlað fylginu upp fyrir 10% ef hann kærði sig um. Ástandið fyrir Framsóknarflokkin er grafalvarlegt. Það eru ofboðslegir hagsmunir í húfi fyrir nokkra útvalda (eins og í öllum flokkum) Gamalgróið flokksapparat er í útrýmingarhættu. Ef ég ætti að koma með ráð til handa Framsókn (sem stríðir í raun gegn öllum minum prinsippum) þá væri það að koma sér upp stefnu. Ekki dugar að haga vindum eftir seglum eða treysta á persónuleikatöfra forystu flokksins. Allir vita hvað Samfylkingin stendur fyrir. Sömuleiðis Sjálfstæðisflokkurinn. Enginn veit fyrir hvað Framsókn stendur. Er flokkurinn bændaflokkur? Flokkur landsbyggðarinnar? Flokkur sem hlynntur er inngöngu að ESB? Ég spái því að á næsta flokksþingi Framsóknar dragi verulega til tíðinda. Ég sé bara eina lausn á vanda flokksins.

Site Footer