HVAÐ ÞARF AÐ LAGA Á ÍSLANDI?

Spillingarlaust þing!
Spillt vegna þess að flestir þar inni eru að hugsa um eigin hag, ekki þjóðarinnar.  Það þarf að setja í     lög að hámarka þingsetu Alþingismanna við svona 2 eða 3 kjörtímabil. Þetta tryggir endurnýjun og         minnkar hættu á spillingu.

Mannaráðningarósóminn

þarf að fá frí í svo sem 300 ár.

Opnari stjórnsýslu!

Enginn leyndarmál, allt upp á borðinu.  VIÐ eigum samfélagið.  Ekki stjórnsýslan

Losna við prórkjörin

Gróðarstía spillingar og óeðlilegra útslita

Betri samkeppnislög
Hagar eru með 60% af matvörumarkaðinum.  Það þarf að hámarka hlutdeild hverra verslunarkeðju við   svona 20%.  Annað er ávísun á misnotkun sem endar sem hærra vöruverð til neytenda.

-Nýja stjónrarskrá

-Landið eitt kjördæmi
-Skilja í sundur ríki og kirkju

-Afnema embætti forseta Íslands
-Auðlindir þjóðarinnar verið viðurkenndar sem sameign þjóðarinnar.

-Hreinsa til í flokkakerfinu

Sneið til Samfylkingarinnar:  -Nýtt fólk með gamlar hugmyndir takk fyrir. 🙂  Hinir flokkarnir geta étið   það sem úti frýs fyrir mér.  Sérstaklega Sjálfstæðið sem er að meirihluta skipaður svo löskuðum
þingmönnum að varla er mark takandi á þeim vegna spillinarmála.

-Opna viðskiptalífið.

Frjáls opnunartími verlsuna og búða.  Veitingastaða, skemmtistaða osfr.  Þetta verður þó að hanga         saman við eðilegan frið fyrir íbúa í nágrenninu.   Leyfa auglýsingar á forboðnum vörum en með               ströngum skilyrðum.  Þetta næst sennilega með inngöngu í ESB, þótt auðvitað ættum við bara sjálf     að taka á þessu.

-Afnema kvótakerfið.

-Fiskurinn fer ekkert þótt kvótakerfið sé lagt niður.  Ríkið ætti í raun að taka allan kvóta eignarnámi og     láta ónýtar útgerðir fara bara á hausinn. Þannig er arðurin af auðlindinni eftir á Íslandi, en
ekki í erlendum bönkum.  þetta myndi ugglaust setja oss á tossalista meðal annara þjóða en þetta er           praktísk nauðsyn.  Þetta er eina padentlausnin við skulda-hroðanum sem útgerðin á sök á.

…..Já.  Þetta finnst mér.

 

Endilega sendið inn athugasemdir um mikilvægustu málin sem „þarf að gera“.

Site Footer