HÚRRA FYRIR (ÍSLENSKA) PYLSUGERÐARMANNINUM

Ég ætla ekki að blogga um stjórnmálin eins og þau koma mér fyrir sjónir.  Ég bara meika það ekki.  Ég sá í fyrradag að Tryggvi Þór Herbertsson hafði skrifað grein um að það hefði ekki gerst neitt hrun.  Sama dag kom svo Vígdís Hauksdóttir og sagði að salt-hneykslið væri „kratasamsæri“ til þess að koma Íslandi inn í ESB.  Í gær sá ég svo að Ögmundur, Lilja og Atli Gíslason væru komin i eitthvað skíta-plott með Sjálfstæðisflokknum um að fella niður málið gegn Geir Haarde.  Ekki beint uppörvandi fréttir.

Nóg um það.

Þetta blogg fjallar um pylsur.  Ég er mikill áhugamaður um pylsur hverskonar og neytti þeirra í hvívetna við öll tækifæri.  -Þar til nú um áramótin.  Þá hætti ég vegna prinsippástæðna.  Pylsur eru nefnilega flestar unnar úr svínaketi og svína-bransinn er svo viðbjóðslegur að sjúkustu sadistar gætu ekki skáldað upp annað eins.  Grísirnir eru geltir með töngum, tennurnar rifnar úr þeim og skottið klippt af.  Þeim komið fyrir í þröngum stíum þar til þeir eru nógu stórir til þess að slátra þeim.  Gyltur eru hafðar í svo þröngum búrum að þegar þær eru búnar að gjóta, þá geta þær ekki snúið sér í stíunni til þess að sinna litlu greyjunum.  Þrengsli og sýkingar eru svo tíðar að pensílíni er dælt í skepnurnar í risaskömtum.

Nú er ég ekki grænmetisæta og finnst svínakjöt gott.  En langstærsti hluti þess svínakets sem boðið er upp á hérna í Svíþjóð er verksmiðjuframleiðsla.  Ég hef ekki séð svínaket sem er ekólógíst hér í búðum en það er ugglaust til.

Ég hugsa oft til íslensku pylsanna sem eru svo góðar.  Í þeim er, eftir því sem ég best veit, uppistaðan lambaket.  Nú kann ég að fara með fleipur en samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá einum í gegnum Facebook, var innihaldslýsingin Lambaket og svínaket.

Ég neita því ekki að ég varð smávegis svekktur yfir því að fatta að það var svínaket í pylsunum „mínum“.  Það var einmitt kveikjan að þessu bloggi.  Hér með hvet ég íslenska pylsugerðarmenn að búa til pylsur sem eru bara úr lambaketi.  Pylsur sem eru ekólógískar (lambakjöt er ekólógíst) og svo má selja þær í búðir út um allan heim.  Þetta myndi verða risa-söksess.

Ég fór í búðina um daginn til að athuga með ekólógískar pylsur og tók með mér myndavélina. Þar ættu lesendur að fá smávegis nasasjón af pylsulandslaginu í Gautaborg.  Svíar viðurkenna alveg að pylsurnar þeirra séu ekkert sérstakar.  Dönsku pylsurnar eru t.d mikið frægari en sænskar.  Svíar eru reyndar afar stoltir af landbúnaðinum sínum enda mega þeir alveg vera það.  Þetta er gæða stöff.  Fréttir af aðbúnaði dýra eru oftí fjölmiðlum og ég treysti „græna skráagatinu“ sem merki um að allt sé í lagi.

Hér má sjá pylsu-úrvalið.  Þetta eru pylsur í öllum stærðum.  Ég skoðaði fyrst og fremst pylsur sem borðaðar eru í brauði.  Þarna má líka sjá „spænskar“ kryddpylsur og „þýskan“ bratvúrst.  Mér sýndist flest vera sænsk framleiðsla. Bessi sonur minn er sést á myndinni.

pylsurekkinn

Hér eru pylsurnar sem ég var vanur að kaupa.  Danskar rauðar. Ágætar en þegar maður hugsar aðeins út í hráefnið missir maður eiginlega matarlystina.  Þetta eru sömu pylsur og maður kaupir í pylsuvögnum á Ráðhústorginu.  Þessar eru svona 10 kalli dýrari en aðrar pylsur.

göl
Hér eru pylsurnar sem ég var vanur að kaupa. Danskar rauðar. Ágætar en þegar maður hugsar aðeins út í hráefnið missir maður eiginlega matarlystina. Þetta eru sömu pylsur og maður kaupir í pylsuvögnum á Ráðhústorginu. Þessar eru svona 10 kalli dýrari en aðrar pylsur.

 

w
Þessar pylsur eru framleiddar fyrir Willys-búðina (sem ég versla við) Þetta merki er annað tveggja sem Willís lætur framleiða fyrir sig. Þetta eru ágætar pylsur. Mjög hlutlausar. Ekkert meira og ekkert minna.

 

vk
Þessar er ágætar.

 

f
Danskar vínarpylsur frá Göl. Fínar pylsur. Aðeins dýrari en hinar.

 

h
Willýs pylsur. Myndi sneiða frá þessu.

 

k
Kjúklingapylsur. Helmingi ódýrari en vínarpylsur. – I wonder why?. Uppistaðan í kjúklingapylsum eru bein, brjósk og afgangsket sem vélarnar ná ekki að taka þegar kjúklingi er pakkað. Þetta er dótið sem verður eftir þegar maður er búin að éta allt sem hægt er að éta. Ekki geðsle

 

kk
Hérna kemur svolítð merkilegt. Þetta eru pylsur sem eru með svo lágu kjöt-innihaldi að það má ekki kalla vöruna „pylsur“. Þessvegna heitir þetta „hod-dog“. Þetta er frá fyrirtækinu „Eldorado“ sem er ódýrasta vörumerkið í lágvörukeðjunni Wilýs. Ég veit ekkert hver framleiðir þessar „hot-dog“ því ég tékkaði ekki á því. Þetta getur í raun hverið hvaðan sem er og úr hverju sem er svo fremi sem það uppfylli einhver skylirði. Þetta eru ekki pylsur þótt varan líti út eins og pylsur.

 

Hérna eru barna“pylsur“ frá mjög góðu merki.   Hod dogs heitir þetta vegna þess að ESB er búið að skilgreina pylsuna. Hún verður að vera svona og svona stór, með þessum og þessum efnu og hafa svo og svo mikið kjötinnihald. Þessi vara hér fyrir neðan er ekki pylsur heldur eitthvað annað.  Þessari vöru er beint að börnum og ég hef keypt þetta.  Strákarnir átu þetta með bestu lyst en ég tók eftir þvi að það er ekki hægt að grilla þetta. Þetta brennur bara eins og pappír eða eitthvað.  Ég vil ekki einu sinni hugsa út í það hvað er í þessum pylsum.  Það er svo fáránlegt að stundum þegar ég býð í mat, þá er haft eitthvað sér fyrir krakkana og niðurstaðan verður oft pylsur.  Þetta er alveg banal hugsun og ég ætla að stein-hætta þessu.  Krakkarnir eiga einmitt að fá matinn úr besta hráefninu.  -Ekki versta hráefninu.

æ
Þetta er vara sem ekki erskilgreind sem pylsur. Þetta heitir „hot dog“ og er markaðsett fyrir börn. Verri matur er vandfundinn

 

Í þessari úttekt minni tók ég bara pylsur sem venjulega eru borðaðar í brauði.  Ekki Chorizo eða Bratwurst.  Þetta sem Bessi heldur á, er Falunkorv sem er sænskur „þjóðarréttur“.  Frekar ógeðfeldur og minnir á sætan kjötbúðing.  Krakkar elska þetta.  Fullorðnir fá klígju.

 

 

Falunkorv
Falunkorv er vinsælt í Svíþjóð

 

Hérna fann ég loksins vöruna sem ég var að leit að.  Pylsu með grænu skráargati og ekki með svínaketi.  Takið eftir merkingunum hægra megin á pakkanum.  Þessar pylsur voru of þykkar fyrir að setja í brauð þannig að ég skar þær eftir endilaöngu og steikti á pönnu og setti svo í brauð.  Virkilega góðar pylsur. Frekar gróft hakkaðar en alveg ferlega góðar.  Kaupi þetta aftur. Ekki spuring.

Lambapylsa
Lambapylsa

 

Hugsið ykkur hvað það væri frábært ef að hægt væri að fá vöru eins og íslensku pylsurnar, sem væri ekki með svínaketi.  Ef það endilega þarf, þá svínaketi þar sem skepnurnar eru „frigående“ eins og hænurnar á almennilegum hænsnabúum.  Þetta skiptir máli og það eru fleiri en ég sem hugsa svona

það eru fleiri en ég sem eru ekki grænmetisætur en vija versla við fyrirtæki sem huga að dýravernd við framleiðsu á kjötvörum.

 

Site Footer